Vera


Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 3

Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 3
L E I Ð A B L ^hdra d / Það er skrýtið hvað öldin virðist skreppa saman þegar við keppumst nú um að líta til baka og koma árunum frá 1900 til 1999 fyrir ( mannkynssöguhillunni. (raun eru 100 ár ekki svo langur tími og þegar við sem fædd erum eftir miðja öldina lítum til baka og metum þau er eins og fyrri hluti ald- arinnar, sem okkur þótti áður svo óralangt í fortíð, verði líka t(mar sem við getum haft yfirsýn yfir. 1907, 1915 og 1918. Þessi ár þóttu okkur áður í eldgamladaga en nú eru þau orðin hluti af heild- armynd aldarinnar sem við kveðjum senn. Og hvað var það nú sem gerðíst á þessari merkilegu öld - þeirri tuttugustu? I mínum huga er kven- réttindabaráttan tvímælalaust það merkilegasta sem gerðist og allur árangur hennar. Kosninga- rétturinn, kjörgengið, rétturinn til menntunar og opinberra embætta. Þróun heimilistækja sem gerði vinnu kvenna á heimilunum auðveldari og skóp þeim ný tækifæri. Getnaðarvarnapillan. Vit- undarvakningin á sjöunda áratugnum sem hvatti konur til að gera sér grein fyrir því hvað þær vildu í raun og veru. Rétturinn til að ráða yfir eigin líkama með frjálsum fóstureyðingum og réttinum til að viðurkenna kynhneigð sína. Kvennahreyfingin og alþjóðlegu ráðstefnurnar sem hún hefur hald- ið á fimm ára fresti frá árinu 1975. Baráttan gegn heimilisofbeldi, sifjaspellum og kynlífskúgun. Það eru samt dökkar blikur á lofti við lok aldarinnar sem hvetja okkur til að halda kvennabarátt- unni áfram á næstu öld. Nýjar kynslóðir fæðast sem muna ekkert eftir öllum átökunum sem á und- an eru gengin. Ungir menn sem finnst sjálfsagt að þeir hafi meiri rétt til lífsins heldur en konur. Ungar konur sem trúa því að rétt útlit sé besta vopnið í lífsbaráttunni og leggja allt í sölurnar til að ná því. Lítilsvirðing fyrir kvenlíkamanum hefur aukist. ( nafni frelsis er hann til sölu á kynlífs- markaði þar sem allt er falt og engin siðalögmál gilda. En vandamálin eru til að takast á við þau. Það býr mikil orka I ungu fólki og réttlætiskennd þess getur gert kraftaverk. Við höfum séð mörg kraftaverk gerast sl. hundrað ár; byltingar í þágu mann- réttinda þar sem árangur hefur náðst gegn kúgun og óréttlæti, þó enn sé af nógu að taka. Við skulum vera bjartsýn og nýta allar framfarirnar sem öldin hefur gefið okkur. Byggja síðan ofan á þær og halda áfram. Því hvað var aftur markmiðið? Var það ekki að gera lífið betra og réttlátara fyrir okkur öll? Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár! Hver hafa lagt sitt á vogarskálar jafnréttis? Hver hafa unnið jafnréttisbaráttunni gagn og hver ógagn? Sendu Veru ábendingar L Ú S Þáttagerðarmaður á BBC sem fór sem tískuljósmyndari til Mílanó og víðar og tókst að upplýsa að hjá Elite samtök- unum hafi fyrirsætur mátt þola kynferðislega áreitni af hálfu yfirmanna, dópi hafi verið hald- ið að þeim og þær beittar ýmis konar þvingun- um. Þetta eru sláandi fréttir og verða vonandi til þess að vekja ungar stúlkur til vitundar um að halda vöku sinni þegar gylliboð um frægð og frama vegna útlitsins eru annars vegar. Félagsmálaráðherra fyrir að leggja til breytingu á lögum um at- vinnuréttindi útlendinga. Ef tillagan verður samþykkt munu útlendingar sem hingað koma til að dansa nektardans ekki lengur falla undir hugtakið listamaður og njóta undanþágu frá kröfu um atvinnuleyfi. Vonandi samþykkir Al- þingi þessa lagabreytingu sem fyrst. Hjón í Skagafirði fyrir að greina frá þeim aðferðum sem hand- rukkarar beita ungt fólk vegna eiturlyfjaskulda. Það var tímabært að einhver þyrði að stíga fram og segja frá þeirri grimmd sem fjöldi fólks hefur verið beittur vegna skulda við eiturlyfja- sala. Þær skuldir vaxa síðan gífurlega vegna glæpsamlega hárra vaxta sem handrukkararnir, handbendi eiturlyfjasalanna, innheimta. í N U S fslenskir nektardansstaðir Nýlega var greint frá þvi að erlendar nektar- dansmeyjar hefðu leitað ásjár í Kvennaathvarf- inu vegna þess að þær hefu verið neyddar til að stunda vændi meðfram nektardansinum og nytu mun minni verndar hér en i öðrum lönd- um. Hávær orðrómur er á kreiki um að hægt sé að ganga frá viðskiptum með kvenmannshold á nektardansstöðum og fara síðan á tiltekið hótel ( borginni. Samband ungra sjálfstæðismanna sem hefur lýst þeirri skoðun sinni að fáránlegt sé að ríkisvaldið beiti sér gegn starfsemi nektar- dansstaða. I ályktun þeirra segir m.a. „SUS hafnar öllum tilburðum hins opinbera ( þá átt að takmarka athafnafrelsi einstaklinganna til þess að þóknast kröfum háværra þrýstihópa og sjálfskipaðra siðapostula." Hver var annars að tala um skoðanakúgun? Lágmarkslaun á Islandi Lágmarkslaun hér á landi eru 90% lægri en í Danmörku og þar er vinnudagur fólks almennt 20% styttri en hér á landi. Þessar staðreyndir komu fram I könnun sem VR lét nýlega gera. Það er þjóðarskömm ef ekki tekst að hækka lágmarkslaun verulega strax á nýrri öld. VERA • 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.