Vera


Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 50

Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 50
Hugleiðingar um bókina The Social AAeaning of AAidwifery eftir Sheilu Hunt og Antheu Symonds Við vitum ekki hvenær fyrsta barn þessa heims fæddist. Við vitum heldur ekki með vissu hvort að fyrsta barnið hafi yfirleitt nokkurn tíma fæðst. Kannski hafa börn alltaf fæðst. En eitt vitum við með nokkurri vissu, nefnilega að það hafa alltaf verið konur sem ólu börnin. Ef karlmenn hafa einhvern tíma átt börn er það örugglega af því að þeir hafa þá verið konur. Og við vitum líka að í þau nokkur þúsund ár sem við höfum skráð sögu okkar hafa konur hjálpað konum við að eignast börn. I bókinni The Social Meaning of Midwifery, sem út kom í Skotlandi árið 1995, fjalla Ijósmóðirin Sheila Hunt og félagsfræðingurinn Anthea Symonds um starf Ijósmóðurinnar frá ólíkum sjónarhornum. Að þeirra mati verður félagsleg merking Ijósmóðurstarfsins ekki slitin frá þeirri menningu sem fæðing á sér stað í. Þannig hefur orðið mikil breyting á starfi og stöðu Ijósmæðra samhliða því að fæðingarferlið var fjarlægt úr einkaheimi fólks og flutt inn á opinberan vett- vang, þ.e. sjúkrahúsið. (fyrstu tveimur köflunum leitast Anthea við að útskýra hvernig og hvers vegna við erum stödd þar sem við erum I dag. Hvers vegna telja flestar konur að rétti staðurinn til að fæða barnið sitt sé á spítala? Anthea leiðir að því rök að fyrir því séu einkum fjórar ástæður: a) að fólki hafi verið talin trú um að sjúkra- húsið sé „öruggara", b) að sjúkrahúsió geti veitt konum svo til sársaukalausa fæðingu, c) að læknisfræðileg kunnátta sé óhjá- kvæmilega til staðar á sjúkrahúsinu d) að konum af öllum stéttum sé tryggt eftir- lit Ijósmóður i fæðingu. Anthea bendir á að æ oftar heyrist raddir sem andæfi þessari þróun og telji að hún sé röng. Sjúkrahúsið veiti falskt öryggi og að „náttúruleg" fæðing þarfnist alls ekki þess sem sjúkrahúsið veitir. Má geta þess að nýverið var stofnað hér á landi félag áhugafólks um heimafæðingar og meðal þeirra sem fögnuðu því voru margar Ijós- mæður. En það breytir ekki þeirri staðreynd að flestir telja sjúkrahús vera eðlilegasta umhverfið fyrir komu barns í heiminn. I öðrum kafla fjallar Anthea um stöðu Ijós- mæðra sem kvennastéttar í karlaheimi. Þrátt fyrir að hugmyndin um eðli Ijósmóður sé af sterkri og sjálfstæðri konu þá sé veruleikinn sá að innan kerfisins starfi Ijósmæður sem undirmenn lækn- anna. Þær eiga að sjá til þess að starfið á deildinni gangi snurðulaust fyrir sig, að rúm séu laus handa konum I fæðingu en þegar eitthvað komi upp á sé haft samband við yfirmann, lækni. Ljósmæðurnar ekki ánægðar með starf sitt Síðari hluti bókarinnar er skrifaður af Sheilu Hunt og byggir á eigindlegri rannsókn sem hún fram- kvæmdi á tveimur fæðingardeildum í Skotlandi árið 1989. Hún fylgdist með starfinu um nokkurra mánaða skeið á hvorum stað og greinir frá helstu niðurstöðum sínum í bókinni. Sheila er sjálf Ijósmóðir og lagði stund á fram- haldsnám I Ijósmóðurfræðum. Hana langaði til að skoða hvernig hægt væri að bæta þjónustu við mæður og koma til móts við aukna kröfu þeirra um heildræna þjónustu sem felst í því að hver kona njóti þjónustu sömu Ijósmóður í meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Hún vildi skoða lífið á hefðbundinni fæðingardeild og þá sérstaklega hvernig vaktaskiptin fóru fram, hvernig ein Ijós- móðir tæki við af annarri í að sinna móður. Hún lagði því upp með tóma stílabók og óljósa hug- mynd um að vilja sjá hvernig heildrænni þjónustu gæti verið viðkomið inn á fæðingardeíld spítal- anna. Sheila nam eigindlega rannsóknaraðferð, öðr- um orðum etnógrafíu, við háskólann og ákvað að beita þeirri aðferð við rannsóknina. Hún dvaldi nokkra tíma á fæðingardeildinni í hvert sinn og fylgdist með starfi Ijósmæðra. Hún tók nótur í lítíð hefti og talaði inn á diktafón þegar færi gafst til að muna atvik og orð, en skrifaði mjög ítarlegar nótur þegar heim kom. Einnig studdist hún við ýmis gögn sem hún fékk aðgang að á fæðingar- deildinni, s.s. fæðingarskrá barna, auglýsingatöfl- una í vaktherberginu og skilaboðabók deildarinn- ar. Þegar þátttökuathugun lauk varði hún löngum tíma í að fara yfir nótur sínar og vann upp úr þeim 43 efnisatriði sem hún taldi sýna þá merkingu sem Ijósmæður á þessum fæðingardeildum lögðu í starf sitt og líf. Niðurstöður Sheilu eru athyglisverðar. Hún komst m.a. að raun um að Ijósmæðurnar voru ekki ánægðar með það umhverfi sem þær unnu í. Þeim var gert að taka á móti öllum konum sem til þeirra leituðu og höfðu ekki tíma til að beina athygli sinni að einni konu í senn. Þær upplifðu starf sitt á þá leið að markmið þeirra væri að koma barninu á sem skjótastan hátt I heiminn og flytja síðan móður og barn á sængurkvennagang- inn. Ein Ijósmóðir lýsti starfi sínu þannig að hún hlypi stundum á milli herbergja og rétt næði að grípa börnin! Ljósmæðurnar notuðu aðferðir sem margar þeirra voru í raun sjálfar ósáttar við. Á deildunum sem Sheila rannsakaði var venjan að fylgst væri með hjartslætti barnsins og styrk hríðanna nánast alla fæðinguna. Þetta þýddi að móðirin þurfti að 50 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.