Vera


Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 12

Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 12
J D Z Z > < < Z z u > 0 ¦0 -1 U. Skapandi og gefandi félagsskapur „Þegar ég heyrði fyrst um Netið kom upp mynd í huga mér af skapandi kon- um. Netið er hvetjandi fyrir konur sem þurfa hvatningu og einnig gefandi. Mórallinn og samkenndin skapa þá til- finningu," segir Anna Laxdal, skrifstofustjóri á rannsóknastofu í meinefnafræði á Land- spítalanum, en hún er nú tengill í stjórnunarhóp Netsins. „Ég kynntist Netinu árið 1990 í gegnum kunningjakonu niína sem þá var komin á kaf í þennan félagsskap og hún bauð mér á fund. Mér fannst svo- lítið skrítið að mæta á fundi enda hef ég aldrei tekið beinan þátt í svona fé- lagsstarfi, en þetta þótti mér áhugavert. Þarna voru konur á ýmsum aldri að gera hluti sem ekki gerast nema í samhentum hópi. Á fundum voru fluttir afar forvitnilegir fyrirlestrar og þar rann fram fróðleikur sem erfitt er að nálg- ast annars staðar. Síðan kynntist ég konunum betur og mér þóttí bæði fróð- legt og gaman að hlusta á önnur og um leið ný sjónarmið, t.d. um stöðu kvenna á vinnumarkaðinum. Félagsskapurinn er mjög sterkur og ég hef eign- ast góðar vinkonur í hópnum. Það hefur skipt mig miklu máli að víkka þannig vinahópinn." Grasrótarhreyfing „Það hefur styrkt mig að vera í Netinu og vissulega hef ég þroskast á þess- um níu árum sem ég hef verið í félagsskapnum. Þar safna ég alls konar þekk- íngu, fæ hugmyndir og þróa þær með samsuðu frá öðrum. Við höfum verið mjög nánar, það hefur gefið mér mjög mikið og allur jákvæður þroski gagn- ast manni líka Istarfi." Anna telur að það skipti miklu máli að Netið haldi áfram að starfa. „Þó sumar konur í viðskiptahópi Netsins séu einnig í FKA, þá er það allt annar fé- Jfa cwHim/, meö nuddi moðtr Græöandi nuddolíur -jQfolíw ^/oit'kiolía/ CAjlá^r/'esesoáay Yndislegar olíur úr lífrænt ræktuðum og villtum jurtum. Olíurnar fást m.a. í heilsubúðum og apótekum um land allt, þar liggja frammi bæklingar með leiðbeiningum um notkun. Framleiðandi: MóÖr Jörð Vallanesi, FljótsdalshéraS. Dreifing: Móðr Jörðog Lyfjaverslun íslands. Jffifh-œ'fi/ r-c&Á/fiu/fi/ &r- n/á/i/í/á//íu/o^'/í/i/cí/ lagsskapur og nokkrar Netkonur í stjórnunarhópi sækja einnig félagsskap i til dæmis Lionessur, Soroptimista o.fl. Þé er það nándin í Netinu sem færir okk- ur aðrar víddir á tilveruna. ( báðum hópum Netsins leita konur hver til annarrar eftir aðstoð við hvers konar vinnu, skiptast á hugmyndum og alls konar þjónustu sem hægt er að veita í það og það skiptið. Samkennd er mikil hjá konum í Netinu og sem dæmi um það og styrk hópsins vil ég endilega benda á eitt gott dæmi þar sem ein úr hópnum hafði lengi látið sig dreyma um að stofna sína eigin versl- un en einhvern veginn ekki lagt í að fara alla leið. En fyrir hvatningu frá kon- unum í Netinu varð þessi draumur hennar að veruleika. Netið er upphaflega grasrótarhreyfíng og þannig viljum við hafa það áfram," segir Anna en hún telur mikilvægt að hafa í huga að Netið sé ekki staðnað fyrirbæri. „Við reyn- um að aðlaga okkur tímanum. Þær reglur sem við höfum gefið okkur hafa alltaf verið sveigjanlegar" Við skiptum allar máli, við erum Netið Anna segir að innan stjórnunarhópsins sé að mörgu leyti öðruvísi fundað en hjá viðskiptahópnum. „Við nálgumst hlutina á annan hátt en þær. Flestar erum við í einskonar stjórnunarstöðum og er oft spjallað um vinnuna, hvað við séum að gera, um skipulagningu og verkefni. Þá fylgjumst við með nýj- ungum og öðrum breytingum hver hjé annarri. Maður er alltaf að reyna að endurnýja sig og sækir styrk og upplýsingar hjá hinum." Anna gegnir nú starfi tengils fyrir stjórnunarhóp, en hún leggur áherslu á að Netið byggist upp á samvinnu. „Hópurinn kemur með hugmyndir en tenglarnir eru eins og útsendarar fyrir hann, þeir skipuleggja starfið út á við. Netið gengur út á það að við allar skiptum máli, að allar konurnar séu virkar. Við erum Netið." Netkonur leggja mikið upp úr því að fá fjölbreytt úrval af fyrirlesurum á fundi. „Oftast fáum við konur," segir Anna. „Konur sem hafa frá einhverju að segja og geta miðlað af reynslu sinni. Mikil breidd er í vali á fyrirlesurun- um. Einn veturinn fengum við t.d. til okkar konur sem hafa menntað sig á listasviðinu og vinna við það fag. Annan veturinn var þemað konur sem hafa lokið doktorsgráðu. Einnig höfum við fengið til okkar erlenda fyrirlesara sem hafa verið staddir hér á landi og við frétt af þeim. Þá höfum við fengið til okk- ar miðil, heimspeking, blaðamann, borgarritara og marga fleiri. Þá hélt Vig- dís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti (slands einnig fyrirlestur hjá okkur og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri hef ur tvisvar verið gestur okkar. Einu sinni fjallaði hún um konur og Efnahagsbandalagið og í annað sinn kom hún til okkar eftir að hún varð borgarstjóri og kynnti innviði starfsins. Haust- og vorferðir eru hluti af dagskrá Netkvenna en þar er reynt að blanda saman skemmtun og fróðleik. „í síðustu haustferð fórum við í Bláa lónið og þá hélt m.a. Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt fyrirlestur um hönnun og uppbyggingu nýja Bláa lónsins. I vorferðunum reynum við að gera eitthvað „öðruvísi", lögð er áhersla á útivist og í síðustu vorferð var m.a. siglt I gegn- um Dyrahólaey. Eins og ég sagði áðan þá erum við Netið, við konurnar sem sækjum fundi, hlýðum á fyrirlestra og förum í vor- og haustferðir Með því að vinna saman í Netinu erum við líka að vinna fyrir hver aðra og með hver annarri. Þess vegna geta allar konur sem vilja veita öðrum konum stuðning og styrkja sig félagslega verið þátttakendur í Netinu. Netvinna er kunnátta sem maður lær- ir af reynslu og hún er skemmtileg og gefandi." * f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.