Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 27

Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 27
Á Hótel Vík við Vallarstræti, eða Ingólfstorg, voru Kvennaframboðið og Kvennalistinn til húsa, ásamt fleiri kvennasamtökum, á árunum 1982 til 1988. t.d. ekki að skipta um kerti og platínur! Kvennalista- konurnar höfnuðu hins vegar jafnréttishugtakinu og töluðu um kvenfrelsi. Konur máttu njóta sín eins og þær voru. Þetta varð mikil frelsun fyrir mig.“ Það kemur glampi í augu Guðrúnar þegar hún rifj- ar upp kynni sín af Kvennalistanum. Hún minnist helgar á Búðum sumarið eftir alþingiskosningarnar 1983. Þar blómstruðu hugmyndir sem heilluðu hana gjörsamlega. Henni fannst stórkostlegt að hitta konur sem skildu nákvæmlega hvað hún var að hugsa, hún þurfti ekki lengur að vera í vörn eða vera talin upp- reisnarseggur. „Þvílík uppgötvun að hitta allar þessar konur,“ segir hún og tekst á loft. „Við töluðum sam- an alla nóttina og sungum Dóma heimsins. Okkur fannst við geta allt, gætum boðið öllu byrginn. Við vissum að við vorum að feta ótroðnar slóðir sem væru ógnvekjandi en um leið mjög spennandi. Hug- myndafræðin byggðist á því að taka ekkert sem gefið, stefnuskráin var nákvæmlega eins og við vildurn hafa hana, óháð hefðum og reglum annarra stjórnmála- flokka.“ En það var ekki bara á vettvangi Kvennalistans sem Guðrún tók þátt í að breyta hugsununt í samfélaginu. Hún starfaði með Samtökum kvenna á vinnumarkaði og friðarhreyfingunni sem lét mjög til sín taka áður en kalda stríðinu lauk. „Samtök kvenna á vinnumarkaði var gífurlega spennandi tilraun,“ segir hún. „Við vild- um fara óhefðbundnar leiðir og áttum sterkan hljóni- grunn meðal kvenna. Eg tel samt að við höfum gert mistök, við hefðum átt að stíga skrefið til fulls og ganga úr verkalýðshreyfingunni. Samtökin höfðu ekkert vald, gátu aðeins gefið út ályktanir sem enginn þurfti að taka mark á.“ Þegar Guðrún tók sér fríið frá lífsstarfinu til að starfa við það sem henni þótti skemmtilegast, þ.e. kvennapólitík, ætlaði hún að leysa Inu Gissurardótt- ur starfskonu Kvennalistans af í nokkra mánuði. Hún hafði þá unnið í þrjú ár í grasafræði við Líffræðistofn- un Háskólans. En Ina kom aldrei aftur og Guðrún vann hjá Samtökum um Kvennalista frá árinu 1985 til 1988. Það voru skemmtilegir tímar og samtökin til húsa í Kvennahúsinu á Hótel Vík. Þar höfðu líka að- setur Kvennaframboðið, Vera, Samtök kvenna á vinnumarkaði, Kvennaráðgjöfin, Menningar- og frið- arsamtök íslenskra kvenna og íslensk lesbíska. „Hótel Vík var ævintýraheimur,“ segir hún og brosir. „Þar gat allt gerst og þar var oft mikið líf. Hugmyndir Kvennalistans og Kvennaframboðsins voru ferskar, við fundum að við vorunt á réttri leið og að þörf væri fyrir þá untræðu sem við komum af stað. Við vorum líka alltaf að gera eitthvað skemmtilegt. Eg hef svo gaman að aðgerðum og tók þátt í að skipu- leggja alls konar uppákomur en þótti verst að vera ekki með í uppákomunni í borgarstjórn þegar Kvennaframboðskonur mættu á fund klæddar eins og fegurðardrottningar. Á þessum tíma var glóð kvenna- samstöðunnar í augum kvenna. Við stóðum utan við valdakerfið, vorum allar jafnar og í sörnu baráttu. Það voru forréttindi að mega vera í kvennabaráttu alla daga og fá kaup fyrir það,“ segir hún og minnir á að ýmsar konur lögðu stundum nótt við dag í bar- áttunni. „Það má segja að hópur kvenna hafi nánast búið niðri á Hótel Vík þegar mest lá við. Þar ber fyrsta að telja Magdalenu Schram sem var burðarásinn í útgáfu Veru um árabil og tók aldrei krónu fyrir. Malla hafði „Hótel Vík var ævintýraheimur“, segir Guörún Jónsdóttir. „Þar gat allt gerst og þar var oft mikiö iíf." 4 m 'úM. rnikil áhrif á mig og sú staðreynd að hún skyldi deyja svona ung leggur mér þær skyldur á herðar að halda uppi rnerki hennar. Malla kunni að gera hversdagslíf- ið að samfelldri veislu, hún var svo skemmtileg og hugmyndarík. Kicki Borhamar, starfskona Veru, var líka góð vinkona mín og Ingibjörg Sólrún, borgarfull- trúi Kvennaframboðsins og gömul skólasystir mín, kom nánast daglega á Víkina. Kvennalistakonur utan af landi kornu líka í heimsókn þegar þær kontu í bæ- inn. Mitt starf var m.a. að vera tengiliður við lands- byggðina og ég fór oft á fundi og ráðstefnur út á land. Þegar ég hætti fannst mér að ég gæti gengið hringinn í kringum landið og gist hjá vinkonum mínum úr kvennahreyfingunni. Grasrótin var svo blómstrandi og virk út um allt land. Ef eitthvað kom upp á í þjóð- félaginu flykktust konur niður á Hótel Vík eftir vinnu.Við þurftum tæpast að boða fundi, konurnar bara mættu og eru „fimm-fundirnir“ í kringum stjórnarmyndunarviðræðurnar 1987 sérlega eftir- minnilegir. Alþingiskonurnar Sigríður Dúna, Guðrún Agnars- dóttir og Kristín Halldórsdóttir, höfðu skrifstofu á vegum þingsins. Þær máttu hafa sig allar við að setja sig inn í þingmálin og koma hugmyndafræði okkar til skila. Þær gerðu hvert kraftaverkið eftir annað og þeim tókst að tala þannig að fólk skildi, það kont í ljós í skoðanakönnunum,“ segir Guðrún stolt en þeg- ar best lét komst fylgi Kvennalistans upp í 30% í skoðanakönnunum. „Kosningarnar 1987 voru hápunkturinn," heldur Malla hafði mikil áhrif á mig og sú staðreynd að hún skyldi deyja svona ung leggur mér þær skyldur á herðar að halda uppi merki hennar. Malla kunni að gera hversdagslíf- ið að samfelldri veislu, hún var svo skemmtileg og hugmyndarík. vCra 27

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.