Vera - 01.10.1997, Page 47

Vera - 01.10.1997, Page 47
Birgitta uppi á sviðinu þar sem hún las upp fyrir 5000 manns. Skáldkonan við hljóönemann er frá Suður-Ameríku. Ég fæ stundum bréf í tölvupósthólfið mitt sem ég skil ekkert afhverju ég fæ. Þannig var það með bréf frá Kólumbíu sem poppaði inn í tilvist mína einn morguninn. Þar var mér boðið að taka þátt í alþjóðlegri skálda- hátíð sem átti að fara fram í Medellín í júní. Ég fékk að sjálfsögðu töluvert magn af fiðr- ildum í magann og hélt fyrst svona hálft í hvoru að þetta væri plat. Reyndi að stað- setja Kólumbíu á hnattlíkani í höfðinu á mér og gat ekki séð hvar eiginlega það væri í Suður Ameríku. Vissi bara það eitt að þar höfðu verið og voru enn kókaínbarónar og spilling - hermenn og byssuglaðar löggur - mafíósar og morð daglegt brauð. Þetta virkaði afar hættulegt land. Ekki bætti úr skák að í hvert skipti sem ég nefndi að ég væri á leiðinni þangað, þá var þessi ímynd styrkt með almannaróminum. En svo byrjuðu samskiptin á milli mín og stjórnendanna og ég varð stöðugt rólegri. Fór í ferðalag á Internetinu og ieitaði uppi allt sem ég gat fundið um landið og menningu þess og fiðr- ildin í maganum urðu sífellt stærri. í land- inu ríkti ekki meiri óöld en í sumum hverf- um í New York og náttúran og menningin virtust vera svo framandi að mér fannst eins og ég væri á leið til annarrar plánetu. J Ekki ætlaði að ganga átakalaust að komast til Kólumbíu því að í sömu ferð ætlaði ég að skreppa á árlegan stjórnendafund Telepoet- is sem halda átti í mekka skáld- anna í USA , The Jack Kerouak School of Disembodied Poetics, sem er staðsettur í Colorado. Þetta tvennt þurfti endilega að rekast á, þannig að annað hvort varð ég að sleppa öðru eða missa að hluta af hvoru tveggja. Eg tók því þá ákvörðun á síðustu stundu að sleppa Kólumbíu ferðinni vegna þess að illa gekk að fá ferðina styrkta og að fá flug á réttum dögum. Eg skrifaði bréf og tjáði þeim tíðindin en mér var greinilega ætlað að fara - þau sendu mér bréf um hæl og vildu alls ekki verða af mér. Sögðust ætla að redda miðanum frá NY til Medellín - bæði borga hann og bóka. Ferðastyrkur frá íslenska menntamálaráðuneytinu var líka samþykktur þannig að ekki varð undan snúið - búið að borga farið og ég í alvöru á leiðinni. Indjánar á flugvelli og brosandi hermenn. Eg flaug af stað út í óvissuna, vitandi afar lítið um hátíðina og var hálft í hvoru farin að trúa því að hún væri styrkt af kókaínbar- óni, þetta væri svona snobbdót þar sem hin- ar spilltu stéttir kæmu til að þykjast vera menningarlegar. Var samt tilbúin í allt, með neyðarorðabók á spænsku og 1000 ára ein- semd eftir Gabriel Garcia í farateskinu. Lenti á JFK og villtist þar í nokkra klukku- tíma að leita að kólumbíska flugfélaginu þar sem miðinn minn var geymdur. Gafst svo upp og hringdi eftir eilífa hringi um flugvöll- inn, var þá sagt að mæta klukkan sex morg- uninn eftir til að fá miðann. Þegar ég mætti var enn allt lokað. Ég las og skoðaði löggur og tollgæsluverði. Það var greinilega eitthvað FBI dæmi í gangi. Maður sagði við annan með djúpri röddu: „Handtakið og spyrjið svo spurninga, þið fáið eins mikinn liðsstyrk og þið þurfið." Hann lagði niður rauða símann og enn beið ég uns ævaforn maður mætti og handskrif- aði miðann fyrir mig. Svo var flogið af stað... Lenti í Bogota, sýndi vegabréfið mitt og það varð afar mikið uppistand þvi starfs- menn vegabréfaeftirlitsins höfðu aldrei séð vegabréf frá Islandi og héldu að það væri falsað. Enginn talaði ensku. Loks fannst kona sem talaði bæði ensku og spænsku. Ég reyndi að útskýra hvar í heiminum Island væri og að það væri í alvörunni land. Loks trúðu þau mér. Labbaði inn á biðstöðina og tókst að bulla heimatilbúna spænsku til að fá vatn og passaði mig á að rekast ekki á barnungu hermennina sem voru þarna út um allt. Þetta var flottur flugvöllur með risastórum plöntum út um allt og ég var að stara á tré þegar ég sá allt í einu fjóra indjána sem voru allt öðruvísi en aðrir þarna - allir í eins föt- um með skringilega, ullarþæfða hatta á höfðinu og töluðu tungumál sem ég hafði aldrei heyrt. Það var augljóst að fólkið bar virðingu fyrir þeim. Þeir stóðu í biðröðinni að sömu flugvél og ég. Kannski voru þeir að fara á einhverja friðarráðstefnu eða listahá- vra 47

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.