Vera


Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 14

Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 14
Þarna skapast því ákveðinn vítahringur sem væri gott að komast út úr. Fólk skapar sér sinn eigin raunveruleika með viðhorfi sínu." Alltaf hægt að gera betur Fjölprent hefur þróast og vaxið töluvert síðan Ólöf tók við þv(, en fyrirtækið er elsta silkiprent lands- ins, stofnað 1955. Þriðja stærsta fánaverksmiðja í Hollandi, Van Straaten Vlaggen b.v., gerðist svo meðeigandi að Fjölprenti á síðasta ári, eftir 18 mánaða samvinnu. „Ég vann þarna í rúmt ár áður en ég tók við skuldum fyrirtækisins, sem átti þá engar eignir eða vélar, aðeins kunnáttu tveggja starfsmanna. Hjá fyrirtækinu vinna nú 6-10 starfsmenn, árs- tíðabundið, og veltan hefur aukist töluvert á hverju ári. Eiginfjárstaða fyrirtækisins er mjög góð í dag og ég er nú að stækka við mig, tvöfalda húsnæðið og auka við starfsfólk með sérþekk- ingu. Ég er því að fara út í töluverðan stofnkostn- að og þarf að standa eða falla með því næsta árið." Er Ólöf er spurð að því hvort ekki hafi verið stór ákvörðun að fara út í rekstur fyrirtækis segist hún hafa tekið snögga ákvörðun. „Ég átti mjög fatlaða dóttur þegar ég tók við fyrirtækinu og enginn vildi ráða mig í vinnu vegna þess. Til þess að geta séð henni farborða varð ég (raun að gera þetta og það var .upphafið að öllu saman. Þegar maður á veikt og fatlað barn berst maður eins og Ijónynja. Svo lést dóttirin fyrir fjórum árum. Þá sökkti ég mér í fyrirtækið, gaf allt mitt í það. Það er ákveðin þrjóska sem rekur mig áfram. Þörf til að sýna að kona geti gert jafn vel og maður og sýna að kona sem lent hefur I erfiðleikum geti rétt úr kútnum og komist áfram. Ég var til dæmis komín út í töluverða óreglu á yngri árum en mér tókst að snúa við blaðinu og verða eitthvað. Þannig að ég er í og með að sýna og sanna þjóð- félaginu að það er sama hvað hefur dunið á í llfi manns, það er alltaf hægt að finna leíðir og gera betur." N N U L í F 1 N u _________________________________ líiuS>léreft Bankastræti 10 - Sími 561 1717 Kringlan - Sími 588 2424 14 • VER A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.