Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 13

Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 13
Vera rceddi við sex konur sem eiga sceti í bankaráð- um, eru framkvcemdastjórar verðbréfafyrirtcekja, að- stoðarsparisjóðsstjórar og bafa verið skipaðar í stjórnir áhcettusjóða og banka - til að leita svara við því hvort konur hafi aðrar áherslur í starfi sínu í þessum stofnunum, hvort þcer gceti hagsmuna kvenna, hvort kyn þeirra hafi haft eitthvað með skipun þeirra í embcetti að gera, hvaða möguleika konur eiga á þessum markaði o.s.frv. Vilborg Lofts, aöstoöarframkvæmdastjóri VIB Mikilvægt að hafa jafnvægi eftir Súsönnu Svavarsdóttur Vilborg Lofts er aðstoðarframkvæmda- stjóri VÍB, Verðbréfamarkaðs íslands- banka. Hún hefur starfað hjá bankanum og fyrirtækinu í tólf ár, eða frá því að það hóf göngu sína. Upphaflega voru þrír starfsmenn en eru núna þrjátíu og fimm. En hvenær var hún ráðin aðstoðarfram- kvæmdastjóri? Ætli þessi titill hafi ekki kom- ið fyrir tíu árum,” segir hún og þegar hún er spurð hvert sé meginverkefni VÍB, svarar hún: „Þetta er eignastýringafyrirtæki og þjónusta við ein- staklinga á verðbréfamarkaði. VIB er núna með um 37 milljarða til eignastýringar." Hvað er eignastýring? „Eignastýring er í stuttu máli ávöxtun fjár- muna. Við ávöxtum fjármuni fyrir sjóði, fyr- irtæki, stofnanir og einstaklinga. Við erum meðal annars með stærstu verðbréfasjóðina á markaðinum. Við erum líka með einn þriðja af hlutabréfasjóðamarkaðinum og eignir lífeyrissjóðsins ALVIB, sem við rekum, er um þriðjungur af eignum lífeyrissjóða sem verðbréfafyrirtækin hafa stonfað og reka.” Það er ekki laust við að ég kikni undan þessum Iöngu orðum sem hljóma í eyrum mér eins og tungubrjótar... „Já,” segir Vil- borg. „Eitt af því sem vantar í skólakerfið er kennsla í fjármálum. Það er tiltölulega einfalt að læra á þau en því miður svo auðvelt að misstíga sig í þessu ef ekki er kunnáttu til að dreifa.” Hjá VIB er framkvcemdastjórinn karl, að- stoðarframkvœmdastjórinn kona en hvernig dreifast aðrar stöður? „Á verðbréfamarkaðinum hefur verið dá- lítil kynjaskipting að því leyti að strákarnir hafa rneira verið í miðlun á verðbréfum en konur, en konurnar hafa síðan verið í meiri- hluta í öllum öðrum stöðum. Að vísu eru ekki margar konur í stöðu framkvæmda- stjóra hjá þessum fyrirtækjum, eða aðeins ein, Brynhildur Sverrisdóttir í Fjárvangi. En í næsta þrepi þar fyrir neðan er skiptingin nokkuð jöfn; konur jafnt sem karlar í stöð- um forstjóra eða í þeirri stöðu sem ég gegni.” Skiptir máli að konur séu í æðstu stjórnun- arstöðum í verðbréfafyrirtœkjum og banka- stofnunum? „Já, það skiptir mjög miklu máli. Þær hafa oft á tíðum aðrar áherslur. Það er mjög mik- ilvægt að hafa jafnvægi. Konur hafa oft mýkra viðhorf sem er gott að blanda saman, svo sem í starfsmannamálum, markaðsmál- um og nálgun við viðskiptavinina. Reyndar erum við mjög heppin hér. Það er svipað hlut- fall af konum og körlum í stjórnunarstöðum, eða fjórar konur af sjö. Þetta er mjög sam- stilltur hópur, enda erum við búin að vinna lengi saman. Það hefur að mestu leyti verið sama fólkið í þessum stöðum í sex til sjö ár. Þetta er mjög skemmtilegt starf og líflegt og við höfum farið í gegnum miklar breytingar. Eg hef aldrei upplifað persónulega togstreitu milli starfsmanna og finn ekki fyrir því að vera kona í þessu starfi, það er að segja í nei- kvæðri merkingu. Eg held reyndar að það sé að mestu undir manni sjálfum komið.” En sækjast konur eftir stöðum í fjármála- stofnunum? „Þegar stöður í þessum stofnunum eru auglýstar er reyndin sú að mjög fáar konur sækja um þær. Eg veit ekki hvort það er vegna þess að þær þori það ekki, eða vegna þess að þær vilji nota tímann í annað. En það er hægt að vera í krefjandi starfi og reka heimili. Auðvitað er togstreita hjá okkur sem vinnum við þetta eins og hjá öllum konum sem eru útivinnandi. Þetta er alltaf spurning um hvernig eigi að skipta tímanum milli vinnu, heimilis og eigin þarfa. Annars sér maður á því unga fólki sem starfar hér að strákarnir þurfa ekkert síður að bera ábyrgð á heimilum sínum en stelpurnar.” Er einhver ákveðin verkaskipting milli þín og framkvæmdastjórans? „Já, það er auðvitað alltaf viss verkaskipt- ing en við komum þó nokkuð inn á svið hvort annars. Hvað áherslur varðar, þá er starfsmannahald meira t' mínum höndum, einnig ýmislegt sem tengist daglegum rekstri fyrirtækisins, samskipti við stóra viðskipta- vini eru á minni könnu með öðrum og tengsl við erlenda viðskiptaaðila.” Leita konur frekar til kvetina þegar þœr vilja ávaxta í ykkar sjóðum? „Nei, ekkert frekar. En í gegnum tíðina hafa konur verið meira í framlínu í þessu fyr- irtæki, þannig að viðskiptavinurinn hefur ekki átt unt neitt að velja.” Eiga konur mikla möguleika í fjármála- heiminum? „Já, ef þær vilja það sjálfar. Svo er alltaf spurning um hvað er að „ná langt.” Það eru fáar efstu stöður í boði og erfitt að komast þangað, bæði fyrir konur og karla. En ég tel þær eiga góða möguleika.” Vilborg er viðskiptafræðingur að mennt og að námi loknu starfaði hún sem skrifstofu- stjóri hjá Stálvík í tvö ár, réðist síðan til Kaupþings þegar það var stofnað og var framkvæmdastjóri tvö fyrtu árin. Þá fór hún til London í framhaldsnám í eitt ár og lauk mastersgráðu. Að námi loknu réðist hún til VIB. Auk þess er hún í stjórn Verðbréfaþings Islands og þar eru tvær konur í sjö manna stjórn. Hún er einnig gjaldkeri stjórnar llauða krossins - og ég get ekki að því gert að mér finnst líf hennar snúast töluvert um tölu- stafi. „Nei,” segir Vilborg, „það er ekki rétt. Starfið snýst að verulegu leyti um mannleg samskipti. Viðskiptavinurinn er ekki bara tölustafir og mér finnst mjög gaman að vinna með Rauða krossinum vegna þess að þar eru önnur verkefni sent rnaður þarf að setja sig inn í, þótt þar reyni á sömu faglegu hæfileik- ana og hér.” Vilborg er í sambúð og á eina dóttur, tveggja ára, og þegar hún er spurð hvort hún hafi ekki haft áhrif á vinnuna hennar, svarar hún: „Þegar maður hefur unnið svona lengi verða töluverðar breytingar með tilkomu barns, vegna þess að rnaður vill ekkert vinna eins mikið og rnaður gerði - en vill gera allt vel, eins og allir þekkja.” Vtra 13

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.