Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 10
K V
NETIÐ - frh. frá bls. 8
en þú gefur í það. Þetta er kannski helsti munur-
inn á félagsstarfi og neti, því í félagsstarfi kemst
maður upp með að vera bara áhangandi sem er
ekki hægt í neti."
Hulda hefur reyndar víðtæka reynslu af félags-
starfi kvenna því hún er upplýsingafulltrúi Impru,
þjónustumiðstöðvar frumkvöðla og fyrirtækja
sem leggur sérstaka áherslu á að þjónusta at-
hafnakonur. Þar er hún einnig tengiliður við Félag
kvenna í atvinnurekstri, sem hefur aðsetur á
Impru í upphafi starfsemi sinnar. „Helsti munur-
inn á Netinu og FKA er að félagar í FKA verða að
eiga og reka fyrirtæki en það á ekki við um Netið.
FKA einbeitir sér að markaðsmálum, er þrýstihóp-
ur m.a. gagnvart bankakerfinu og til að sýna fram
á að konur vega þungt í viðskiptalífinu. Mér finnst
það reyndar nokkuð lýsandi fyrir það hvað Net-
konur eru opnar fyrir nýjungum að Netið leit fyrst
á FKA sem samkeppnisaðila en þegar félagið var
kynnt nánar fyrir þeim drifu margar Netkonur sig
í FKA," segir Hulda. „Það er mikilvægt að fara
ekki aftur á núllpunkt og að FKA byggi ofan á það
sem þegar hefur náðst í gegnum önnur kvenna-
samtök. Konur eru komnar vel af stað og þurfa
ekki að byrja fré grunni."
Aðalheiður Héðinsdóttir hefur verið í
Netinu frá því árið 1991, en árið áður
stofnaði hún formlega fyrirtæki sitt Kaffi-
tár. Hún er einnig í stjórn Félags kvenna í
atvinnurekstri. „Ég bjó í Ameríku í fimm
ár og þegar ég flutti heim var ég búin að
ákveða að stofna fyrirtæki. Ég kem úr
uppeldisgeiranum og þekkti bara kenn-
ara og fóstrur en fáa atvinnurekendur.
Þegar ég kom
heim rakst ég á
grein um Netið
í Morgunblað-
inu."
Athafnakonur
framkvæma hlutina
<
z
z
y
0
:0
j
'U
u.
Ég geymdi greinina í heilt ár en það var ekki fyrr
en ég hafði undirbúið stofnun fyrirtækisins og var
tilbúin að hefja rekstursem ég hringdi í Ingibjörgu
Bjarnardóttur sem talað var við í viðtalinu. Ingi-
björg sagði mér að mæta á fundi og ég gerði það.
Fyrst þekkti ég ekki hræðu en það breyttist fljótt;
þetta eru hressar og skemmtilegar konur. Ég var
langyngst þá og leit upp til þeirra, svona vildi ég
vera. Þær eru góðar fyrirmyndir, klárar, vel máli
farnar athafnakonur sem framkvæma hlutina."
Tengslanet fyrir konur í viðskiptum
og stjórnunarstörfum
„Ég byrjaði með fyrirtækið um leið og ég hóf að
sækja fundi þannig að þátttaka mín í Netinu helst
í hendur við að fyrirtækið mitt vex og dafnar. Þær
í Netinu telja sig eiga þátt í velgengni fyrirtækisins
og það er nokkuð til í því. Þeim fannst ég að
mörgu leyti litla stelpan sem þyrfti að hjálpa og
þær gerðu það. Mér finnst konur vera duglegar
að hjálpa hver annarri og styðja, t.d. með því að
hrósa hver annarri. Allavega Netkonur, þær eru
frábærar.
En fyrst og fremst þarf maður sjálfur að leggja
hart að sér við rekstur fyrirtækis og ég hef lagt
áherslu á að fyrirtækið mitt sé vel rekið. Það hef-
ur dafnað vegna þess að ég hef unnið mikið og er
með frábært starfsfólk. Fyrst vorum við bara með kaffibrennslu og aðrir seldu fyrir okkur.
Fyrir fimm árum settum við svo upp tvær verslanir, í Kringlunni og í Bankastræti. I dag
vinna 32 starfsmenn hjá fyrirtækinu."
Aðalheiður segir að Netið hafi tvímælalaust hjálpað henni við reksturinn. „Þátttaka í
Netinu kemur manni inn í þann þankagang að reka fyrirtæki og margir viðskiptasamning-
ar verða til fyrir kunningsskap. Tengsl sem myndast í gegnum félagsstarf gerir karla oft
sterkari, þeir fara t.d. á Lionsfundi og þar eru góðar líkur á því að þeir hitti aðra karla sem
þeir eiga viðskipti við vegna þessara tengsla. Það er því mikilvægt að hafa tengslanet fyrir
konur í viðskiptum og stjórnunarstörfum, ekki síður en á öðrum sviðum. Auk þess er auð-
veldara að tala um viðskipti við þá sem stunda viðskipti," segir Aðalheiður um starfsemi
viðskiptahópsins.
„I viðskiptahópnum eru fundirnir tiltölulega fámennir og allir byrja á því að tjá sig um
það sem þeim liggur helst á hjarta þá stundina. Það sem stendur konum helst fyrir þrif-
um í rekstri eða stjórnunarstöðum er oft skortur á sjálfstrausti. Þær treysta sér ekki (verk-
Netiö er fyrir konur sem vilja stuðla aö áhrifum
kvenna í atvinnulífinu og fyrir konur I rekstri og
við stjórnunarstörf. Frá stórfundi i Netinu en
slíkir fundir eru haldnir einu sinni i mánuði.
efni og láta það eftir sér að taka ekki éskorun-
inni." Aðalheiður tekur sem dæmi þegar hún réði
fyrsta starfsmanninn. „Öll skriffinnskan í kringum
það virtist óyfirstíganleg. En svo fór ég að hugsa
um það að ef ungi maðurinn á vídeóleigunni sem
ég versla við getur haft marga í vinnu get ég það
líka. Svona fyrirstöður eru fyrst og fremst f hugan-
um og Netið hjálpar konum að komast yfir slíkt.
Maður fær nýjar hugmyndir og aðstoð við að
leysa vandamál á fundum."
Fyrirmyndirnar skipta miklu máli
„Ég held að Netið hafi mikla þýðingu fyrir konur
sem eru í því. Konur hafa áhuga á að reka fyrir-
tæki sín vel, betur en samkeppnisaðilar, og um
leið vilja þær láta gott af sér leiða. Það er mark-
miðið. Það virkar hvetjandi að vera í félagsskap
með konum sem standa sig vel og eru að gera
góða hluti; fyrirmyndirnar skipta miklu máli. Þá er
þetta mikilvægt út á við, að konur í rekstri og
stjórnunarstöðum viti að til er félagsskapur þar
sem konur aðstoða hver aðra við að verða betri
stjórnendur."
Aðalheiður gegnir nú starfi tengils, en konurn-
ar í Netinu skiptast á að gegna starfi tengils í eitt
ár. „Tenglar eru nokkurskonar formenn eða stjórn
en Netið hefur þó enga formlega stjórn, aðeins
tvo tengla sem sjá um fundi, útvega fyrirlesara og
sjá um að halda utan um starfsermina" segir Aðal-
heiður. „Það er lítil umsýsla í Netinu, til dæmis er
engin útgáfustarfsemi eða fjáröflun í gangi. Því er
lítið mál að skipuleggja fundi og við reynum að
hafa umfangið í lágmarki. Það líkar mér mjög vel
enda erum við allar konur sem höfum mikið að
gera."
10 • VERA