Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 18
i M
I *" 1
til ríkisstjórnar íslands
í síðustu VERU var sagt frá ferð hóps kvenna á nektardansstaði í Reykjavík 8. október sl. Hluti hópsins hélt
rannsókninni áfram og komst að lokum inn á alla staðina sjö. í framhaldi af því var ákveðið að skrifa ríkis-
stjórn (slands opið bréf og spyrja hvort stjórnvöld hyggist ekki gera eitthvað til að setja lög og reglur um
rekstur klámstaðanna en almenn lög, t.d. um atvinnu- og dvalarleyfi útlendinga, virðast ekki gilda um þær
1000 erlendu stúlkur sem koma til landsins árlega til að „dansa" naktar og fara með viðskiptavinum inn í búr.
Þær Rannveig Jónsdóttir framhaldsskólakennari og Ingibjörg S. Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur fóru
í Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu og afhentu Davíð Oddssyni forsætisráðherra bréfið fyrir hönd hópsins.
Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um starfsemi nektardansstaða. í skoðanakönnun sem DV gerði í
október kom fram að meirihluti þjóðarinnar, eða 75% aðspurðra, er á móti rekstri þessara staða. 87% kvenna
og 60% karla voru á þeirri skoðun.
Reykjavík, 10. nóvember 1999
Davíð Oddsson
Stjórnarráðshúsinu
við Lækjartorg
Hæstvirtur forsætisráðherra.
Við, undirritaðar, erum konur sem fórum í vettvangskönnun á nekt-
ardansstaðina í Reykjavík og hófst hún í öndverðum októbermánuði
er ráðstefnan Konur og lýðræði var haldin að tilstuðlan ríkisstjórnar
íslands. Ástæða könnunarinnar er klémbylgjan sem nú dynur yfir ís-
lenska þjóð í mörgum myndum af miklum þunga og eirir engu. Börn
og ungmenni eru þar síst undanskilin.
Fyrsti nektardansstaðurinn í Reykjavík var opnaður í ársbyrjun
1995, síðan hafa bæst við sex, þar af þrír á þessu ári. Enginn veit
hversu margir þessir staðir verða áður en yfir lýkur. Við fórum á nekt-
ardansstaðina til þess að sjá með eigin augum hvað þar fer fram.Víð
vildum kanna, að því marki sem unnt væri, þann kima klámiðnaðar-
ins sem þessir staðir eru og oftar en ekki tengjast vændi, eiturlyfja-
sölu og neyslu. Nokkrar okkar heimsóttu alla sjö nektardansstaðina
í Reykjavík og eftir þá reynslu teljum við rétt að segja tíðindin þeim
sem völdin hafa, handhöfum framkvæmdavalds og löggjafarvalds.
Við sáum engan eðlismun á nektardansstöðunum sjö, þótt sýni-
legur munur sé á ytri búnaði þeirra. Hvergi sáum við dansgólf fyrir
gestina en hinar svokölluðu listdansmeyjar stigu é pall hver af
annarri, fettu sig og brettu við súlurnar um leið og þær tíndu af sér
hverja spjör og að lokum sáum við margar þeirra glenna sig með klúr-
um tilburðum framan í kúnnana sem sátu næst pallinum. Framganga
stúlknanna kom okkur nokkuð á óvart, því satt að segja vissum við
ekki fyrirfram að nektardansstaðirnir væru svo grímulausir kjötmark-
aðir, þar sem söluvaran er sýnd á palli með súlu sem hjálpartæki, og
hver krókur og kimi mannslíkamans er sýndur umbúðalaus.
Athæfi stúlknanna virtist okkur niðurlægjandi fyrir þær sem og
þá sem á horfðu. Gestir stinga seðlum í skorur nektardansmeyjanna
eða undir tiltækar teygjur. Einnig sáum við fáklæddar dansmeyjar
hverfa með kúnnum inn í svokallaða einkadansklefa. Hvað þar fór
fram var hulið augum okkar, en samkvæmt verðlista á einum staðn-
um kostar einn dans kr. 3.000, 20 mínútur kr. 15.000, og 30 mínút-
ur kr. 25.000. Á sama stað kostar dýrasta kampavínið kr. 50.000 á
meðan sams konar flaska kostar kr. 14.800 hjá umboðinu, en til að
dansmeyjar setjist við borð gesta þarf að veita þeim kampavín.
Á öðrum nektardansstað urðum við vitni að svokölluðum sófa-
dansi sem samkvæmt verðlista staðarins kostar kr. I.000, en þá sat
„listakonan" í sófa I kjöltu viðskiptavinarins og ók sér. Þetta gerðist
í salnum fyrir allra augum.
Á þriðja staðnum sáum við tvær hálfnaktar stúlkur í lostafullum
1
1
18 • VERA