Vera - 01.10.1997, Page 43

Vera - 01.10.1997, Page 43
Kvikmyndarinnar Maríu hefur verið beðið með nokkurri eft- irvæntingu, en hún var frum- sýnd á íslandi þann 26. sept- ember síðastliðinn. Áður hafði myndin verið tekin til sýninga í Þýskalandi og fengið ágæta dóma. Hér á landi varð gerð myndarinnar til þess að augu fólks beindust að ungu þýsku stúlkunum sem komu hingað til lands til landbúnaðar- starfa fyrir hartnær fimmtíu árum, aðstæð- um þeirra og örlögum. Sú umfjöllun hefur verið mjög fróðleg. Því er eðlilegt að kvik- myndin María sé skoðuð með þetta í huga, hvort sem það er sanngjarnt eða ekki. I sög- unni um örlög þýsku kvennanna sem komu til Islands og fiuttu í sveitirnar er líka ýmis- legt sem hlýtur að vekja spurningar hjá feministum. Þessa gætir þegar í upphafsat- riði myndarinnar, þegar stúlkurnar eru að lesa auglýsingu um landbúnaðarstörf á Is- landi. Kröfurnar sem gerðar eru til stúlkn- anna virðast öðrum þræði miðast við að þær séu heppilegar mæður á mælikvarða þýsks nasisma, sem verið var að reyna að gleyma á þessum tíma. Ungar, heilsuhraust- ar, siðprúðar og arískar! Mættum við fá meira að heyra? En fyrst er rétt að skoða nokkur almenn at- riði um myndina. Leikstjórinn og handrits- höfundurinn, Einar Heimisson, hefur áður unnið að gerð heimildamynda og hefur því ágætan grunn til þess að takast á við þann efnivið sem hann hafði í höndum. í kvik- myndinni Maríu er hann vel meðvitaður um að hann er að gera kvikmynd, ekki heimildamynd, jafnvel um of að nu'nu mati. 1 lok myndarinnar var mörgum spurning- um um örlög þýsku kvennanna ósvarað í mínum huga, spurningum sem ég hefði gjarnan viljað fá svör við. Hefði nokkuð sakað myndina að fá í lokin texta yfir skjá- inn með upplýsingum um hve margar kvennanna urðu eftir á Islandi og hve margar sneru til baka - og jafnvel eitthvað meira? En það er val höfundar að ganga ekki svo frá hnútunum og það ber auðvitað að virða. Sterkur leikur í fáum orðum Heildarsvipur kvikmyndarinnar Maríu er býsna góður, leikararnir vel valdir og um- gjörðin falleg, litameðferð sérlega góð. Eins og í flestum öðrum íslenskum kvikmyndum er landið látið skarta sínu glæsilegasta, bæði til að kalla fram friðsæld og ógn og vel hefði verið hægt að ganga lengra í þeim efnum en gert er. Sagan sjálf flæðir áreynslulítið, en samtöl virkuðu á köflum óeðlileg í mín eyru, einkum í upphafi, þegar hávaxni, ljós- hærði, íslenski sjómaðurinn er að fræða þýsku blómarósina um Islendingasögurnar um leið og hann er að reyna við hana. Sterkasti hluti myndarinnar finnst mér raunar vera sá hluti þar sem fæst orð eru sögð, dvöl Maríu, sem leikin er af Barböru Auer, á afskekkta bænum við hafið. Aðal- persónurnar þrjár í þeim hluta myndarinn- ar, bóndinn á bænum, systirin og þýska stúlkan, eru frá upphafi vafðar óhugnan- legri þögn og samskiptaleysi sem felst ekki eingöngu í tungumálaerfiðleikunum heldur því að þær tengjast á engan hátt hver annarri. Systirin, sem Helga Jónsdóttir Ieik- ur mjög vel, er sú eina sem reynir að mynda einhver tengsl og vill vingast við erlendu stúlkuna, en tekst það illa í því umhverfi sem hún virðist dæmd til að lifa og deyja í. Algjört varnarleysi Maríu, að minnsta kosti á yfirborðinu, er dregið skörpum línum. Hún er bundin samningi en virðist ekki eiga nokkurn rétt sjálf þegar ekki er staðið við loforð um vinnuaðstæður og aðbúnað. Hún getur í raun ekkert leitað. I upphafskafla myndarinnar er það vin- kona Maríu sem býst við hinu versta og býr sig undir að berjast gegn því, en hún lendir hjá góðri fjölskyldu og giftist fljótlega ung- um Islendingi en Maríu bíður barátta við sífellt óásættanlegri dvöl á sínum bæ. Tvö eftirminnilegustu augnablikin í myndinni tengjast bóndanum sem leikinn er af Arnari Jónssyni. Það fyrra er stutt sena þegar nágranni kemur í heimsókn og hæðir hann fyrir að hafa ekki tekist að gera Maríu að ástkonu sinni. I þessu litla samtali er allt sagt sem segja þarf. Beinlínis er ætlast til að bænd- urnir nái ástum þýsku kvennanna og þeir sem ekki gera það mega sæta fyrirlitningu sveitunganna. Á þessu augnabliki breytist- það sem var löngun bóndans í ásetning. Hann ætlar ekki að láta hæða sig aftur og er staðráðinn í því í krafti „karlmennsku" að taka það sem hann álítur að sé sitt. Sag- an sem við tekur, fyrst vandræðaleg tilraun til nauðgunar, stöðugur ótti Maríu, sem ekki getur lagst til svefns nema að hlaða húsgögnum fyrir dyrnar því ekki á hún lyk- il að eigin herbergi, og loks lokaárásin. Þetta er gömul og ný saga urn yfirráð og of- beldi. Saga sem heldur áfram á meðan sam- skipti byggjast á ójafnri stöðu húsbænda og hjúa, karla og kvenna. Hin senan eru loka- orð bóndans er hann kveður Maríu. Þar bregður fyrir óvæntum húmor í handritinu, hárfínum og á nákvæmlega réttum stað. Tengslaleysi Fyrirferðarmesti hluti myndarinnar er ást- arþríhyrningurinn sem aftur er tekið til við að lýsa eftir dvöl Maríu á sveitabænum. Hann er á margan hátt sígildur, svolítið væminn, en hver segir að væmni þurfi að vera til baga? Það er fyrst og fremst fyrir- ferð þessa hluta sem ég er í vafa um. Mér finnst efniviður sögunnar of spennandi til þess að eyða þessum tíma í ástarþríhyrning sem gæti sómt sér vel í hvaða kvikmynd sem er og þurfti alls ekki á þessari umgjörð að halda. Undirtónninn í þessum kafla, tengslaleysi Maríu við nýja landið, jafnvel enn meira áberandi þegar aðstæður hennar batna, er hins vegar mjög vel unninn og skiptir þar mestu sterk persónusköpun Bar- böru Auer í hlutverki Maríu. Urn stund hafði hún tengst náttúrunni og krafti henn- ar, hestinum sem er táknmynd þessa frjálsa afls og leið hennar til frelsisins. En hún tengist ekki fólkinu, eins og margar stall- systur hennar gerðu. Þessu skilar Barbara sérlega trúverðuglega og þarna finnst mér líka að höfundi takist sérlega vel upp. Það gefur myndinni aukið gildi að fjallað er urn konuna sem ekki festi rætur frekar en hina sem varð kyrr. Ástarsagan bætir hvorki við þetta andrúmsloft né tekur frá. Vonbiðlar Maríu, berklaveiki gyðingurinn og íslenski aríinn eru helst til klisjukenndir, en leikarn- ir, Rudolf Kowalski og Hinrik Ólafsson, skila sínu þrátt fyrir það. Misjöfn upplifun Kvikmyndin María er augljóslega mynd sem upplifa má á marga vegu, það heyrðist glöggt á frumsýningargestum. I hópi þeirra fyrstu er sáu myndina hér á landi voru all- margar þeirra kvenna sem komu frá Þýska- landi eins og María í myndinni. Það er ekki hægt annað en velta því fyrir sér hvernig þeim var innanbrjósts við að sjá myndina um konuna sem ekki gerði ísland að heirn- kynnum sínum. Höfundi Maríu hefur tek- ist að skapa verk sem býður upp á margvís- lega túlkun og það er töluverður galdur.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.