Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 63
%
h
sjóninni eilíflega þakkiát fyrir að gefa mér hann
Hilmar minn."
Þú giftir þig einhvern tíma á þessum árum?
„Já, það gekk ekki upp. Mér finnst það eins og
vondur draumur þegar ég hugsa um þetta tíma-
bil. Það er orðið mér svo fjarlægt. Ég efast um að
við mundum þekkjast þó við hittumst á götu. Við
bjuggum aðeins saman í fjögur ár og áttum ekk-
ert barn, sem betur fór. Eftir skilnaðinn tók við
stormasamt tímabil hjá mér með mikilli drykkju.
Oftast gat ég samt haft strákinn minn og honum
þótti vænt um mig. Hann mátti líka alltaf gista og
vera hjá þeim pabba og mömmu og þau létu sér
mjög annt um hann. Nú höfðu þau meiri tíma og
efni en á fyrri árum. Ég reyndi oft að hætta í
óreglunni og fara í meðferðir- en því miður gafst
ég alltaf upp eftir smátíma. Svo kynntist ég Am-
eríkana sem ég taldi mig vera trúlofaða. Þá spillti
önnur stúlka á milli okkar, sagði mér um hann
allskonar tröllasögur, m.a. að hann hefði nauðg-
að henni. Sjálfsagt hefur þetta verið tómur upp-
spuni, þessi stúlka hefur oftar gert í því að eyði-
leggja vonir mínar. En ég tapaði hreinlega allri
dómgreind við þetta nýja áfall. Ég var ófrísk en nú
vildi ég ekkert annað en fara í fóstureyðingu og
dreif það I gegn. Ég get ekki lýst þeim hryllingi.
Það ráðlegg ég engri konu, maður iðrast þess alla
tíð. Enda keyrði nú um þverbak hjá mér í óregl-
unni. Þessi ár eru eins og i móðu. Ég bjó með ein-
hverjum strákum tíma og tíma, allt endaði það i
upplausn. Loks sáu foreldrar mínir sér ekki annað
fært en að láta svifta mig sjélfræði, líka vegna
drengsins. Ég veit núna að þeim gekk gott eitt til,
en þá varð ég hreint og beint viti mínu fjær af
reiði og beiskju. Ég lenti inn é geðdeild og þar
kynntist ég seinní manni mínum, sem var i með-
ferð sem eiturlyfjasjúklingur. Já, það var þá stað-
urinn, munu víst margir hugsa."
En þú hefur haldiö að nú væri að birta til?
Enn færist þetta daufa bros á andlit hennar. „Já,
víst hélt ég það. Við héldum það bæði. Víð ætl-
uðum að byrja frá grunni, byggja okkur upp nýtt
líf saman. Og í fyrstu leit út fyrir að allt gengi vel.
Enn á ný varð ég ófrísk. Þvílík gleði. Þegar ég fékk
að vita það sveif ég á lækninn og faðmaði hann
og kyssti. Hann hefur áreiðanlega haldið að ég
væri alvarlega biluð. Já, það leit úr fyrir að nú ætl-
aði allt að ganga vel. Þó varð ég fljótt vör við
nokkra ofbeldishneigð hjá manni mínum. En ég
var svo illu vön að ég hélt að það væri bara eðli-
legt að hann gæfi mér utan undir öðru hvoru.
Við eignuðumst tvo drengi, maðurinn minn var á
sjó og hafði góðar tekjur. Og ég átti mjög góða
vinkonu sem ég reyndar kynntist gegnum Félags-
málastofnun. Það atvikaðist þannig að þegar elsti
drengurinn minn fór I skóla vildi ég gjarna hjálpa
honum með heimanámið, svo hann lenti nú ekki
Rafnhlldur var aöeins 11 ára þegar hún byrjaði
að drekka.
í vítahring eins og ég. En nú komst ég auðvitað að
því að ég kunni ekkert sjálf. Svo ég fór til þeirra á
Félagsmálastofnun og bað um hjálp við þetta við-
fangsefni. Þá kom Soffía til mín, guð blessi hana.
Síðan hefur hún alla tíð verið mín besta vinkona
og staðið með mér gegnum þykkt og þunnt. Hún
kemur ekki fram við mig eins og tilsjónarkona -
þó hún sé það - heldur sem systír eða móðir. Hvar
væri ég ef ég ætti hana ekki að?"
Og síðan?
„Síðan? Já, síðan fór því miður að síga á ógæfu-
hlið. Maðurinn minn slasaðist og gat ekki unnið í
langan tíma. Það þoldi hann ekki, hann byrjaði
aftur (vímuefnunum. Honum voru líka gefin deyf-
andi lyf í veikindunum sem juku áhættuna. Ég
stóð mig kannske ekki heldur nógu vel [ sambúð-
inni. En sagði það alltaf og segi það enn að það
var ekki um neina ofdrykkju að ræða hjá mér
meðan ég var með litlu drengina mína. En svo var
ég orðin svo hrædd við manninn minn og ofbeldi
hans, sem nú hafði aukist að mun, að ég ákvað
að skilja víð hann. Þvílík ósköp sem þá dundu yfir.
Maðurinn minn lagði hatur á mig og hann kærði
mig og sagði að ég væri óhæf móðir. Hvers vegna
hann var allt í einu svona marktækur, sem var
ennþá meiri óreglumaður en ég hef nokkurn tíma
verið, skil ég ekki. Það skilur barnaverndarnefnd
ein. Seinna iðraðist hann þessa vonskuverks síns
og tók framburð sinn til baka. En þá var hann allt
(einu ekki marktækur."
Nú verður löng þögn og Rafnhildur tekur á, eins
og til að ganga móti stormi þegar hún heldur
áfram.
„Þú þekkir framhaldið. Drengirnir voru teknir frá
mér. Það var óskaplegur tími frá því að ég vissi að
þeir áttu að fara. Óttinn og þessi máttvana reiði.
Það er kannske þroskaleysi en ég get ekki hugsað
hlýtt til hjónanna sem tóku þá. Þau byrjuðu að
umgangast þá sex vikum áður en þeir fóru. Kon-
an hjá Féló brosti framan í mig og sagði: „Þetta
gengur allt ágætlega. Þeir eru meira að segja
farnir að kalla þau pabba og mömmu!" Það var
eins og hún væri að segja mér að ég væri í sætri
kápu. Það er ótrúlegt hvað fólk getur verið
grimmt við þá sem það þorir til við. Einn daginn
var ég óvenju hrædd. Ég lét þá ekki á leikskólann
heldur bað konuna uppi fyrir þá. Svo ætlaði ég
með þá I bæinn að kaupa jólaföt þegar ég kæmi
úr vinnunni. Þetta var snemma í nóvember. En
þegar ég kom heim voru þeir farnir. Ég fékk ekki
að kveðja þá. Barnaverndarnefnd hafði fundið þá
hjá grannkonu minni og hún sagði að svo mikið
hefði legið á að þeir fengu ekki að fara [ skóna.
Þeír voru teknir á sokkaleistunum.
Ég ætla ekki að lýsa þeim jólum og ég ætla
ekki að lýsa þeim tfma sem í hönd fór. Ég reyndi
allt sem mér datt í hug til að endurheimta börnin
mín. Ég fór í mál sem ég tapaði auðvitað. Loks
varð ég algjörlega rugluð. Systir mín kom að mér
þar sem ég var búin að setja bangsana drengj-
anna f stólana þeirra við borðið og var að mata
þá. Þetta er allt eins og í þoku fyrir mér. Ég man
þó að oft sat ég við gluggann og beið þeirra, var
viss um að nú færu þeir að koma. Þeir mundu
auðvitað koma í leigubíl og svo mundi ég hlaupa
út og faðma þá að mér og við skildum aldrei
framar. Þannig dreymdi ég mig frá veruleikanum.
Ég fékk mér litla tík um þetta leyti en ég varð að
láta hana aftur. Mér þykir mjög vænt um dýr en
hef sjaldan getað haft
þau vegna flækingsins
sem alltaf er é mér.
Hilmar minn reyndi að
styðja mig eins og hann
gat en hann var oft hjá
föður sínum á þessum
tíma, eins og eðlilegt
var þar sem ég var ekki
mönnum sinnandi.
Það varð niðurstaða
þessa máls að ég mátti
hitta börnin tvisvar á ári
í tvo tíma, undir eftirliti.
Seinna var þetta rýmk-
að um klukkutíma
vegna „góðrar hegð-
unar minnar", svo nú
má ég sjá þá í þrjá tíma
tvisvar á ári undir eftir-
liti og hringja [ þá á hátíðum. Eins og allar mæð-
ur geta hugsað sér er þetta óskaplega erfitt og ég
er lengi að jafna mig eftir hvert skipti. En alltaf
þekkja þeir mig og eru svo góðir við mig, elsku
strákarnir.
Það á að heita að ég sé þó orðin með öllu viti.
Ég gerði reyndar þau mistök að fara að búa með
manni enn á ný, en það gerði auðvitað bara illt
verra og hann lagði á mig hendur eins og allir
karlmenn sem ég hef umgengist - nánast. Ég vil
Maðurirm mirm lagði
hatur á mig og hann
kærði mig og sagði að
ég væri óhæf móðir.
Hvers vegna hann var
allt í einu svona mark-
tækur, sem var ennþá
meiri óreglumaður en
ég hef nokkurn tíma
verið, skil ég ekki.
Það skilur barna-
verndarnefnd ein.
VERA •
63