Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 46

Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 46
Þórný Hlynsdóttir, bókmenntafrœðingur Um hina syndugu Magdalenu 'l.iki' ihc hcsl lalc-ípinncr, Ma^lalcna nijkcs us lauj;h, crin^c and cxull...a hcroinc Lilcrary Rcvicw ‘A ilcliglilíiiliy Jislurbinj’ novcl wluise murJcrous hcroine puis Fay Wdihm'* baJ, vcngdul womcn in thc shadc' ‘Ljlian Fasdiin"cr's bi'nuilini; ‘Sd tp follow ihc phcnomcnal siicccss of lnHiks sucli as Umbcrto Eco's Tlic Numc nf ihc Rosc, Patrick Siisk^íJ’s Perfmne anJ Jostcin OaarJcr's Sojihíc’j WorlJ' Daily Tclcgraph Macdalena THE SlNNEK LlUAN FAsaiiNQa Magdalena the sinner LILIAN FASCHINGER, Verlag Kiepenheuer & Witsch, Köln, 1995. Ensk útgáfa: Headline Book Publishing, 1997. Magdalena the sinner eftir Lilian Faschinger held ég að óhætt sé að segja að sé hvalreki á fjörur bókmenntaunn- enda. Höfundurinn, Lilian Faschinger, er Austurríkismaður og doktor í enskum bókmenntum við háskólann í Graz. Hún hefur unnið til bókmenntaverð- launa bæði fyrir eigin skáldverk og þýðingar sínar á höfundum eins og Ger- trude Stein og Paul Bowles. Þessi bók hefur fengið firna góðar viðtökur og m.a. verið líkt við Ilminn og Veröld Soff- íu. Aðalpersónan, Magdalena hin synd- uga, þeysir um Evrópu á gömlu Puch mótorhjóli með hliðarvagni og kynnist á ferðum sínum ólíkum mönnum af ólík- um uppruna sem verða elskhugar henn- ar til skemmri tíma. Eins og bænabeið- an sem Magdalena fangar og geymir í glerkrukku, tegund sem étur maka sinn að pörun lokinni, drepur Magdalena elsk- huga sína. Eftir að hafa myrt sjö menn ákveður hún að ræna kaþólskum presti til að hlýða á játningar sínar. Þetta er neyðar- úrræði, því hún hafði áður reynt að skrifta á hefðbundinn hátt en presturinn sofnaði! Hún hefur fengið nóg af fólki sem ekki hlustar, þykist hlusta en sofnar í miðri frá- sögn. Hún er reið og ákveðin og staðráðin í að hætta ekki fyrr en þú og presturinn hafið heyrt allt sem hún hefur að segja. Frá- sögnin er afar kaldhæðin á köflum og húmorinn oft bleksvartur en um leið er allt hugsanaferli Magdalenu afar heimspeki- legt. Hún spyr t.a.m. prestinn hvort hann hafi velt því fyrir sér hvað tengi hann við ís- lenska sjómanninn sem situr hrakinn og kaldur í kofaskrifli eftir síðasta Heklugos? Jú, flíkin sem hann hafði gefið til bág- staddra í heiminum. Seinna, heldur hún svo áfram, er dóttur hans, sem fer á puttanum milli Borgarness og Stykkishólms í nýjum kjól saumuðum upp úr þeirri flík, nauðgað. Hvert er þá góðverkið? (bls. 37-38) Það er upplyfting í skammdeginu að lesa svona skemmtilega bók, og ekki spillir þegar höf- undurinn veit af íslandi á kortinu. Hugfanginn prestur Uppbyggingin er um margt sérkennileg. Til dæmis eru engin kaflaskipti, heldur er frá- sögn Magdalenu einungis rofin af hugsun- um prestsins sem situr keflaður og bundinn við tré. Þannig að hún minnir meira á smá- sögu en skáldsögu hvað það varðar. Öll frá- sögnin er í fyrstu persónu, Magdalena seg- ir prestinum frá en eyru hans verða augu lesandans ef svo má segja. Hann opnar aldrei munninn, enda keflaður, en við fáum að fylgjast með því sem hann hugsar, sér- staklega þegar eitthvað hefur náð að hneyksla hann, og það er oft. Þetta skapar ákveðna togstreitu eða spennu í textanum, sem er oft bráðfyndinn enda húmorinn áberandi góður. Höfundinum tekst alltaf að koma því þannig fyrir að samúð lesand- ans og prestsins er hjá Magdalenu. Prestur- inn er skiljanlega tregur í fyrstu en smám saman verður hann hugfanginn, ekki síður af persónunni en frásögninni. Magdalena hengir einu sinni kirsuber á eyrun á honum og nartar svo í þau (berin), en við þetta vakna með skírlífsmanninum kenndir sem eru í senn unaðslegar og verulega óþægileg- ar og truflandi. Hið sama má segja um upp- lifun þess að lesa þessa bók, hún er óþægi- leg og truflandi en líka hrein unun. Lesand- inn, eins og presturinn, dettur sífellt lengra og lengra ofan í frásögnina og að lokum vill hvorki hann né þú að hún taki enda. Það er þessi áhrifamáttur frásagnarinnar sem heillaði mig. Það er svo langt síðan maður hefur rekist á bók sem er jafn yfirlætislaus en fangar mann svona gjörsamlega. Frá- sögnin er eins og fínlega ofinn köngulóar- vefur. Þú ferð hring eftir hring nær miðj- unni og þegar þangað er komið... viltu ekki sleppa. Magdalena er svo mögnuð persóna, hún ætti að vera stórhættuleg, sjöfaldur morðingi, en hún er það ekki. Hún er ósköp venjuleg manneskja, hvað sem það nú annars þýðir. Jafn flókin, dul, margræð og óútreiknanleg en þó svo saklaus og ein- föld, rétt eins og við hin(ar). Hún verður morðingi frekar af tilviljun en ásetningi. Það eru aðstæðurnar sem hún lendir í sem leiða hana á ystu brún mannlegrar örvænt- ingar og sum morðin eru hrein og klár sjálfsvörn. Magdalena er allt í senn, morð- ingi, fórnarlamb og dýr, en umfram allt manneskja. Ótrúlegir elskhugar Aðstæður Magdalenu ákvarðast að mestu af því fólki sem hún kynnist og umgengst. Að því leyti er hún eins og kettlingur, þiggj- andi fremur en gerandi. Hún er hin undir- gefna kona, fram í rauðan dauðann. Elsk- hugar hennar eru kapítuli út af fyrir sig, þeir koma hver úr sinni áttinni, eins og áður sagði, frá öllum mögulegum þjóðar- brotum og þjóðfélagsstigum. Einn hefur þá ástríðu að ganga sífellt lengra í leit sinni að fullkominni skynjun og lokapunkturinn er að hans mati dauðinn. Annar reynist vera vampíra og er nærri búinn að draga sögu- hetjuna okkar til dauða þegar henni verður Ijóst í hverju hún er lent. Magdalena tekur aldrei af skarið fyrr en í óefni er komið, fram að því lætur hún allt yfir sig ganga og maður er farinn að hugsa „þennan verður þú að drepa,“ áður en maður veit af.. .uss, uss, ljótt er að heyra. En svona eru álög skáldsögunnar. Lesandi góður, þetta er bókin sem þú átt erfitt með að leggja frá þér á kvöldin, þetta er bókin sem gengur fram af þér, þetta er bókin sem þú mælir með við vini og vandamenn og gefur í af- mælisgjafir. Góða skemmtun! 46 via

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.