Vera - 01.10.1997, Side 39

Vera - 01.10.1997, Side 39
, Þrjár konur og dauðinn Sænskt verðlaunaleikrit frumsýnt í Þjóðleikhúsinu Það er ekki oft sem á fjölum leikhúsanna sjást 7týleg verð- launaleikrit eftir konu, sem er leikstýrt af konu, þar sem konur eru í aðalhlutverkum og þýðand- inn og leikmyndateiknarinn eru líka konur. Eitt slíkt verk verður þó tekið til sýninga í Þjóðleik- húsinu í október, en það er leik- ritið Krabbasvalirnar eftir scenska höfundinn Mariönnu Goldman. "^T- rabbasvalirnar fjalla um þrjár konur I sem liggja á krabbameinsdeiid. Þær eru leiknar af Guðrúnu Gísladóttur, Krist- I björgu Kjeld og Eddu Arnljótssdóttur. ^^iEinnig koma við sögu hjúkrunarfræð- ingur og makar tveggja kvennanna, sem leikin eru af Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur, Sigurði Skúlasyni og Baldri Trausta Hreinssyni. Leikstjóri er María Krist- jánsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir þýddi og Helga Stefánsdóttir sá um leikmynd. I leikritinu er verið að fjalla um glímu þriggja ntjög ólíkra kvenna við sjúkdóminn," segir María leikstjóri. „Og höfundurinn fer hvorki ntjúkum höndum unt sjúklingana né aðstandendur þeirra, sem er ef til vill einn helsti kostur þessa verks. Þess- ari glímu tengjast líka auðvitað stærri spurningar, eins og afstaða nútímamannsins til dauðans og hvernig við nýtum þann stutta tíma sem okkur er ; gefinn. Krabbamein er eitthvað sem snertir okkur öll. Það herjar á nánast hverja einustu fjölskyldu í landinu. Öll göngum við sennilega í gegnurn það að missa einhvern tíma ástvin okkar eða vin úr þessurn sjúk- dórni. Og ótti okkar við hann er mikill. Leikrit, eða annar skáldskapur um sjúkdóma, hefur aldrei heill- að mig - ég hef frekar forðast slíka hluti. En þegar ég fékk þetta verk í hendur þá fannst mér það kannski geta hjálpað mér til að skilja þessa óbeit - eða ótta.“ Höfundur Krabbasvalanna, Marianna Goldman, hefur áður skrifað kvikmyndahandrit, einþáttunga og útvarpsleikrit, en þetta er fyrsta leikhúsverk hennar í fullri lengd. Goldman missti systur sína úr krabbameini og skrifaði kvikmyndahandrit um þá reynslu en myndin heitir Freud flytur að heiman með Ghitu Nörby í aðalhlutverki. Krabbasvalirnar voru framlag Svía til norrænu leiklistarverðlaunanna í fyrra og hlaut leikritið lof- samlega dóma hjá sænskunt gagnrýnendum þegar það var frumsýnt árið 1995. I gagnrýni Ingegárd Waaranperá í Dagens Nyheter segir að verkið gangi nærri áhorfendum, en jafnframt að sérstök tengsl skapist rnilli áhorfenda og kvennanna á sviðinu. „Þær eru ekki einar, við erum ekki ein, þessu deilum við,“ segir hún. Gagnrýnandinn segir að verkið krefjist mikils af leikkonunum í aðalhlutverkunum. Baráttan við dauðann sé ekki fegruð í leikritinu og þær þurfi að glírna við fylgifiska krabbameins eins og hármissi og notkun gervibrjósts. „Óttinn við krabbamein er ríkjandi í okkar sam- félagi, þó að umönnun sjúklinga og afstaða sé allt önnur en fyrir nokkrum áratugum," segir María Kristjánsdóttir. „Ég held að þetta verk Mariönnu Goldman ætti að geta orðið innlegg í umræðu um þessi mál.“ Sv.J. Krabbasvalirnar fjalla um þrjár konur sem liggja á krabbameinsdeild. Leikkonurnar Guðrún Gísladóttir, Kristbjörg Kjeld og Edda Arnljótsdóttir fara meö hlutverk þeirra. Þessari glímu tengjast líka auö- vitað stærri spurn- ingar, eins og af- staða nútíma- mannsins til dauð- ans og hvernig við nýtum þann stutta tíma sem okkur er gefinn. Gœðavara Gjafavara—matar- og kafflstell. Heimsfrægir hönnuöir Allir verðflokkar. m.a. Gianni Versace. \=> VERSLUNIN Líiugewegi 52, s. 562 4244 39

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.