Vera


Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 66

Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 66
Þróun reykinga kvenna í gegnum söguna hafa reykingar tengst sjálfstæðisbaráttu kvenna. Kvenréttindakonur, sem flestar voru vel menntaðar og af efnuðu fólki, byrjuðu að reykja um aldamótin. Nokkrum árum síðar voru ungar yfir- stéttarkonur farnar að reykja í veisl- um og þótti það mjög glæsilegt. Fljótlega upp úr 1950 fóru tóbaks- framleiðendur að beina auglýsingum sínum markvisst að konum en þær voru hinn óplægði akur. Hér á landi er líklegt að reykingar karla hafi náð hámarki á árunum 1960-70 en reyk- ingar kvenna á árunum 1970-80. í sögulegu Ijósi I kjölfar aukinnar þekkingar hafa reykingar minnkað hjá menntuðum konum en aukist hjá þeim sem hafa minni menntun og erfiðari félags- legar aðstæður. Samkvæmt WHO (Alþjóða heil- brigðisstofnuninni) hefur komið fram að þær konur sem telja sig geta haft áhrif á eigið líf og heilsu reykja síður en konur sem fínnst þær hafa litla stjórn á lífi sínu. Eftir því sem þátttaka kvenna í atvinnulífinu hefur aukist hafa þær jafnframt aukið reykingar. Launuð vinna hefur bæst við hin hefðbundnu ólaunuðu störf og sífellt aukast kröfurnar sem gerðar eru til kvenna. Hlutverkum nútímakon- unnar fer sífellt fjölgandi sem óhjákvæmilega hef- ur í för með sér aukna streitu. Hún er móðir, eig- inkona, fyrirvinna, dóttir og svo mætti lengi telja. Þessi nútímakona leggur metnað sinn í að standa sig á öllum sviðum. I dag beinist áróður tóbaksframleiðenda að ungu fólki og er einkum höfðað til þeirrar ímynd- ar að konan eigi að vera há, grönn, frjáls, vinsæl, eftirsóknarverður félagi, sjálfstæð og fullorðin. Daglegar reykingar kvenna (18-69 ára) á Islandi hafa minnkað úr 37% árið 1985 í 28% árið 1997. En á sama tíma hafa daglegar reykingar karla (18-69 ára) minnkað úr 43% í 30 %. Af þessu má sjá að meira hefur dregið úr reykingum karla en kvenna. Líffræðileg áhrif reykinga á konur Almenn þekkt éhrif reykinga eru aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum, aukin tíðni krabba- meins, lungnasjúkdóma og ýmissa annarra sjúk- dóma. Líkamleg áhrif reykinga koma yfirleitt ekki fram fyrr en u.þ.b. 20-40 árum eftir að þær hófust. Auk þess hafa reykingar víðtæk og óæskileg áhrif á allan kvenlíkamann. Frjósemi minnkar, fylgikvillum á meðgöngu fjölgar og auknar líkur eru á sjúkdómum hjá ófæddum og nýfæddum börnum. Nikótín fer auðveldlega um fylgju til fósturs. Styrkleiki nikótíns í blóði fósturs verður meiri en í blóði móður og það er lengur að skilj- ast út hjá fóstri. Það má því segja að eftir því sem fleiri konur á barneignaaldri byrja að reykja, hlýt- ur heilsa ófæddra barna að vera í aukinni hættu. Börn sem kynnast nikótíni í móðurlífi verða fyrr háð því ef þau byrja að fikta við reykingar síðar. Tíðahvörf verða 2-3 árum fyrr en hjá reyklausum konum. Aukin hætta er á beinþynningu þar sem reykingar hafa letjandi áhrif á myndun estrogens (sem er mikilvægasta hormónið til að hindra bein- þynningu). Einnig eykst tíðni leghálskrabbameins. Hjá konum sem reykja og nota P-pilluna eykst hættan á blóðtappa 23 sinnum miðað við konur sem ekki reykja. Einnig er vitað að reykingar geta minnkað áhrif ýmissa lyfja hjá konum. Við sígarettureykingar lækkar súrefnismettun blóðrauðans um 3-7%, sem leiðir til aukinnar seigju blóðsins og hættu á blóðtappamyndun. Sígarettureykingar auka hættu á lungna- krabbameini meira meðal kvenna en karla. Áhættan eykst eftir því sem meira er reykt. Þannig eru konur sem reykja 25 eða fleiri sígarettur á dag í 44 faldri áhættu, en karlar í 29 faldri áhættu miðað við þá sem aldrei hafa reykt. Dánartíðni hjá konum af völdum reykinga hef- ur stóraukist. Þriðjung af öllum dauðsföllum hjá konum vegna krabbameins má rekja beint til reykinga og í dag deyja fleiri konur úr lungna- krabbameini en úr nokkrum öðrum sjúkdómi. Að minnsta kosti ein af hverjum fjórum konum sem reykja munu deyja fyrr en ella vegna fíknar sinnar. Stúlkur eru að jafnaði með minni lungu og þrengri berkjur en strákar Þess vegna verða áhrif reykinga meiri á lungnavef stúlkna. Hvers vegna byrja konur að reykja ? Sífellt fleiri konur um allan heim byrja að reykja og hafa afleiðingar þess í för með sér víðtækan heilsufarsvanda fyrir allt mannkynið. Ástæður þess að ungar konur í hinum vestræna heimi byrja að reykja í dag eru fyrst og fremst tengdar útliti, ímynd og éhrifum frá umhverfinu. Tóbaksfram- leiðendur hafa opinberlega viðurkennt að ungar konur eru aðalmarkhópur þeirra. Þeir markaðs- setja vörur sem eru sérstaklega hannaðar fyrir konur og eiga að höfða frekar til þeirra. Einnig auglýsa þeir sérstaklega í kvennatímaritum og styrkja þau gegn því að ekki komi fram í þeim upplýsingar um skaðsemi reykinga. Unglingsstúlkur eru oft með lítið sjélfstraust og óraunhæfa sjálfsmynd og það er staðreynd að 66 VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.