Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 22

Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 22
/ 2. tbl. 1989 var fjallað um togstd aðstæður kannaðar á kvenníH'11 vistarheimilum og sjúkrastofnu'11 Ljósm: Anna Fjóla Gísladó' Fjallað var um skapandi konur í 5. tbl. 1991 og þann mun sem er á skapandi list kvenna og karla. Mynd: Vala Óla. Er kvennabaráttan orðin of pen?" var spurt í 5. tbl. 1990 en þar var m.a. fjallað um föt og útlit. Ljósm: Anna Fjóla Gísladóttir. Hvert stefnir í málefnum kvenna? var spurt í 2. tbl. 1990. Síöasti áratugur aidarinnar var að hefjast og af því tilefni settu sex konur fram hugmyndir sinar og vonir um framtíðina. Ljósm: Anna Fjóia Gísladóttir. ur Landssambands Framsóknarkvenna undanfarin ár og eitt af síðustu verkum hennar var að fá samþykkta jafnréttisáætlun fyrir flokkinn og að opna Landssam- bandið fyrir jafnréttissinnuðum karlmönnum. Hún er annar varaþingmaður flokksins á Austurlandi og hef- ur setið á þingi í haust. Fyrir jólin kemur út unglinga- saga eftir Kristjönu sem heitir Brynhildur og Tarzan og hún er þegar byrjuð á annarri bók. Það er því ljóst að fyrstu ritnefndarkonur Veru eru kjarnorkukonur sem sitja ekki auðum höndum. Stóra systir hefði mátt veita jákvæða uppörvun Þegar rætt er um útgáfumálin kemur í ljós að sá ágreiningur sem kom upp innan hreyfingarinnar um framboðsmál fyrir alþingiskosningarnar 1983 hafði áhrif á áframhaldandi þátttöku fyrstu ritnefnd- arkvennanna. „Mörgum Kvennaframboðskonum þótti nóg að vinna að borgarmálunum og vildu ekki að boðið yrði fram til Alþingis. Greidd voru atkvæði um málið og tillagan um framboð felld. Þá var Kvennalistinn stofnaður utan um framboðið til Alþingis og það olli klofningi í hreyfingunni,“ segja þær en þær voru all- ar á móti stofnun Kvennalistans, þó að kosning kvenna til Alþingis hafi reyndar styrkt undirstöður undir útgáfu Veru. „Við vildurn að sjálfsögðu starfa út kjörtímabilið með borgarfulltrúum okkar en ég sagði mig úr hreyfingunni 1985 eftir að hafa setið í nefnd til að undirbúa 200 afmæli Reykjavíkur," segir Hlín en þá voru hinar ýmist farnar til útlanda eða út á land. Og Jóhanna bætir við: „Finnst ykkur ekki skrýtið að kona eins og ég, sem er einstæð móðir með tvö börn, skuli ekki hafa neina löngun til að starfa með þessari hreyfingu? Eg fann mér aldrei leið inn í hana eftir að ég kom heim frá Englandi.“ Þegar rætt er um starfið í hreyfingunni virðist hafa ríkt þar talsverð togstreita. Þeim fannst að konur ættu erfitt með að viðurkenna það sem vel var gert og talsvert bar á gáfnasamkeppni í fræðunum. „Við vor- um að basla við að koma út þessu blaði en sjaldan var okkur hrósað fyrir það. Neikvæða gagnrýnin var miklu auðfengnari - blaðið þótti ekki nógu kvennapólitískt, forsíðan ekki nógu flott o.s.frv. Það var sífellt höfðað til systrasamstöðunnar og alltaf eins og einhver „stóra systir“ hefði augu á okkur. En hún átti ekki auðvelt með að veita jákvæða uppörvun. Þarna voru konur með mismunandi skoðanir og smekk, þetta var langt í frá einsleitur hópur, en'því miður réði hroki menntakvennanna of miklu í hug-

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.