Vera


Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 42

Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 42
Ég fór fram í eldhús. Almáttugur, gosið hafði allt lekið ofan í grautinn. Mér tókst að hvísla þess- ar sorgarfréttir með hangandi höfuð og ég sá hvernig jólaglampinn hvarf úr augum barna minna. Mér leið hræðilega. Jæja, ég gæti ekki klúðrað kaffinu og jólagjafirnar eru enn á sínum stað. Ég settist niður, fegin hvíldinni og viti menn, ég steinsofnaði í sófanum. Þetta voru ekki mikil jól fyrir mig. Þetta voru verstu jól ævi minnar. Hef ég látið Móður mína ganga í gegnum allt þetta hver einustu jól, undanfarin 30 ár? Hvílík kona, hvílík hetja, finnst þér það ekki Vera? Og er það kannski þess vegna sem ég ákvað þessi jól að senda börnin heim í föðurhús, svona til þess að þeir fái að finna fyrir því hvernig það er að BÚA til jól, eða eiga þeir eftir að gera það? Fara þeir ekki bara heim til Mömmu? Myndi Mamma þeirra nokkurn tímann segja: jæja nú sjá- ið þið um jólin, ég ætla að njóta jólanna. Nei það efast ég um. Ef það er engin mamma, þá er það eiginkona, eða systir. Ég ætla nefnilega að eyða jólunum með bróður mínum í Belgíu. Hann er þegar farinn að hringja: - Við skulum hafa rjúpur. - Já endilega haf ÞÚ rjúpur. - Ég? Ég kann ekki að elda rjúpur, sagði hann. Hann er eins og Leppalúði, finnst þér það ekki? Bíður eftir að maturinn sé settur á borðið, ef ekki Mamma, þá Litla systir. Ameríkanarnir horfa á mig stórum augum þegar ég segi þeim að börnin verði ekki hjá mér á jólunum og þeir tuldra í barm sér: Uh, þessir fem- inistar. Já, kannski eru það bara feministar sem krefjast þess að þessu mikla ábyrgðarhlutverki að halda jól sé dreift á fleiri hendur, en ég veit líka að eftir þessi jól munu feður barna minna aldrei aft- ur krefjast þess að fá að hafa börnin yfir hátíðarn- ar. Hvernig eiga þeir eftir að ráða við það? Sjáðu til Vera, þetta er nefnilega allt saman hluti af hernaðaráætluninni; að minna á að ójafn- réttið sem konur standa frammi fyrir hvern ein- asta dag, líka á jólunum. Fyrir það er ég tilbúin til þess að fórna börnunum mínum yfir heil jól. Kannski ég skreppi bara til Kúbu. Eða hvað fínnst þér Vera? Þorgerðuy ÞonndMcLóttir, MA t kynjajrceðuuv Þegar ég settist fyrir framan tölvuna til þess að skrifa „jólahugleiðingu við aldarlok" út frá sjónarhorni feminista féllust mér hendur. Mín fyrsta hugsun var að leggja lín- urnar fyrir næstu öld, skrifa vakningar pistil, sem hvetti til ráða og dáða ungar konur og menn. Hin kjarnyrta hvatningarræða, „Vaknaðu kona, vaknaðu!" lét hinsvegará sér standa. Ég neyddist til að viðurkenna fyrir sjálfri mér að þrátt fyrir meistaragráðu í kynjafræðum og feminískum kenningum hef ég engin svör handa framtíðinni, enda hljóta svör hennar alltaf að spretta upp úr spurningum nútíðarinnar. En hver er sú nútíð sem við okkur Islendingum blasir um árþúsundamót? Ég er ný- komin heim eftir að hafa búið í heimsborginni New York í fjögur ár. Ég horfi því enn- þá á íslenskt samfélag með „glöggum gests augum". Augum þess sem hefur farið I burtu, stundum fengið pínu heimþrá í öllu jólastússinu en er nú komin aftur heim til að upplifa alla dýrðina. Og nú finnst mér satt best að segja margt skrýtið í kýrhausn- um. Verslunarhreysi hefur umbreyst í verslunarhöll. Hver búðin af annari sérhæfir sig í rándýrum og fínum vörum sem enginn þarf raunar á að halda en allir vilja samt eign- ast. Til að bregðast við eftirspurn og taka þátt í gullæðinu á að reisa nýjar hallir í nýj- um hverfum þannig að enginn þurfi að sitja uppi með ónýtta peninga sem hvergi er hægt að koma í lóg. Til að neytendur sofnuðu ekki á verðinum minntu IKEA-menn okkur á jólin, hátíð Ijóss og friðar, með syngjandi, tágrönnum jólasveinum sem stilltu sér upp á nærbuxunum í haustrigningu í október. Litla systir mín, sem hélt í einlæga barnstrú sína á jólasveininn fram eftir öllum aldri, þakkar sínum sæla fyrir að vera ekki barn í dag og þurfa að horfa upp á sveininn góða svo illa niðurlægðan. Eitthvað fer samt allur skarkalinn öfugt í mig. Ég er strax orðin svolítið pirruð, núna í nóvember- lok, á öllu jólafárinu, jólabænum Akureyri, jólasýningunni ( Höllinni og góðlegum áminningum um að kaupa, kaupa, kaupa. En það er fleira til sölu en jólastemning. Næturlíf borgarinnar hefur líka fengið á sig nýjan svip og enn vitnar allt um góðærið sem kvað ganga yfir Islendinga. Hinir svokölluðu „Súludansstaðir", sem hér voru óþekkt fyrirþæri fyrir nokkrum árum, hafa sprottið upp eins og gorkúlur og heltekið íslenskt samfélag. Þeir vitna um velmegun og alþjóðavæðingu fslendinga sem hafa nú efni á að flytja til landsins erótískar list- danskonur í hundraða vís. Félagsskapur hinna erlendu listakvenna kostar þó auðvitað sitt. Þannig þykir óhæfa að bjóða dansmeyjunum upp á aðra drykki en kampavín og lágmarksverð fyrir stuttan einkadans mun vera þetta fimm til sex þúsund krónur. 4 2- VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.