Vera


Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 68

Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 68
stór hluti þeirra er í stöðugri megrun til að vera ánægðari með sjálfsímyndina. I auglýsingum eru konur sýndar sem kyn- þokkafullar, glæsilegar, vel á sig komnar líkam- lega, afslappaðar, sjálfstæðar, uppreisnargjarnar og grannar. Konum er talin trú um að reykingar séu leiðin að þessari tilbúnu kvenímynd. Þessi ímynd kemur fram meira og minna í fjölmiðlum. Samkvæmt könnun Hagvangs 1998 hefuráróður tóbaksframleiðenda haft áhrif á íslenskar konur á aldrinum 40-49 ára. 32% þeirra reykja sígarettur og virðist ekki fara fækkandi, meðan 26% karla á sama aldri eru að stórminnka reykingar. Ungar stúlkur eiga erfiðara en strákar að standa á móti félagslegum þrýstingi jafningja. Islensk rannsókn hefur sýnt að menntun foreldra og félagsleg staða hefur áhrif á reykingar unglinga. Auknar lík- ur eru á að unglingar hefji frekar reykingar ef for- eldrar þeirra reykja og eru áhrif móður heldur meiri en föður. Einnig skiptir afstaða foreldra til reykinga máli, þ.e. ef foreldrar eru afskiptalaus þá fara unglingarnir frekar að reykja. Oft er fyrsta sígarettan reykt í vinahópi. Auknar líkur eru á að unglingar byrji að reykja ef þá skortir heilbrigð áhugamál og hafa lítið fyrir stafni annað en sjoppuhangs. Hvers vegna halda konur áfram að reykja ? Komið hefur í Ijós að konur reykja af öðrum ástæðum en karlar. Meðal annars má þar nefna flókna stöðu þeirra í þjóðfélaginu, þær gera oft of miklar kröfur til sjálfra sín og upplifa að standa ekki undir þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar. Konur nota reykingar til að deyfa tilfinningar sin- ar, losa um streitu og draga úr félagslegum þrýst- ingi frá umhverfinu. Einnig nota þær reykingartil að ná betri stjórn á óþægilegum tilfinningum sín- um sem þær óttast að umhverfið samþykki ekki, eins og reiði, pirringi, vonleysi og þeirri tilfinningu að hafa ekki stjórn á eigin lífi. Þess vegna sækja konur í róandi eða sljóvgandi áhríf nikotíns. Kon- ur eru líklegri en karlar til að hafa þörf fyrir að auka félagslegt sjálfsöryggi sitt. Að bjóða sígar- ettu getur virkað eins og ísbrjótur og athöfnin að reykja gefur konunni eitthvað að gera með hönd- unum. Konur leiða oft hjá sér heilsuspillandi áhrif reykinga. Þær trúa gjarnan að léttari sígarettur séu „betri" en annað hefur komið í Ijós. Viðkom- andi dregur reykinn dýpra niður í lungnapípurnar og heldur reyknum lengur niðri og veldur jafnvel meiri skaða. Að hafa mörg hlutverk veldur oft kvíða og spennu. Margar konur nota reykingar til að draga úr vinnuálagi heima og á vinnustað, t.d. er yfirleitt samþykkt af umhverfinu „að skreppa í reykingapásu". Geta konur ekki hætt að reykja ? Sannfæring margra kvenna að þær séu háðar sígarettunni veldur því að þær reyna ekki að hætta að reykja. Feimni og geðsveiflur eru algengar hjá ungu fólki. Um svipað leyti og þátttaka þess í atvinnu- lífinu er að hefjast eru mörg þeirra einnig að byrja að reykja. Ef ungar konur læra á þeim tíma að sígarettan dugar vel á geðsveiflur og félagslegt ósjálfstæði þá eru meiri líkur á að þær haldi reyk- ingum áfram. Komið hefur í Ijós að almennur áróður gegn reykingum höfðar síður til kvenna en karla. Flest reykingavarnanámskeið eru samin með það fyrir augum að henta báðum kynjum, samt er stigs- munur á körlum og konum. Konum er hættara við að falla þegar þær lenda í erfiðum aðstæðum eins og álagi, deilum, streitu eða sorg. Körlum er aftur á móti hættara víð að falla á reykbindindi við aðstæður þar sem þeir eru að fá tilfinningalega útrás og oft í góðra vina hópi. Samkvæmt reynslu okkar á Reykjalundi hafa reykingavarnanámskeið frekar stuðst við að þátt- takendur lifðu reglubundnu lífi, fengju fræðslu og hræðsluáróður og það þurfi ákveðni og viljastyrk til að hætta. Þessi aðferð hentar ekki konum til að halda reykbindindið. Þær þurfa góðan stuðning frá umhverfinu, t.d. vinum og fjölskyldu, sveigjan- leika vegna barna, heimilis og atvinnu. Þær hugsa fremur um heilsu annarra en sína eigin. Þær nota ákveðnina og viljastyrkinn í að hugsa um heimilið og uppfylla kröfurnar sem til þeirra eru gerðar. Konur þurfa stuðning og skilning til að takast á við fráhvarfseinkenni og brjóta upp reykinga- mynstrið. Þær þurfa að gefa sér tíma til að byggja sig upp andlega og líkamlega. Einnig þurfa þær að sjá sig sem mikilvæga fyrirmynd í sínu nánasta umhverfi. Það er nauðsynlegt fyrir konur að byggja upp sjálfsöryggi sitt og ákveðni með stuðningi frá öðrum konum til að stuðla að ár- angursríku og viðvarandi reykbindindi. Elfa Dröfn Ingólfsdóttir Guðbjörg Pétursdóttir Rósa Friðríksdóttir Rósa Maria Guðmundsdóttir Höfundar eru hjúkrunarfræðingar við Reykjalund, endurhæfingarmiðstöð. Orkuveita Reykjavíkur KVENNA SÖGUSAFN ÍSLANDS ARNGRÍMS GÖTU3 Mttfji1 lHllg KRMttK ¦ ¦III i •„.,3—¦___™"*' I íffTt —"™ ^mB I "^ NlCOnETTE 2mg Mint -r t tm 11- / munninn < • • » | i '#*«( I NICDRETTE 2 Raoriilattr NCOBerre Undir tunguna NCOBB NICDFIETTE ! Inhatatar Milli fingranna VERA im,*j=- M ¦¦¦ 'i& * á húöina NICDRETTE Hjálpar þér að ná takmarkinu! I Ijáipaila'ki scm innihcklur nikólín sl'iii kcmur í ítað nikólíns við rcykingar og drcgur þannig úr l'ráhvarl'scinkcnnum og auðvcldar FólkJ að hætia að reylcja cða draga úr rcykingum. það sarna á viðcf nÍKótínlýf cru ndhið larntímis lytjum scm innihalda gcsiagcn-öslrogcn (t.tl. getnaðarvarnalöfliir). Þungaðar konur og konur með barn á hrjósli EEttU ckki að nola nikótínlyr. Þcir scm cru incð sykursýki. ofstarfscmJ skjaklkirtils cða krómlTklaæxli ciga að l'ara varlcga í að nola NÍcorcltc iuiigiiiótarlölliir. l.yliðcrckki ætlað hornuni yngri cn 15 ára ncnut í samráði við kckni. Nlcorcttc cr til scm tyggigúmmí. rorðapláslur scm cr límdur á luið. löllur scni Httar eru undir tungu og scm sogrör. Skömmtun lyQanna er cinslaklingsbtmdin. l.ciðbciningar tim rclta noiktin cru í 1 ¦¦'*"^II mcð lytjunum. Hrýnt cr að lyl'ið sc nolað riílt og ^an líma lil að scm bcslur árangur náisl, Mcð bvcrri pakkningu lyl'sins cr l'ylgiscðill mcð nákvæmum upplýsii um bvcrnig nota á lyl'in. hvaða aukavcrkanir Jiau g " og llcira. Lcstu l'ylgiscðilínn vandlcga tíðurcn |ní n; nota lyl'ið. Markaðslcylishati: Pbarniacia & UPjohn AS, Danin Ínnt'lyljaiuli: l'barmaco hl'. Hörgalúhi 2. 210 Garðabær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.