Vera


Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 19

Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 19
leik uppi á sviði. Þá heyrðist karmannsrödd í hátalara sem sagði: „Þær ganga lengra ef þið borgið meira." Vitað er að víða nýtir klám- og vændisiðnaðurinn sér neyð þeirra sem eiga ekki annan valkost og kanna þarf hvað er í raun verið að selja í afkimum þessara staða. Þessar stúlkur koma inn í landið á undanþáguákvæði sem vís- indamenn og listamenn njóta, en hvernig nokkrum ábyrgum aðila dettur í hug að kenna þessar brjóstumkennanlegu fettur og glennur stúlknanna við list, er óskiljanlegt. Eftir að hafa farið í vettvangskönnum á nektardansstaðina fáum við ekki séð að sú starfsemi sem þar fer fram hafi öll stoð í lögum. ( Almennum hegningarlögum, 206. gr. stendur: „Hver sem stundar vændi sér til framfærslu skal sæta fangelsi allt aö 2 árum. Hver sem hefur atvinnu eða viðurværi sitt af lauslæti annarra skal sæta fangelsi allt að 4 árum. Hver sem stuðlar að þvi með ginningum, hvatning- um eða milligöngu að aðrir hafi holdlegt samræði eða önnur kynferðismök gegn greiðslu eða gerir sér lauslæti annarra að tekjulind, svo sem með út- leigu húsnæðis eða öðru, skal sæta fangelsi allt að 4 árum en sektum eða fangelsi allt að 1 ári ef málsbætur eru." Hvers vegna hefur lögreglan ekki fyrir löngu fengið heimildir, fyrirmæli og fjármagn til þess að kanna ofan í kjölinn starfsemi nektardansstaðanna? Lögreglan hefur með afgerandi hætti sýnt hvers hún getur verið megn- ug í glímunni við eiturlyfjavandann þegar mannskapur og fjármagn er sett í baráttuna. Er þess ekki að vænta að lögreglunni verði innan skamms falið að rannsaka klám- og vændisiðnaðinn af svipaðri alvöru og eiturlyfjasöluna, en alkunna er að klám- og vændisiðnaðurinn er næsti bær við eiturlyfjavandann og samtvinnaður honum? Hvenær verða lög og reglugerðir aðlagaðar þörfum dagsins í dag svo lögreglan geti óhindrað unnið sín störf og tekist á við vandann sem stafar af klám- og vændisiðnaðinum? Þar sem nektardansmeyjarnar koma inn í landið á undanþáguákvæði 14. greinar I lögum nr. 133 um atvinnuréttindi útlendinga frá 1994, eru þær undanþegnar læknisskoðun. Erlendir verkamenn sem t.d. vinna við línulagn- ir á hálendinu fara í gegnum nákvæma læknisskoðum, á meðan þessar stúlk- ur sem eiga svo náin samskipti við fólk eru undanþegnar læknisrannsókn við komuna til landsins. Auk þess eru þessar stúlkur undanþegnar allri skráningu hjá Útlendingaeftirliti og skattayfirvöldum, þurfa hvorki atvinnu- né dvalar- leyfi í landinu þótt flestar þeirra komi frá svæðum sem eru utan EES. Hafa hlutaðeigandi yfirvöld leitt hugann að því að alvarlegir smitsjúk- dómar kynnu að berast til landsins með þessum stúlkum, svo sem eyðni eða lyfjaþolnar berklabakteríur, sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin varaði við fyrir 6 árum og nú er talin hætta á að breiðist út í Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku? Hafa heilbrigðisyfirvöld ekki áhyggjur af þessari ógn? Hafa þau áætlan- ir um einhverjar öryggisráðstafanir og þá hverjar og hvenær? Klám og vændi er sem kunnugt er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur hluti al- þjóðlegrar holskeflu. Á ráðstefnunni Konur og lýðræði vöktu ummæli dr. Vaira Vike-Freiberga, forseta Lettlands, mikla athygli en hún gerði að um- ræðuefni hina hættulegu og niðurlægjandi verslun með manneskjur eða nú- tímaþrælahald, sem er mikið vandamál í heimalandi hennar sem og annars staðar í Austur-Evrópu. Teljið þér, herra forsætisráðherra, ekki ástæðu til þess að láta kanna ofan í kjölinn hvort einhver angi þessarar starfsemi eða annarrar af svipuðum toga hafi borist hingað til lands, þar sem vissir aðilar græða á því að senda stúlkur á milli landa til starfa í klám- og vændis- iðnaðinum? Þann 18. júlí 1985 öðlaðist gildi á íslandi samningurinn um afnám allrar mis- mununar gagnvart konum sem samþykktur var á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York 18. desember 1979.1 sjöttu grein þessa samnings segir: „Aðildarrikin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir, þ.á m. með laga- setningu, til að hamla gegn hvers konar verslun með konur og gróðastarf- semi tengdri vændi kvenna." Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar af íslands hálfu til þess að upp- fylla skuldbindingar þessa samnings? Að lokum viljum við minna á að næsta ár verður Reykjavík ein af menning- arborgum Evrópu. Skyldi það eiga eftir að vefjast fyrir einhverjum að útskýra fyrir erlendum gestum hina nýju ásýnd miðborgarinnar sem líkist æ meira er- lendum „rauðljósa hverfum", enda blasa skilti nektardansstaðanna við veg- farendum sem leggja leið sína um Fischersund, Austurstræti, Hafnarstræti, Hverfisgötu og Laugaveg, að viðbættu Brautarholti og Grensásvegi. Er þetta sú ásýnd höfuðborgarinnar sem okkur sjálfum líkar og við viljum að börn okkar og barnabörn alist upp við? Afrit af bréfi þessu verður sent ráðherrum, alþingismönnum og fjölmiðlum. Virðingarfyllst, Rannveig Jónsdóttir, cand.mag. / framhaldsskólakennari Margrét Guðmundsdóttir, kennari Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræð/ngur Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sérþjónustuprestur Vilborg Harðardóttir, framkvæmdastjóri Elísabet Þorgeirsdóttir, ritstjórí Guðný Guðmundsdóttir, kaupkona Hólmfriður Árnadóttir, talmeinafræðingur / kennsluráðgjafi Sigrún Gunnlaugsdóttir, kennari Rósa Guðmundsdóttir, deildarstjóri Maria Bergmann, MGA Arndis Ó. Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur / guðfræðinemi Ásdis Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur Björg Gisladóttir, starfskona Stigamóta Elína Hrund Kristjánsdóttir, guðfræðinemi Guðrún Þorkelsdóttir, launafulltrúi Hólmfriður Hilmisdóttir, deildarstjóri Kolbrún Erna Pétursdóttir, leikkona / starfskona Kvennaathvarfsins Magdalena Ósk Einarsdóttir, bókhaldari Margrét Hákonardóttir, hjúkrunarfræðingur Margrét Ó. Ivarsdóttir, grunnskólakennari Sigriður Magnúsdóttir, þýðandi Sigriður Erla Jónsdóttir, viðskiptafræðingur Sólveig Jónsdóttir, þýðandi Steinunn Pálsdóttir, vefnaðarkennari Svala Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Svanhvit Hallgrimsdóttir, tónlistarkennari Þóra Björnssdóttir, hjúkrunarforstjóri á Vogi VER A • 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.