Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 57
jólabœkurnar B ö K A D ö M A -B-
eftir Guðrúnu Evu
Mínervudóttur
Bjartur 1999
Það er alltof sjaldgæft
að ungar íslenskar kon-
ur þeysi fram á ritvöllinn
og sýni hvað í þeim býr.
Þess vegna er sérlega ánægjulegt að Guðrún Eva
sendi nú frá sér sína aðra bók, en á síðasta ári
kom út eftir hana smásagnasafnið Á meðan hann
horfir á þig ertu María mey. I ár er það skáldsag-
an Ljúlí Ijúlí.
Þetta er sagan af henni Sögu litlu sem er svo
ung og óreynd enn og barmafull af sakleysi og
ósnertum ávöxtum. Og hún veit ósköp vel (og
kann því svo sem ekkert illa) að hún er litla Lólít-
an sem hákarlarnir og úlfarnir eru svo sólgnir í.
Henni finnst ekkert vont að þeir þrá að gleypa
hana í sig í einum sætum munnbita. Hún vill
gjarnan láta borða sig. Þeir sem hafa tapað þvi
sem enn býr í hennar barnslega kroppi og hugs-
andi haus vilja auðvitað fá að dreypa af vörum
hennar á löngu týndum veigum. Fallna engla
dreymir jú um að baða sig í ósnertri morgunmjöll.
En það getur líka verið þreytandi að vera álitin
barn þegar eitthvað allt annað logar þar fyrir inn-
an. Og litla sæta Saga þráir að syndga því sá sem
er hreinn vill verða skitugur. Hún hvorki kann né
vill spara sitt heita hjartablóð. Hún vill svo gjarnan
finna til. Hún sér í, hillingum allt sem er bannað
eða á skjön við hið viðurkennda og hún er stútfull
af viðþolslausu lífi og tilfinningum í öllum regn-
bogans litum sem hún veit ekki alveg í hvaða far-
veg skal beina. Hún er í stöðugum slagsmálum við
engla, púka og aðrar furðuskepnur sem hlaupa
um í kollinum á henni. Hún vill vera óþekk en hún
þráir llka að lifa fallega, sem getur verið ansi erfitt
í heimi sem er fullur af fólki með miður fagrar
hugsanir. Hún kastar sér óhikað út I djúpu laug-
ina, bara ef hana langar, því hún trúir því í sakleysi
sínu og reynsluleysi að það sé henni fyrir bestu að
gera aðeins það sem hana langar til. Og hún trú-
ir líka í sakleysi sínu að til sé einhver einn og end-
anlegur sannleikur. Af þessu öllu leiðir að hún rek-
ur sig á marga veggi og kútveltist kveinandi í
klassískri tilvistarkreppu þess sem stendur á tví-
tugu, með hjartað utanáliggjandi. Hún er sjálf-
hverf og skoppar á milli hroka og auðmýktar og
skilningarvitin eru svo ofurnæm að það er ýmist
vítiskvöl eða alsæla.
Hún er perla hún Saga og mér þótti strax vænt
um hana og ekki kom það mér svo sem heldur á
óvart að hún rataði þá leið sem svo margri perl-
unni er tamt: I svínskjaft. En hún er sterk þessi
stelpa og lætur ekki svo auðveldlega bryðja sig í
bita. Kannski þarf hún bara að smakka, rétt eins
og svínin og ekki er það sjálfgefið hverjum blæð-
ir þegar bitið er. Saga er stúlka sem hefur ekki
alist upp við hefðbundnar aðstæður. Nokkrir karl-
kyns félagar (þar á meðal meintur faðir) hafa
fóstrað hana eftir sínum reglum (eða óreglum).
Þeir eru á skjön við uppalendanormið og gróflega
gefnir fyrir sopann. Sæta litla Saga hefur ekki einu
sinni gengið í leikskóla (sem þykir víst nauðsynlegt
( dag). En af misjöfnu þrffast jú börnin best, sagði
hún amma mín alltaf, og víst er að þó Saga hafi
kannski ýmsa djöfla að draga vegna bakgrunns
síns, þá hefur hún grætt meira en tapað á sínum
uppeldisviðskiptum. Hún hefur ýmislegt fram yfir
jafnaldra sína sem gerir hana að þeirri perlu sem
hún er og á eftir að koma henni vel í lífinu. Hún
hefur bara ekki ennþá áttað sig almennilega á því.
Margur mun eflaust fussa og sveia yfir óheil-
næmu heimilishaldinu en ég hafði mjög gaman af
þessari sérstæðu fjölskyldu og dæmalausum sam-
skiptum og samtölum meðlima hennar, sem ein-
kennast oftar en ekki af gráglettni. Þau leika sér
óspart með tungumálið, snúa því við og láta það
standa á haus með orðaleikjum og rími. Sérsmíða
tunguna eins og margt annað í sínu lífi.
Saga er með einhverskonar Línu Langsokks-
sindróm, svona kotroskin með fléttur í hárinu og
gefur skít I allar reglur. Fullorðið barn sem er svo-
lítið pabbalaust. En samskiptaleysi feðginanna
ristir ekki djúpt og eg hefði reyndar viljað sjá
meira af pabbanum, hann er nánast ósýnilegur
og það er of lítið gert úr áhrifum afskiptaleysis
hans á stúlkukindina. Við finnum vissulega fyrir
því en það hefði mátt hnoða meira deig í kringum
það. En kannski lætur höfundur pabbann vísvit-
andi vera svona loftkenndan til að lesandinn upp-
lifi það sama og Saga: Hún finnur nánast ekkert
fyrir þessum föður sínum eða hann fyrir henni, þó
þau hafi búið undir sama þaki alla hennar ævi. Ég
hefði Ifka viljað að höfundurinn fyllti betur upp í
þá eyðu sem mér fannst skapast í sambandi við
hver væri blóðfaðir Sögu, þv( á einum stað kemur
það berlega fram að þeir gætu allir verið það. Og
f framhaldi af því er næsta óeðlilegt hvað þeir láta
sér lítið bregða þegar hún fer að sofa hjá einum
þeirra. Ef þeir vita með vissu hver faðirinn er hefði
það þurft að koma skýrar fram. Það truflaði mig
líka svolítið hversu lýsingin á Sögu átti vel við höf-
und bókarinnar (dökka þykka hárið og barnslega
útlitið) og kápumyndin gæti alveg verið af Guð-
rúnu Evu sjálfri (mér skilst að svo sé þó ekki).
Sagan af henni Sögu þótti mér skemmtileg af-
lestrar. Hún er lipurlega skrifuð og svolítið sérstök
að þvi leyti að hún byggist að mestu upp á sam-
tölum, en Guðrúnu Evu lætur vel að skrifa samtöl
sem oft á tiðum eru full af kaldhæðni, skopskyni
og sársauka. Tónninn í þessari bók er ekki ólíkur
þeim tón sem hljómar í smásagnasafninu sem
kom út í fyrra: Tónn sem er einhverskonar blanda
af sakleysi, losta og einmanaleika.
Það var gaman að fá að vera með Sögu þetta
eina ár I lífi hennar, glugga I dagbókina hennar og
fylgjast með því hvernig hún (eins og svo margur)
þarf að fara svolítið frá sjálfri sér til að komast að
einhverju um sjálfa sig.
Það er ástæða til að óska Guðrúnu Evu til
hamingju með Ljúlí Ijúlí. Það er vel að verki staðið
hjá höfundi sem hefur aðeins þrjá yfir tvítugt og
er að senda frá sér sina fyrstu skáldsögu.
Kristin Heiða Kristinsdóttir
Hrollvekja
ór braeea-
bveríi
Laufey
eftir Elísabetu
Jökulsdóttur
Mál og menning 1999
Laufey er fyrsta skáld-
saga Elísabetar Jökuls-
dóttur. Frásögnin er í
höndum tveggja ung-
menna I braggahverfi I Reykjavík á eftirstríðsárun-
um og skiptist I stutta kafla þar sem þau segja frá
til skiptis. Með þessu skapar höfundur tvö sjónar-
horn á umhverfi og atburði sem eru að mörgu
leyti ólík, en þó lík. Bæði sjónarhorn koma vel til
skila ákveðnum kulda og einmanaleika, þó svo að
sögumenn búi við ólíkar aðstæður. Höfundi tekst
einstaklega vel að koma ýmsu til skila sem ekki
liggur i orðanna hljóðan, sérstaklega í frásögnum
Laufeyjar sjálfrar. Þannig skapast til dæmis samúð
með ákveðnum aukapersónum án þess að það
virðist vera ætlun sögumanna.
Þar sem ákveðin tengsl eru á milli sögumanna,
en sýn þeirra og fyrirætlanir ólíkar, skapast mikil
spenna sem heldur lesandanum í heljargreipum
57
VER A •