Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 44

Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 44
i -í £ Flauelsmjúkar hendur pp Tk&kal Laugavegi • Suðurveri Við kölluðum okkur djassaða kammersveit og vorum svolítið í anda Spilverksins," segir Jó- hanna Þórhallsdóttir, en hún gefur út disk fyrir jólin, Flauelsmjúkar hendur sem er væntanlegur um miðjan nóvember. Hvað hefurðu verið að fást við frá Diabolus og þar til nú? „Ég byrjaði á því að útskrifast úr Hamra- hlíðinni og fór þá aðeins að fást við blaða- mennsku. Ég eignaðist barn og ákvað það, tuttugu og fimm ára gömul, að tími væri kominn til að gera eitthvað og lagði land undir fót. Leiðin lá til Englands í söngnám, nánar tiltekið í Royal Northern College of Music. Svo kom ég heim og hélt auðvitað áfram að syngja. Ég fór þessa klassísku Ieið, söng með Sinfóníuhljómsveitinni og Kammersveit Reykjavík- ur og sóló með píanistum. Það kom fyrir að ég söng við jarðarfarir og brúðkaup og svo kenndi ég tónmennt- ir og söng við Tónskóla Sig- ursveins. Ég stofnaði Óp- erusmiðjuna ásamt Mar- gréti Pálmadóttur og fleiru góðu fólki en sú viðleitni til að auðga menningarlífið í landinu mætti ekki miklum skilningi, hvorki frá yfir- völdum né Islensku óper- unni sem þó hefði notið góðs af. Ég fór til Ítalíu 1992 til að læra meira og syngja, þá til Vínarborgar í sömu erindagjörðum en síð- an er ég búin að vera heima. Ég eignaðist mitt annað barn og hellti mér út í kór- stjórn, var meðal annars ein af stofnendum Kvennakórs Reykjavíkur. Þá fór ég að vinna með Leikfélaginu en „Abugi minn á söng kviknaði fyrst fyrir alvöru þegar ég stofnaði hljómsveitina Di- abolus In Musica ásamt nokkrum krökkum. Við vor- um öll í Menntaskólanum við Hamrablíð fyrir utan þessa tvo stráka sem námu listir í Mynd- og bandíðinni. Við gáf- um út plötu fyrir tuttugu árum sem fékk fínar viðtökur. Hópurinn á bak viö Flauelsmjúkar hendur. F.v. Páll Torfi Önundarson, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Jóhanna, Tómas R. Einarsson og Sveinbjörn I. Baldvinsson. GREINILEGA DENBY það varð einmitt til að kveikja aftur í mér áhugann á tónlist eins og þeirri sem er á nýja disknum. Mér fannst ég orðið eiga það skilið að leika mér svolítið og fara yfir á annað svið. Ég bý auðvitað að klassísku menntuninni en skrúfa svolítið niður í mér, nota aðra tækni. Ég er farin að syngja með meiri sveiflu og djassinn læddist inn bak- dyramegin.“ Hvernig er nýja platan? „Hún er fyrst og fremst heit. Ég ætlaði að gera mjúka plötu og það gerði ég líka. Hún er mjúk, en það sem ég áttaði mig ekki á fyrr en seinna, var að persónuleiki minn býður ekki upp á annað en að dramatíkin fái að fylgja með. Hún er full af bossanova og tangóum, blönduð og létt stemnings- plata, en samt sem áður svolítið tregafull. Jú, það er hægt að dilla sér við hana. Hún er tilvalin til að hafa undir eldamennskunni þegar maður á von á elskuhuga sínum í mat. Ég gef hana út sjálf, þessi plata er af- mælisgjöf frá mér til mín. Ég leitaði í vina- hópinn eftir aðstoð og við tókum upp í ein- l um hvelli á þrem dögum. Það er góð grúppa sem stendur að verkinu með mér og góð sveifla í henni. Það eru atvinnutónlistar- frömuðir eins og Aðalheiður Þorsteinsdótt- ir píanisti, svo eru þeir sem eru tónlistar- frömiðir í hjáverkum eins og Páll Torfi Ön- undarson læknir, Tómas R. Einarsson, Sveinbjörn I. Baldvinsson skáld og Þorbjörn Magnússon víninnflytjandi. Við stóðum öll í að semja og útsetja lög og þýða texta.“ Allir textar á íslensku, auðvitað? „Já, allir textarnir eru á íslensku. Svo erum við með gamla heiðursgesti, Sigvaldi Kaldalóns og Árni Björnsson eiga lög á plötunni og Davíð Stefánsson á einn texta. Tíu af fjórtán lögum eru aukinheldur ís- lensk. Ætli niðurstaðan verði ekki einhvers konar þjóðlegt dillibossanóva.“ ! EM

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.