Vera - 01.10.1997, Page 8

Vera - 01.10.1997, Page 8
ótrúlega góður tími, hálfgerð þerapía því að flest var þetta impróviserað á staðnum á svokölluðu da-da-máli“. Ragga og fjölskylda ætla sér að búa í Lundúnum um óákveðinn tíma, hafa nóg að gera í sinni sveit. Er ekki hljómsveitarlífið þyngra í vöfum á Bretlandseyjum en Islandi? „Jú, t.d. öll kynning við að koma sér á framfæri. Hér tekur allt miklu lengri tíma og meiri þolinmæði - eins gott að hafa góðan skammt af henni. Heima geta allir orðið frægir eins og skot - og þá af endemum ef allt annað bregst.“ HERDÍS Hallvarðsdóttir var með bassa í fóstri þegar hún sótti um sem bassaleikari í Grýlunum. Hún hafði áður verið í hálfgerðu kántríbandi í menntaskóla í Þrándheimi í Noregi, og lærði á óbó í tónlistarskóla. Hún segist ekki hafa verið beint á heimavelli í Grýlunum, en það hafi verið gaman að vera í hljómsveitinni og það sé viss eftirsjá að henni: „Við gerðum mikið á stuttum tíma, spiluðum víða, lentum í skrítnum aðstæðum. Þetta var lærdómsríkur tími - maður vandist t.d. drukknu fólki... En það var mikið bras í kringum þetta og því þreytandi. Þegar Grýlurnar hættu var ég komin með ofnæmi fyrir músikbransanum og seldi allt draslið honum viðkomandi, nema bassann, ætlaði að vinna fyrir mér með honum í gömludansahljómsveit eða einhverju þægi- legu bandi og endaði í Hálft í hvoru sem bassaleikari. Umhverfið sem sú sveit hrærðist í var auðveldara en það í kringum Grýlurnar - maður fékk t.d. laun, sem Grýlurnar gátu nú ekki alltaf gengið að sem vísu. Og þetta var líka breyting tónlistarlega - annar stíll, agaðri og hefðbundnari. Eftir tvö til þrjú ár í Hálft í hvoru tók ég mér hvíld þangað til ég fór í Islandicu - jú, ég var líka bassaleikari í Karma 1990.“ Herdís er gift Gísla Helgasyni, sem flestir vita að hefur líka spilað með Hálft í hvoru og Islandicu. Börnin eru tvö, 4 ára sonur og 17 ára dóttir í JVIH. Herdís vinnur nú fyrir útgáfu þeirra í Islandicu, sér t.d. um dreifingu diska í þær u.þ.b. 200 verslanir sem slíkt selja á fs- landi, ásamt Inga Gunnari, hljómsveit- arfélaga hennar og Gísla. Auk þess sér hún um lofgjörðina tvisvar í viku hjá Orði lífsins við Grensásveg. INGA RÚN Pálma- dóttir gítarleikari fór heim til Sauðárkróks eftir að Grýlurnar hættu og fór að kenna þar við tónlistar- skólann á gítar, bæði klassískan og raf- magnaðan. Hún rak þar einnig heilsuvöru- verslun og eignaðist börn - hefur eignast einu Grýlubarni fleira en hinar og tóma stráka, 12, 9 og 6 ára. Þeir eru allir að læra á hljóðfæri: gítar, orgel og píanó. En Inga Rún er ekki búin að takmarka sig við Sauðárkrók A Túr. Fríöa Rós, Elísabet og Kristbjörg. Ljósm: Bára. síðan Grýlurnar gáfust upp á rólunum - hún flutti aftur til Reykjavíkur með heilsubúðina um tíma og í tvö ár var hún í Kanada, rétt hjá Toronto. Þaðan kom hún til Sauðárkróks í apríl á þessu ári. Þar leikur hún og syngur í uppsetningu leikfélagsins á söngleiknum Trítli, sem tveir heimamenn unnu upp úr Alfinni álfakóngi. Inga Rún hefur svo sem áður verið á sviði sem söngkona því að þegar hún var 14 ára var hún söngkona með hljómsveitinni Upplyftingu í nágranna- bænum Hofsósi. „Eg sá eftir Grýlunum, en þær eru ennþá lifandi í loftinu - á öldum Ijósvakans. Ég held meira að segja að ég væri til í að fara í hljómsveit núna ef mér byðist það. Annars er ég að reyna að vekja athygli sem húðflúrari, ég lærði nefnilega „tattú“ í Kanada. Ég fór á stofu og fékk mér tvö tattú og kynntist kon- unni sem rekur stofuna. Hún leyfði mér að fylgjast með störfum sínum þangað til ég kunni til verka og hingað er ég komin með allt sem til þarf.” Sem sagt, húðflúr á boðstólum á Sauðárkróki hjá Ingu Rún: sími 453 5078. A hún ennþá Grýlu-gítarinn? „Ég stóð nú í þeirri meiningu að hann væri í geymslu í Reykjavík, en svo virðist sem hann hafi gufað upp. Þetta er, eða var, merki- legur gítar - Fender Stratocaster sem ég keypti notaðan en bætti á hann tvöföldu DiMarcio rokk-pikkuppi. Hann er hvítur og brúnn - ég mundi þekkja hann hvar sem er...bæði útlitið og sándið. En kassagítarinn er alltaf innan seil- ingar og ég spila á hann fyrir sjálfa mig. “ LINDA Hreiðars- dóttir, trommari Grýlanna, vinnur í Sparisjóðnum á Húsavík þar sem hún býr með tveim börnum sínum, strák og stelpu, 12 og 4 ára. Þar að auki er hún í tón- listarskólanum og leggur þar stund á klassískt söng- og píanónám. Aðspurð um hnéð segir hún að það hafi háð sér mjög við bassa- trommusláttinn í Grýlunum, en hún hafi farið í aðgerð á Akranesi sem hafi tekist fullkomlega og hún sé nú með fínt hné. Linda segist alls ekki hafa verið tilbúin til að hætta í Grýlunum á sínum tíma, en aðstæður hafi bara verið þannig að ekki varð áfram haldið. Hún fór að vinna á röntgendeildinni á Landakoti, flutti til Svíþjóðar 1990 þar sem hún lærði djasssöng, \ 8 vða

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.