Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 32
Grein sex kveður á um
að aðildaríki sáttmálans
skuli gera allar nauðsynlegar
ráðstafanir, með lagasetningu
ef þörf krefur, til að koma
í veg fyrir verslun með konur
og misnotkun þeirra
í formi vændis.
manna um starfsemi nektardansstaða á Islandi
segir m.a. „að sambandið hafni öllum tilburðum
hins opinbera í þá átt að takmarka athafnafrelsi
einstaklinganna." (Mbl. 22.11.1999).
Slíkar fullyrðingar eru vart svaraverðar því í
raun lýsa þær eingöngu fávisku þeirra sem í ofan-
nefndri stjórn sitja um athafnafrelsi einstaklings-
ins, eða réttara sagt um skerðingu frelsis milljóna
kvenna og barna um heim allan. Fréttatilkynning
þessi var send til fjölmiðla eftir að fjórar konur
sem unnið höfðu á svokölluðum nektardansstöð-
um höfðu leitað á náðir Kvennaathvarfsins þar
sem þær höfðu verið misnotaðar í formi vændis.
Tuttugu ár eru sfðan stofnaður var alþjóðasáttméli
um afnám allrar mismununar gegn konum.
Nokkrum árum seinna lögfesti Alþingi Islendinga
umræddan sáttmála.
Sáttmáli um afnám allrar
mismununar gegn konum
Sáttmálinn var gerður á allsherjarþingi Samein-
uðu þjóðanna í september 1979 og fagnar því á
þessu ári 20 ára afmæli sínu. Sáttmálinn er al-
þjóðasamningur sem hefur að markmiði að
tryggja aukin réttindi kvenna. Stofnað var til hans
með það í huga að meirhluti kvennna í þessum
heimi býr ekki víð þau mannréttindi sem Mann-
réttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á
um. í sáttmálanum segir að aðildarríki Sameinuðu
þjóðanna skuli virða réttindi kvenna í þágu lýð-
ræðislegra stjórnarhátta. Ríki skulu ennfremur
koma í veg fyrir pólitíska mismunun kynjanna á
öllum sviðum þjóðfélagsins til þess að bæði kynin
fái notið þeirra mannréttinda sem eru ofarlega í
ákvæðum stjórnarskráa þeirra ríkja heims er
kenna sig við lýðræði. Stjórnvöld eru þess vegna
hvött til að grípa til allra hugsanlegra ráða til að
rétta megi hlut kvenna um vfða veröld. Sáttmál-
inn öðlaðist gildi í september 1981. í desember
1998 höfðu 163 lönd skrifað undir sáttmálann.
Island skrifaði undir hann 24. júní árið 1980 og
lögfesti hann þann 18. júnf 1985.
Sjötta grein sáttmálans fjallar um vændi og al-
þjóðaverslun með kynlífsvarning (trafficking), sem
oftar en ekki er aðeins annað orð yfir lifandi ein-
staklinga, konur og börn. Grein sex kveður á um
að aðildaríki sáttmálans skuli gera allar nauðsyn-
legar ráðstafanir, með lagasetningu ef þörf krefur,
til að koma í veg fyrir verslun með konur og mis-
notkun þeirra í formi vændis. Grein sáttmálans
fjallar að mestu um aðgerðir gegn þeim sem með
einhverju móti stuðla að eða hagnast á misnotk-
un annarra í formi vændis.
Framkvæmdaáætlun kvennaráðstefna Sam-
einuðu þjóðanna, sem Island er fullgildur aðili að,
fjallar einnig um alþjóða verslun með kynlffsvarn-
ing. Kvennaráðstefnan í Peking árið 1995 ályktaði
nú síðast um málið með eftirfarandi hætti:
Kvennaráðstefna Sameinuðu Þjóðanna hvetur
aðildarriki sáttmálans um afnám allrar mismunun-
ar gegn konum að lögfesta og fylgja grein sex
eftir með sérstökum lagasetningum ef þörf kref-
ur. Til sérstakra aðgerða skal gripið til að aðstoða
fórnarlömb alþjóða verslunar með kynlifsvarning
og til að refsa þeim er hana stunda. Stjórnvöld
aðildarrikja stofnunarinnar skuldbinda sig til að
veita fórnarlömbum verslunar með kynlifsvarning
heilbrigðisþjónustu, sálfræði- og félagsráðgjöf
byggða á samvinnu rikisvaldisins og óháðra
mannréttindahreyfinga. Löggæsluyfirvöld skulu
ennfremur veita fórnarlömbum vitnavernd, óski
einstaklingar sem misnotaðir eru í vændi lögsókn-
ar í máli sínu.
Alþjóða verslun með konur hefur verið við-
fangsefni fjölmargra alþjóðaráðstefna sem haldn-
ar hafa verið síðastliðin ár í umboði Sameinuðu
þjóðanna eða óháðra félagasamtaka og mann-
réttindahreyfinga og hafa ályktanir þeirra byggt á
sáttmálanum um afnám allrar mismununar gegn
konum. Þrátt fyrir athyglina sem vandamálið hef-
ur fengið á alþjóðavettvangi er Ijóst að mikil vinna
er framundan, einna helst I þá átt að veita stjórn-
völdum aðildarríkja sáttmálans aðhald til að fylgja
ákvæðum hans eftir og sýna yfirlýstan vilja sinn í
verki.
Eins og fram hefur komið eru íslensk stjórn-
völd skuldbundin af alþjóðasáttmálum til þess að
grípa til aðgerða gegn kynlífsiðnaðinum sem nú
þrífst hér á landi, með lagasteningu ef þörf kref-
ur. Lagasetning skal taka mið af mannréttindum
þeirra kvenna sem orðið hafa fórnarlömb vændis
sem rekið er af alþjóða glæpahringjum og
íslenskir aðilar hagnast af.
I heimildum um kynjasamskipti í Austur-Evr-
ópu er því oft haldið fram að með tilkomu lýð-
ræðislegra stjórnarhátta muni pólitísk mismunun
kynjanna, sem bæld var niður á tímum ríkissósíal-
ismans, verða sýnilegri og því einfaldara að ráðast
að rótum vandans. Það er mikill misskilningur að
lýðræði og frjálst markaðshagkerfi séu eitt og hið
sama, eins og hefur verið svo áberandi í þjóðfé-
lagslegri umræðu um kynlífsiðnaðinn á Islandi.
Hins vegar er rétt að lýðræðislegir stjórnarhættir
bjóða upp á óháðan pólitískan vettvang þar sem
ólík sjónarmið mætast með það að markmiði að
veita stjórnvöldum aðhald til aðgerða sem þau
hafa skuldbundið sig til.
Rósa Erlingsdóttir, stjórnmálafræðingur, skrifaði lokaritgerð um
stöðu kvenna í Austur-Evrópu á tímum stjórnarfarsbreytinganna.
Samfara M.A námi stundaði hún samanburðarrannsóknir á
þróun stjórnarhátta frá einræði til lýðræðis.
32 •
VER A