Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 32
Löggjöf Evrópusambandsins
á sviöi jafnréttismála
Raunverulegt
tceki fyrir konur
Samningurinn um hið evrópska efna-
hagssvceði, EES samningurinn, var und-
irritaður í júní 1993 og tók gildi 1. jan-
úar 1994. Miklar umrceður urðu um
samninginn á sínum tíma enda viða-
mesti viðskiptasamningur sem ísland
hefur gert. Með samningnum skuld-
bundu íslensk stjórnvöld sig til að leiða
í lög eða samrcema íslenska löggjöf
hluta af löggjöf Evrópusambandsins.
Til að tryggja samrcemda túlkun lög-
gjafarinnar á svceðinu skuldbundu þau
sig til að taka mið af dómum Evrópu-
dómstólsins. Að auki felur samningur-
inn í sér að þegar samþykkt er ný lög-
gjöf eða nýjar reglur hjá Evrópusam-
bandinu innan þeirra málaflokka sem
EES samningurinn tekur til, þá er sú
löggjöf felld inn í samninginn.
eftir
Elsu S. Þorkelsdóttur,
framkvæmdastjóra
Jafnréttisráðs
Vissulega geta þau lönd sem að-
ild eiga að samningnum en
standa utan Evrópusambands-
ins hafnað því að taka yfir til-
tekna löggjöf. Slík afstaða er
þó mjög erfið fyrir viðkomandi ríki þar sem
hún gengur gegn því meginmarkmiði EES
samningsins að tryggja einsleitni og sam-
ræmi í löggjöf þessara landa.
Einn þeirra málaflokka sem EES samn-
ingurinn tekur til varðar jafnrétti kvenna
og karla. í mínum huga er ekki vafi á því að
bæði löggjöf Evrópusambandsins og dómar
Evrópudómstólsins hafa haft veruleg áhrif
á okkar réttarþróun og þar með allt okkar
starf að jafnrétti kvenna og karla. Mig
langar í þessari grein að fara nokkrum orð-
um um tvær megintilskipanir sambandsins
á þessu sviði.
Jafnlauna- og jafnréttistil-
skipanirnar
Samkvæmt 119 gr. Rómarsáttmálans, sem
er grunnsáttmáli sambandsins, er aðildar-
ríkjunum skylt að tryggja og viðhalda beit-
ingu meginreglunnar um sömu laun fyrir
konur og karla fyrir sambærileg störf.
Hugtakið laun er skilgreint nánar í grein-
inni, sjá einnig 69. gr. EES samningsins. Á
grundvelli þessa ákvæðis Rómarsáttmálans
hafa síðan verið samþykktar tilskipanir
sem eru bindandi fyrir aðildarríkin og eru
jafnlaunatilskipunin frá 1975 og jafnrétt-
istilskipunin frá 1976 þær helstu. Eins og
áður sagði er íslenskum stjórnvöldum skylt
að tryggja að íslensk löggjöf sé í samræmi
við þessar tilskipanir og hefur það verið
mat þeirra að jafnréttislögin okkar frá
1991 væru fullnægjandi. Eg tel hins vegar
þessar tilskipanir mun skýrari en okkar
löggjöf og því æskilegt að lögin væru end-
urskoðuð m.a. með tilliti til löggjafar og
dómaþróunar innan Evrópusambandsins.
Megintilgangur beggja þessara tilskipana
er að samræma löggjöf aðildarríkjanna
annars vegar að því er varðar beitingu meg-
inreglunnar um sömu laun fyrir konur og
karla og hins vegar að því er varðar fram-
kvæmd meginreglunnar um jafnrétti
kvenna og karla til starfa, starfsþjálfunar,
stöðuhækkana og starfskjara. I tilskipun-
unum er að finna ýmis ákvæði sem ég tel
nauðsynlegt að huga betur að í íslenskri
löggjöf og má þar nefna ákvæði er varða
brottvikningu úr starfi. Hér á landi er meg-
inreglan sú að heimilt er að segja fólki upp
starfi án skýringa. I jafnréttislögum er
ákvæði sem bannar atvinnurekendum að
mismuna starfsfólki sínu vegna kynferðis
og gildir það m.a. um uppsagnir. Ákvæðið
er mjög erfitt í framkvæmd vegna þess að
reglur um hvenær og við hvaða skilyrði
segja megi starfsmanni upp störfum eru
óljósar.
Stjórnvöld skuldbinda sig einnig til að
gera nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda
launþega gegn brottvikningu úr starfi
vegna kvörtunar innan fyrirtækis eða
vegna málareksturs sem ætlað er að knýja
fram að meginreglan um jafnrétti sé virt. Is-
lensk löggjöf er ekki mjög skýr um þetta at-
riði og lítil umræða hefur farið fram um til
hvaða ráðstafana æskilegt væri að grípa.
Nauðsynin er fyrir hendi. Þess eru dæmi að
starfsmaður eða umsækjandi um starf sé
látinn gjalda þess að hafa leitað til kæru-
nefndar jafnréttismála eða á annan hátt
kannað réttarstöðu sína.
Vinnuvernd barnshafandi
kvenna og fæðingarorlof.
Tilskipun Evrópusambandsins nr. 92/85,
um lögleiðingu ráðstafana til að auka ör-
yggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir
starfsmenn sem eru þungaðir, hafa nýlega
alið börn eða hafa börn á brjósti, hefur ver-
ið nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum að
undanförnu. Þó svo tilskipunin sé frá árinu
1992 varð hún af einhverjum ástæðum
ekki hluti af EES samningnum strax við
undirritun hans á miðju ári 1993, eins og
aðrar tilskipanir sem þá höfðu verið sam-
þykktar á þessu sviði. Lítil umræða varð
því um þau réttindi sem í tilskipuninni fel-
ast.Tilskipuninni er ætlað að tryggja
ákveðna lágmarksvernd og réttindi og tek-
ið er fram að hún réttlæti á engan hátt að
dregið sé úr þeirri vernd sem þegar hefur
verið komið á í aðildarríkjunum. Fram-
32