Vera - 01.10.1997, Side 17

Vera - 01.10.1997, Side 17
/ Eg er eiginlega viss um að í dag væri ekki kona í bankaráði ef ég hefði ekki verið varamaður,“ segir Anna Margrét. „Þegar ég kom inn í ráðið var það í fyrsta sinn sem kona úr hinum svokölluðu fjórflokkum var kjörin þangað. Kjörtímabilið þar á undan hafði önnur kona setið í bankaráði og var fulltrúi Kvennalistans. Það var Kristín Sigurðardóttir og við störfuðum þétt saman í tvö ár. Ég kom inn ung og óreynd og mér fannst mikill stuðningur af henni.“ Þegar er búið að tilnefna fulltrúa í stjórn Landsbanka íslands hf. og á Anna Margrét sæti í þeirri stjórn, sem er tilnefnd af viðskiptaráðherra. Stjórnin er byrjuð að vinna samhliða bankaráði Landsbankans og vinnur að breytingum sem gerðar verða þegar bankinn breytist í hlutafélag um næstu áramót, en þangað til starfar bankaráð Landsbankans eins og áður. Anna Margrét verður eina konan í stjórn hins nýja hlutafélags. En skiptir máli að konur eigi fulltrúa þar? Ef það hefði ekki gerst má allt eins vera að Kristfn hefði verið eina konan í sögu bankans sem hefði setið þar sem aðalmaður. Reyndar átti sér stað mjög skemmtilegt atvik á meðan við Kristín vorum báðar í bankaráðinu. Það var 19. júní árið 1993. Þá sat kona, sem var varamaður Steingríms Hermannssonar, fund í bankaráði í hans stað. Á þessum fundi voru því þrjár konur. Það var í fyrsta sinn í sögu bankans sem konur voru í meirihlua á fundi bankaráðs. Það var tekin af okkur rnynd og við vorum komnar á spjöld sögunnar! Á þessum fundi vorum við að ráða útibússtjóra og við skipuðum tvær konur í stöðu útibússtjóra." Er þetta skemmtilegt starf'? „Mér hefur þótt þetta mjög lærdómsríkt, skemmtilegt og ögrandi verkefni. Mér finnst líka mjög spennandi að taka þátt í þeim breytingum sem framundan eru. Þetta er reynsla sem mér finnst mjög mikils virði að hafa fengið.“ Pú komst inn sem varamaður, en hefur á þessu kjörtímabili setið í bankaráði sem Anna Margrét Guðmundsdóttir, í bankaréði Landsbankans Getur reynst erfitt aö brjóta ísinn aðalmaður. Var það sjálfgefið vegna þess að þú hafðir þegar setið í ráðinu? „Nei, ég þurfti að berjast fyrir því. Ræða málið við fjölda manns, afla mér stuðnings og virkilega hafa fyrir því. En það hafðist. Ég held að allir möguleikar standi konum opnir en við erum kannski ekki alltaf nógu viljugar til þess að berjast fyrir þeim. I stjórnmálum og atvinnulífi kemur ekkert upp í hendurnar á okkur. En við erum ekkert einar um að þurfa að berjast, karlarnir þurfa þess líka. Þetta er bara staðreynd sem fólk, sem vill hasla sér völl í stjórnmálum, verður að gera sér grein fyrir.“ Heldurðu að það sé óttinn við baráttuna sem heldur aftur af konum við að leggja út á þessar brautirí’ „Ég veit það ekki. Það er svo margt hægt að gera í lífinu. En ef kona hefur virkilegan áhuga á þátttöku í stjórnmálum, þá finnur hún leið.“ Sérðu fyrir þér að kona setjist í bankastjórastólinn í Landsbankanum hf. ncestu árinf „Kannski ekki alveg næstu árin en ég vona að við eigum eftir að sjá það í framtíðinni." Nú ert þú einnig í bcejarstjórn í Keflavík. Hvernig eru valdahlutföllin þar? „Þar eru ellefu bæjarfulltrúar og þar af „Já, ég tel það skipta máli að konur eigi fulltrúa í bankaráði og í stjórnum fyrirtækja almennt. Einnig á Alþingi og í sveitastjórnum til að öll sjónarmið fái að njóta sín. Það skiptir auðvitað máli að konur taki þátt í störfum í þjóðfélaginu, hvort heldur er í stjórnun eða atvinnulífi.“ Finnst þér þú hafa einhver völd? „Ekki sem kona, en hver og einn bankaráðsmaður hefur viss völd og það er nauðsynlegt að þeir sem halda um völdin endurspegli þversummuna af þjóðfélaginu hverju sinni.“ Hafa konur í stjórnunar- og valdastöðum aðrar áherslur en karlar? „Það er erfitt að segja...Jú, ég held að það sé alveg óhætt að segja að við höfum annars konar nálgun oft á tíðum en svo verður hver og einn að vera meðvitaður um hlutverk sitt. Hvað Landsbankann hf. varðar, þá er stjórnin skipuð til þess að gæta hagsmuna þess fyrirtækis.“ Hvers vegna hafa svona fáar konur komist í valdastöður í Landsbankanum? „Landsbankinn er hundrað og ellefu ára gamalt fyrirtæki. Karlaveldið þar á sér svo langa sögu og þegar hefð er orðin gömul og gróin, getur reynst erfitt að brjóta ísinn. Ég kom inn vegna þess að aðalmaður veiktist. j C 0 0 0 1. o o e 'o e o.ojj '0?0-<]r/á • OOo'G&.^ájá| J-'-A' ; 1 Vo o o.oÆ Anna Margrét Guðmunds- dóttir, bæjarfulltrúi í Keflavík, hefur setið í bankaráði Landsbankans frá því um áramótin 1993- 94. Hún kom þá inn sem varamaður í stað Eyjólfs Kr. Sigurjónssonar, fulltrúa Alþýðuflokks sem hafði veikst alvarlega. Þá sat þar fyrir önnur kona, sú fyrsta í yfir aldarlangri sögu bankans, Kristín Sigurðardóttir. í dag er Anna eina konan sem á sæti í bankaráði Landsbankans. fimm konur; forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs eru konur og síðan erum við tvær sem leiðum okkar lista, þ.e.a.s. ég leiði Alþýðuflokkinn og Drífa Sigfúsdóttir leiðir Framsóknarflokkinn. Við komum báðar inn árið 1986 og vorum þá - í fjörutíu ára sögu bæjarfélagsins - konur númer þrjú og fjögur sem kornu inn í bæjarstjórn. Það má því segja að við höfurn séð miklar breytingar á stuttum tíma.“ vra 17

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.