Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 17
Fagfólk sem vinnur með fjölskyldur
og börn horfa almennt á vanraeksluna
sem hina miklu meinsemd nútímans,
vanrækslu gagnvart börnum, foreldrum
og fjölskyldum sem birtist á ýmsan hátt
í menningu okkar og þjóðfélagsgerð.
og erum meðvituð um að nekt og erótík á í raun lítið skylt við slíka
hluti. Samt hefur klæðskerum klámmarkaðarins á Islandi tekist að
markaðssetja sína vöru í gagnsæju dulargervi listdans. Þegar það
blasir einnig við að klámiðnaðurinn er að gera út á neyð kvenna
þurfum við alvarlega að fara að velta fyrir okkur hvers konar „menn-
ingu" og viðhorf við erum að rækta með okkur ( okkar samfélagi,
hvaða skilaboð við erum að gefa börnum okkar og unglingum,
hvers konar jarðveg við erum að skapa fyrir lífstréð okkar, fjölskyld-
una.
Allar fjölskyldur fá margskonar þroskaverkefni, áföll og kreppur
að glíma við og hafa að einhverju leyti mismunandi forsendur og
möguleika vegna innri og ytri aðstæðna til að takast á við marg-
þættan vanda lífsíns. Sem einstaklingar höfum við fengið mismun-
andi veganesti með okkur út 1 llfið og höfum þannig mismunandi
forsendur til að fóta okkur og halda jafnvægi á álagstímum og læra
að takast á við hin neikvæðu öfl tilverunnar þannig að við lendum
ekki sjálf inn í niðurrifsvítahring sjálfsniðurlægingar og flótta.
Klámvæðingin mengar
Við þörfnumst samfélags sem styrkir okkur í að læra að taka ábyrgð
á okkur sjálfum, auka okkar lífshæfni, þ.e. getuna til skapandi starfs,
getuna til að læra að elska okkur sjálf og aðra, þróa djúp og náin til-
finningatengsl við aðra manneskju, njóta heilbrigðra ásta og gleði,
taka ábyrgð á eigin heilsu. Við þörfnumst samfélags sem kennir okk-
ur að virða bæði kynín jafnt, hvort sem er til launa, ásta eða annarra
þátta tilverunnar.
I viðskiptaheimi klámsins virðast engin siðferðileg lögmál gilda.
Konur og kvenleikinn er notaður á niðurlægjandi hátt ( gróðaskyni
sem söluvara í nafni frelsis. Kynlífið og hið nána í samskiptum kynj-
anna afskræmt og niðurlægt. Það alvarlegasta er þó kannski að
þeim skoðunum er óspart komið á markað að þetta sé það sem nú-
tíminn kjósi, þetta sé löglegt, konurnar velji þetta sjálfar og að eftir-
spurnin réttlæti og sanni ágæti þessa alls.
Klámvæðingin og hugarfarið sem henni fylgir er farið að menga
allt okkar líf og hefur auðvitað alvarlegustu áhrifin þar sem síst
skyldi, á óþroskaða, unga eða veika einstaklinga og inn í fjölskyldu-
tengsl þar sem ærinn uppsafnaður vandi er fyrir.
Mér finnst mikilvægt að við reynum að taka heildstætt á þessu
máli, að hvert og eitt okkar finni sitt ábyrgðarhlutverk í því. Það er
gleðilegt að þagnarmúrinn er rofinn, umræðan farin af stað en við
þurfum að gera okkur grein fyrir að hér er viðfangsefni sem reynir
verulega á hæfni okkar og getu að skapa samfélag sem við sættum
okkur við. Skoðanakannanir sýna að mikill meirihluti landsmanna er
á móti þessari klámvæðingu en það þarf samstillt átak og aukna
meðvitund til að snúa þessari óheillaþróun við. Bæjaryfirvöld eru
þegar byrjuð að kanna hinar lagalegu forsendur og verður vonandi
eitthvað ágengt í því en gætu í millitíðinni látið herða eftirlit með
þeim stöðum sem bjóða upp á klámsýningar. Fjölmiðlar gætu aukið
gagnrýna og málefnalega umfjöllun um þessi mál og bundist sam-
tökum um að auglýsa ekki klámið og við bæjarbúar almennt staðið
betur á okkar verði og gert þær kröfur til umbjóðenda okkar (
bæjarstjórn og á Alþingi að stuðla markvisst að aukinni fjölskyldu-
vernd og framtíðarheilbrigði í samfélaginu.