Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 60
jólabœkurnar B ó K a d
Einlæg
og meitlnð
ljóð
Hugástir
Ijóð eftir Steinunni
Sigurðardóttur
Mál og menning
1999
Þegar fólk deyr þá deyr ekki bara fólk
með því deyr alheimur
af háttalagi, vinnulagi, raddblæ, visku,
fávisku.
Sérstakur hlátur deyr og bros á sérstökum
hraða.
Hugástir, nýja Ijóðabókin hennar Steinunnar Sig-
urðardóttur, er uppfull af söknuði, trega og hug-
leiðingum um hverfulleika lífsins, einsog Ijóðbrot-
ið hér að ofan vitnar um. Fólk deyr, ástin hverfur,
borgírnar brotna og „þegar komið er í eyðidal er
ekkert". Ljóðin eru einlæg og meitluð, hvert orð
vandlega valið, hugsunin beinskeytt og myndmál-
ið sterkt einsog í Ijóði númer eitt í Brotnum borg-
um:
/ borg númer fjögur er ókleift virki.
Fullt af glærum vofum sem búa við
ofboðsleg þrengsli.
Þangað hefur þú ekkert að gera, ekki aftur.
Lítið ber á kaldhæðninni sem oft hefur einkennt
Ijóð Steinunnar, en' þó þregður henni fyrir stöku
sinnum, næstum einsog óvart:
í höfuðborg kaldra sólbaða
þar sem konur á nærbuxum leggjast undir
hvaða glætu sem er.
Borg fyrirferðar:
fjallajeppa, árekstra, loftpressuborg.
Borg kirkjugarða þar sem hinn látni er SKÁLD
og enginn hefur heyrt hans getið.
Bókin skiptist í fimm hluta: Nokkrar gusur um
dauðann og fleira, Hugástir, Ljóð utan af landi,
Tvennur og Brotnar borgir. I fyrsta, öðrum og
fimmta hlutanum eru Ijóðin nafnlaus og núm-
eruð, I Tvennum eru, einsog nafnið bendir til,
tvennur Ijóða með sömu heiti, t.d. Gamlar konur
I og Gamlar konur II og I Ljóðum utan af landi ber
hvert Ijóð sitt heiti. Hver hluti ber sín sérkenni,
bæði í efni og framsetningu, en þrátt fyrir ólík
yrkisefni (horfnar ástir, dauðann, frægar borgir,
hrútagirðingu, Heklu, o.s.frv.) hafa öll Ijóðin sam-
eiginlegan grunntón og mynda sterka heild sem
sækir á huga lesandans löngu eftir að lestri lýkur
og ekki vafi á því að þessi bók verður dregin úr
hillunni aftur og aftur og lesin upp til agna. Best-
ir þykja mér fyrsti og síðasti hlutinn, þ.e. gusurn-
ar um dauðann og brotnu borgirnar. ( þeim hlut-
um er treginn tærastur og myndmálið meitlaðast.
Og að mínu mati er þar að finna bestu Ijóð sem
Steinunn hefur sent frá sér til þessa. Hinir hlutarn-
ir eru síðri, en góðir samt og bókin er heildstæð
og vel upp byggð, með ákveðinni stígandi sem
magnast hægt og hægt og nær hámarki í loka-
Ijóði bókarinnar sem endar á þennan hátt:
Ég ber höfuðið hátt, held I einskismanns
hönd.
Á langri göngu verður fyrir mér garður
með hlykkjóttum brjóstsykurbekkjum,
sætabrauðshúsi
tólfturnakirkjusmiðsins góða
og golan í garðinum ber mér að lokum
ilminn af elskaðri sál,
hún ber mér þytinn af mörgþúsund kossum
úr annarri borg, frá árinu fyrir draum.
Friðrika Benónýsdóttir, bókmenntafræðingur
Saga af
illum linga
Myrkravél
eftir Stefán Mána
Mál og menning
1999
Það sem var efst í huga
mér eftir lestur á bók
Stefáns Mána, Myrkra-
n M A B
vél, var spurningin hvað er mennska? Ég held að
samviskan okkar sé að stórum hluta það sem ger-
ir okkur að manneskjum. Kannski dettur mér það
helst í hug vegna þess að ofbeldismenn eru yfir-
leitt samviskulausir.
Hvað það er sem gerir manneskju að ofbeldis-
manni veit ég ekki, en við lifum á upplýsingaöld
og teljum okkur vita heilmargt t.d. um uppeldis-
og siðferðismál. Það er því engin afsökun að fela
sig á bak við fáfræðina, það eru bókasöfn á
hverju horni ef við höfum viljann til að fræðast.
Það eitt að vera einstaklingur krefst þess að taka
ábyrgð á eigin lífi og ekki síst á lífi barnanna okk-
ar því að þau eru framtíð samfélagsins.
Heilþrigt þarn fæðist með hreina vitund og
þroskast í gegnum örvun, ást og umhyggju frá
umhverfinu, það hefur mikla sköpunarhæfileika
og hreina tjáningu. Það hvílir mikil ábyrgð á for-
eldrum að koma barni áfallalaust til manns, sér-
staklega á þessum tímum sem við lifum á i dag. Ef
við stöndum ekki vörð um börnin okkar hver á þá
að gera það? Fóstrur leikskólans eða kennarar
grunnskólans? ( samfélaginu okkar koma margir
að uppeldi barnanna okkar og við sem ábyrgir
samfélagsþegnar verðum að höndla þá ábyrgð
hvert og eitt með vakandí augum.
Stefán Máni segir okkur sögu af dreng sem
elst upp við að enginn fullorðinn tekur ábyrgð á
eða bregst við tilfinningalegri vanlíðan hans, sem
hann sýnir þó á marga vegu. Sagan segir okkur
frá því hvernig samfélagið og umhverfið, eins og
t.d. leikskólinn og grunnskólinn, tekur þátt í að
ala af sér ofbeldismann með þvf að sofa á verðin-
um og taka enga ábyrgð. Er athyglisverð lýsingin
á því þegar drengurinn kveikir í og fær í fyrsta
skipti kynferðislega fullnægingu við að upplifa
valdið sem felst í að sjá fólk skelfingu lostið yfir
þrunanum. Það sama gerist þegar hann sem full-
orðinn maður fer að misnota litlar telpur.
Sögupersónan getur á engan hátt tengst öðru
fólki tilfinningalega, hann nær í tilfinningar í
gegnum valdníðslu og þá helst reiðitilfinningar.
Þetta er saga af illum huga, kynferðisofbeldis-
manni sem á engan hátt gerir sér grein fyrir því að
hann hafi val sem fullorðinn einstaklingur og eru
lýsingar trúverðugar. Það hríslaðist um mann
hrollur öðru hverju við lesturinn.
Sögupersónan er „týpískur" kynferðisofbeld-
ismaður, hann fær kynferðislega fullnægingu útúr
valdinu sem hann hefur yfir aðstæðum og það
hefur ekkert með kynlíf að gera, hann er getulaus
kynllfsvera, bæði andlega og Ifkamlega.
Skáldsagan Myrkravél er tímabær aðvörun til
okkar um að við verðum að vakna sem samfélags-
þegnar, standa saman og taka ábyrgð á börnum
samfélagsins því svona menn ganga lausir á göt-
unum í okkar samfélagi og eru að fremja sálar-
morð á börnum.
Björg Gísladóttir, starfskona Stigamóta
60 • VERA