Vera - 01.10.1997, Síða 49

Vera - 01.10.1997, Síða 49
menna seið var að Mamos fannst of mikið af fjölmiðlum og ekki rétti andinn kvöldið áður til að framkvæma seiðinn. Eg sat í leigubílnum með þeim og fannst eins og mig væri enn að dreyma. Við klifruðum upp fjallið og í lítilli laut hófst seiðurinn. Eg ætla ekki að lýsa honum, því það tekur töfrana í burtu, en innhald athafnarinnar var að við áttum að sjá fyrir okkur jörðina í framtíð- inni, síðan voru óskir okkar grafnar í jörð og þaðan munu þær spretta eins og blóm. Við komum ekki söm til baka á hótelið, með bros í sálinni. Eg var með lítinn stein með mér frá íslandi og ákvað að gefa gamla seiðmanninum hann, fannst eins og það væri besta gjöf sem ég gæti fært honum. Og viti menn, augu hans brostu mót mínum og hann faðmaði mig innilega. Þeir ákváðu að sitja með mér um stund svo ég gæti spurt þá útúr. Þetta var sérstök stund. Skilaboð þeirra til okkar eru að ef við förum ekki að hægja á okkur og skilja að jörðin er lifandi vera sem finnur til í öllum sárunum sem við höfum valdið henni, munu verndarar henn- ar ekki geta staðið aðgerðalausir öllu leng- ur. Þeir sögðust skilja mál fuglanna og jarð- arinnar og gætu talað við þau. Eg gat ekki annað en trúað þeim. Þeir kunna aldagaml- ar aðferðir til að vera í samskiptum við jörðina. Hofin þeirra eru staðir til að hugsa skýra hugsun og koma á jafnvægi í kringum sig. Smám saman varð hópurinn sem var í kringunt okkur til að hlusta svo þéttur að þeir drógu sig í hlé. Eg bauðst til að konia sögu þeirra á Internetið og var beðin um að skrifa bréf sem lesa ætti í þorpinu sem staðfesting á því að ferð þeirra hefði skilað einhverjum ár- angri. Þegar ég sat ein inni í herbergi að reyna að korna bréfinu saman, skildi ég að það er einn hlutur sem mannkynið getur sameinast um - að hugsa um velferð þeirrar veru sem gefur okkur allt til að við getum þrif- ist - og markmið fæddist þennan dag. Ef ég kemst til Kólumbíu næsta ár, á ég inni heimaboð í þorpið þeirra lengst uppi í fjöllum Sierra Nevada. Þangað sem fáir komast nema fuglinn fljúgandi. Uppruni hátíðarinnar Það er merkilegt hve rnögnuð þessi hátíð er orðin á aðeins sjö árum. Hún hófst þegar óöld ríkti í borginni, sprengjur og morð stundum daglegt brauð í þá daga og bann- að að halda fjöldasamkomur. Medellín var borg þagnarinnar. Þá fékk Fernando Ren- ando þá hugmynd að halda skáldahátíð með skáldum héðan og þaðan frá Suður Ameríku. Aðeins 100 plaköt voru sett upp til að kynna þetta og viti menn, 1000 manns mættu til að hlusta á ævintýrin í orðunum, til að anda Iéttar saman, til að vera til án ótta. Síðan hefur þetta undið upp á sig með ótrúlegum hraða og telst nú ein mikilvæg- asta ljóðahátíð á jörðinni. Heintsskáldin hafa gert sér grein fyrir því að það er menn- ingarlegt kraftaverk að gerast í Kólumbíu. Öll skáldin sem ég spjallaði við voru sam- rnála því að hvergi annars staðar í lieimin- um væru aðrir eins áhorfendur, bæði í gæð- unt og fjölda, ef hægt er að orða það þannig. Sú staðreynd að hátíðin skuli hafa orðið að veruleika án stuðnings ríkisstjórn- ar eða fjársterkra aðila er ótrúleg, því fá- tæktin þarna fór varla frarn hjá neinum né sú staðreynd að borgarastríð eru alls ekki eitthvað sem búið er að leysa. Það sem einkenndi líka hátíðina var að hún var blessunarlega laus við allt snobb. Hún var einlæg á einhvern hátt sem erfitt er að lýsa með orðum og ég var í krónísku hamingjukasti allan tímann. Brosið sem fæddist þar fylgdi mér vikum saman eftir heimkomuna. k i M VEGGFOÐRARINN METRO MALARINN 5KEIFUNNI 8 • S: 581 3500 • 568 7171 ÞAR SEM MÖGULEIKARNIR Komið og sjáið það nýjasta hjá okkur. ERU ENDALAUSIR Metró Veggfóðrarinn Málarinn selur efni og áhöld til þess að gera heimilið hlýlegt og fallegt. Sem dæmi má nefna vegg- fóður og borða í ótrúlegu úrvali, skraut- lista fyrir bæði veggi og loft og ýmsar gerðir vegg- og loftrósa. Litríkt úrval af málningu, til fegrunar jafnt utanhúss sem innan.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.