Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 42

Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 42
Rosemary Whittaker skýrir hiö sálarlega umrót sem fylgir tíöahvörfunum út frá því hvernig kvenleikinn hefur verið skilgreindur út frá móöurhiutverkinu. Þann 12. ágúst síðastliðinn flutti ástralska fræðikonan Rosemary Whittaker fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvennafræð- um. Fyrirlesturinn byggði á dokt- orsverkefni Rosemary og fjallaði um tíða- hvörf og þau sálrænu tímamót sem þau marka í lífi kvenna. Hugmyndin að þessu viðfangsefni spratt upp þegar Rosemary gekk sjálf í gegnum tíðahvörf. Hún hafði unnið sem leirkerasmiður en í heilt ár fannst henni eins og settur hefði verið hem- ill á sköpunargleði hennar. Það stakk hana hversu litlar upplýsingar hún hafði um breytingaskeiðið. Enginn talaði um það og fræðsluefni var fátæklegt. Hennar eigin reynsla varð til þess að vekja athygli henn- ar á þeirri þögn sem ríkt hefur um breyt- ingaskeið kvenna. Eitt af markmiðunum með doktorsritgerðinni hennar er að rjúfa þessa þögn og skapa nýjar leiðir til að hugsa og tala um tíðahvörfin. Rannsókn Rosemary byggir á viðtölum sem hún hefur átt við fjórtán listakonur í Ástralíu þar sem þær lýsa reynslu sinni af breytingaskeiðinu. Jafnframt skoðar hún listaverk þessara kvenna en í þeim mátti greina miklar breytingar eftir tíðahvörfin. Oft gátu listakonurnar ekki skýrt þær myndir og þau tákn sem birtust í verkunum fyrr en löngu seinna. Tíðahvörfin virtust róta upp minningum sem lengi höfðu legið í dvala. Þessar minningar tengdust líköm- um þeirra og hvernig þær höfðu upplifað sig sem kynverur. Hið sálarlega umrót sem fylgir tíðahvörfum skýrir Rosemary út frá því hvernig kvenleikinn hefur verið skil- greindur út frá móðurhlutverkinu. Sam- kvæmt því Jungíska sjónarhorni sem Ros- emary greinir út frá hefur hver einstakling- ur í sér karlmannlega og kvenlega þætti. Þegar blæðingarnar hætta og móðurlífið er ekki lengur virkt er kvenleikanum ógnað. Konur finna fyrir missi, jafnvel sorg og þurfa að endurmeta eigið líf og hlutverk. Rosemary rakti þá vinnu sem þessar konur lögðu í að endurtúlka þá merkingu sem kvenleikinn hefur og hvernig þær fóru að sjá sjálfar sig og líkama sinn í öðru ljósi. Smám saman fundu þær nýtt jafnvægi milli hins karlmannlega og kvenlega og nýtt sjálf fæddist. Rosemary hreif salinn með sér og skyggn- urnar sem hún sýndi með fyrirlestrinum voru áhrifamiklar og gerðu umræðuefnið áþreifanlegt. Á íslandi, líkt og í Ástralíu, hafa litlar umræður átt sér stað um breyt- ingaskeiðið. Þær umræður sem átt hafa sér stað hafa verið á forsendum læknavísind- anna og eru vandfundnir meiri sérfræðing- ar um mismunandi tegundir hormónataflna en konur á breytingaskeiðinu. Það vantar þekkingarsjóð sem konur, sem eru að ganga í gegnum þessar breytingar, geta leitað í og jafnvel bætt við. Sá þekkingarsjóður verður hins vegar að vera margradda og endur- spegla marbreytileika kvenna. Afhverju eru sumar konur t.d. glaðar yfir því að vera „lausar við“ blæðinparnar á meðan aðrar syrgja móðurlífið? Eg nota hérmeð tæki- færið og lýsi eftir slíkum sögum. A.G.R. □LAFUR ÞORSTEINSSONehf Vatnagarðar 4 • Pósthólf 551 • 121 Reykjavík BRÉFSEFNI UMSLÖG PRENTPAPPÍR KARTON LJÓSRITUNARPAPPÍR 42

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.