Vera


Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 27

Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 27
D A G B Q K E E M I N I S I A eftir ÚI f h i I d i Dagsdóttur <g) Fyrir um það bil tveimur árum var ég beðin að skrifa grein um „ný" feminísk viðhorf til kláms fyrir tímaritið Bleikt & blátt. Greinin hét „Blautlegar bindingar og kynlegar konur: eða femínismi, klám og önnur blæti" og þar fjallaði ég meðal annars um klám sem tískufyrirbæri, Madonnu, augnaráð og fleira. Það sem ég var beðin að draga fram var viðhorf femínista gegn ritskoðun, en þá hlið mála þótti vanta i hérlenda femíníska umræðu. fritsch Klánh Réttilega, en það verður að hafa í huga að umræða um klám hér á landi hef- ur almennt verið fremur takmörkuð, enda varla nema von þarsem sýnilegur klámiðnaður hefur ekki verið mikill og (sland (sem betur fer?) stutt á veg komið í klámi. Erlendis, eða réttara sagt i Bandaríkjunum og Bretlandi, hefur umræðan hinsvegar gengið nokkra hringi, eins og Linda Williams rekur í bókinni Hard Core: Power, Pleasure and the „Frenzy of the Visible" frá árinu 1989. Undir lok áttunda áratugarins og á þeim níunda kom fram sterk hreyfing kvenna gegn klámi, með þær Andreu Dworkin, Susan Griffin, Catherine MacKinnon og Susanne Kappeler í fararbroddi. Þessar konur sáu bein tengsl milli neyslu á klámefni og ofbeldis gegn konum og kröfðust harðrar ritstýríngar. Mörgum (þar með talið mér sjálfri) þykja þessar konur ganga of langt þegar þær voru farnar að gera allt gagnkynhneigt kynlíf að klámi og ofbeldi, að því leyti sem innstúnga getnaðar- limsins stendur fyrir virkt ofþeldi karlsins á óvirkum líkama konunnar. f dag má hinsvegar skoða þessa umræðu sem ákveðið nauðsynlegt innlegg eða ýkju í umræðuna um samskipti kynjanna, en afstaða af þessu tagi hlýtur að krefjast svara. Þau svör létu ekki standa á sér, en fljótlega á eftir þess- ari ritstýringaröldu kom fram bylgja femínista sem lýstu sig andsnúnar ritskoðun. Krafan um ritstýringu hafði valdið því að femínistar fundu sig skyndilega í einni sæng með íhaldssömum hægriöflum sem vildu banna allt kynlíf (og alla framsetningu á kynlífi) sem ekki var fjölskyldu- væn, og fóru samkynhneígðir fyrstir undir hníf- inn. Konur gegn ritskoðun voru ekki með öllu sáttar við þessa ritstjórn, og voru margar reyndar gagnrýnar á ritstjórn yfirleitt á þeim forsendum að erfitt væri að skilgreina og flokka hvað væri klám, hvað skaðlegt og hvað ekki. Sú ritstjórn og flokkun er iðulega í höndum karla og annarra handhafa feðra- veldisins og því ekki endilega kvenvæn. Einnig vildu þessar konur benda á að klám gæti líka gagnast konum, að því leyti sem klám gæfi konum tækifæri til að upplifa sig sem kynverur og gæti auðgað kynlíf þeirra. Ég fór nú ekki mikið í þessar útskýringar en lagði þeim mun meiri áherslu á ýmsar útleggingar varðandi afleiðingar og tilbrígði við þessa umræðu. Eitt af því sem ég kom inn á var klám sem tíska; og þá bæði sem tískufyrirbæri og síðan áhrif allskonar kynlegs klæðnaðar á tískufatnað, og tiltók sérstak- lega bindingablæti það sem hefur borið nokkuð á ( nærfatastíl, allt frá reirð- um korselettum til aðhaldandi nærbuxna og sokkabuxna. Fatahönnuðurinn Jean Paul Gaultier átti ríkan þátt í að draga fram þetta bindinga- og blætishlutverk nærfatanna, en hann er líklega kunnastur fyrir samstarf sitt við söngkonuna Madonnu. Brjóstahaldarahlírar ekki bara skriðu undan kjólunum heldur fjölguðu þeir sér jafnt og þétt og breiddust út um líkamann í þéttriðnu neti banda og bindinga, samhliða því að brjósta- haldaraskálarnar færðust utaná kjólana og voru þá oft í yfirstærð og odd- hvassar. Þessu fylgir aukin áhersla á líkamann og líkamleikann; llkamleika sem er munúðarfullur og erótískur og eykur meðvitund konunnar um sjálfa sig sem kynveru, auk þess sem hún undirstrikar eigin yfirráð á líkama sínum með því að ýkja hann upp og gera hann bæði sýnilegan og hættulegan (sbr. böndin og oddhvössu brjóstin). Samhliða böndum og bumbubönum hefur nokkuð borið á auknum vin- sældum gerfileðurs og vínil-fatnaðar. Þessi fatastíll er einskonar útvötnuð út- gáfa af s/m klámi og til marks um hvernig klámið hefur verið tekið upp sem „kitsch" tíska, ákveðin uppreisn lágmenningar og listlíkis gegn fagurmenningu og hefð- bundnum gildum. Listlíkið er líka dæmi um sýnilega ofgnótt, en margir vilja skilgreina klám sem ákveðna sjónræna ofgnótt, og I því sam- bandi hefur franski félagsfræðingnun Jean Baudrillard talað um að nútíma neyslu- og upplýsingaþjóðfélag sé I eðli sínu klámfengið; ofgnóttin og ofhlæðið og áherslan á hið sýni- lega er alltaf að einhverju leyti gróf; klámfeng- in. Þessi klámfengna sjónræna ofgnótt þarf ekki endilega að vera af hinu illa, eins og Baudrillard vill hafa, heldur má ekki síður skoða hana sem nauðsynlegt hefðarof, andspyrnu gegn hefðbundnu stigveldi lágs og hás. Til þess að geta unnið úr þessum hugmyndum þarf ákveðinn grunn eða ferli sem er einfaldlega ekki fyrir hendi á Islandi, þar sem klám og umfjöllun um klám (fræðileg sem almenn) hefur ekki verið fyrir hendi. Þegar þessi tíska kemur (kom?) til Islands inn í algera ördeyðu allrar umræðu þá er hættan sú að hún fletjist út og hverfist yfir í hreina neyslu, og tapi þeirri sjálfsmeðvitund og sjálfshæðni sem er listlfkinu I blóð borið. Þessi tilhneiging er þegar orðin áberandi í umræðunni þar sem karlmenn fara stórum og lýsa yfir einstak- lingsrétti sínum til neyslu é líkömum og lífum kvenna, án þess að leiða hug- ann að einstaklingsrétti kvennanna sjálfra. Þannig má segja að hin femíníska staða hafi snúist við og í stað þess að konur gegn klámi upplifi óþægilega nánd við hægrisinnað feðraveldi þá eiga konur gegn ritskoðun á hættu að samlagast frjálshyggjuöflum sem krefjast þess að réttur þeirra til neyslu sé óheftur og takmarkalaus, burtséð frá því hvort hann brjóti rétt á öðrum. Þessi tilhneiging er þegar orðin áberandi í umræðunni þar sem karlmenn fara stórum og lýsa yfir einstaklingsrétti sínum til neyslu á líkömum og lífum kvenna, án þess að leiða hugann að einstaklingsrétti kvennanna sjálfra. vera • 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.