Vera


Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 72

Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 72
jólabœkurnar R _Q___K___A___D___Q___M_ Svona er þetta i róti hugans eftir Kay Redfield Jamison Mál og menning 1999 Undanfarin ár hefur umræðan um geðsjúk- dóma og geðheilbrigð- ismál breyst þó nokkuð. Hún hefur orðið opnari, einnig hér á landi, þótt enn sé þessi þáttur lífsins hulinn hjúpi vanþekkingar og því miður oft for- dómum. Fræðsluþættir eru búnir til og viðtöl tek- in við sjúklinga, aðstandendur og síðast en ekki síst sérfræðinga á þessu sviði. Fræðslan er oftar en ekki háð því hversu mikið fagfólkið leggur upp úr því að fræða og miðla þekkingu sinni á mann- legu eðli, og umhverfi og orsakavöldum geðsjúk- dóma. En það er ekki nóg að fagfólk tjái sig um þessi flóknu og viðkvæmu mál. Notendur þjón- ustunnar, þ.e.a.s. sjúklingarnir, eru farnir að láta á sér kræla, rödd þeirra gerist æ háværari og það er notað sem mælikvarði á góða þjónustu þar sem sjónarmið og viðhorf sjúklinga eru sjáanleg. Sama á við um vaxandi þátt þeirra í uppfræðslu og um- ræðum um hvaða afleiðingar það hefur að þjást af geðsjúkdómi. Það er því mikill fengur þegar virtur fræðimað- ur á þessu sviði, sem þjáist sjálfur af alvarlegum geðsjúkdómi, skrifar bók um reynslu sína. Þetta er bókin ( róti hugans eftir Kay Redfield Jamison, bandarískan sálfræðing sem hefur í rúm 25 ár barist við geðhvarfasýki og afleiðingar hennar. I bókinni lýsir hún sjálfri sér og fjölskyldu sinni, frá hamingjusömum bernskudögum og sveiflu- kenndum unglingsárum þegar fyrst fer að bera á geðsveiflum, að glæsilegum námsferli í háskóla þar sem hún ætlaðí 'að leggja stund á læknis- fræði. Kay söðlar um og leggur stund á sálarfræði og rannsóknir, tekur doktorsgráðu og fer að kenna nemum í læknisfræði. Nýfarin að kenna veikist hún alvarlega af sínu fyrsta geðhæðarkasti og smátt og smátt verður henni Ijóst að hún þjá- ist af geðveiki. Þrátt fyrir þetta á hún að baki sér- lega metnaðarfullan og glæsilegan feril, bæði sem vísindamaður og kennari. I bókinni birtist hún sem mjög greind, áköf og hrifnæm kona með mikinn áhuga á vísindum. Hún lýsir umhverfi sínu í æsku sem stífum og ósveigjanlegum heimi þar sem siðalögmál hersins giltu og henni er kennt að vera tillitssöm, kurteis A og gætin. Þessi lögmál gilda þegar manneskjan hagar sér á vitsmunalegan hátt. En ekkert uppeldi undirbýr manneskjuna undir það að missa vitið, að verða ófær um að hugsa rökrétt og hegða sér samkvæmt viðteknu hegðunarmynstri. Geðofsi og ofbeldisfull hegðun skelfir umhverfið, veikir sjálfsmyndina og brýtur niður sjálfstraustið og er oft sérstaklega erfið konum þar sem hegðunin er í hrópandi ósamræmi við viðteknar siðvenjur. Þetta gerist í geðhæðarköstunum, sem í fyrstu eru eins og ölvun, veita nautn og óþrjótandi orku en geta endað í sturlun og brjálsemi sem er lífs- hættuleg og ósegjanlega þjáningarfull. Lýsing Kay á ástandi sínu og upplifunum í geðhæðar- köstum eru mjög magnaðar, svo ekki sé meira sagt. Þær eru líka trúverðugar og hvað eftir ann- að hugsaði ég: Já svona er þetta. Einnig er þetta mjög góð lýsing á skarpgreindri konu með mikla faglega þekkingu sem afneitar lengi vel sjúkdómi sínum og því að þurfa að styðjast við hækjur á borð við lyf. Lýsing hennar á stríðinu og barátt- unni á móti lyfinu Lithium er mjög sterk og trú- lega þekkja margir geðhvarfasjúklingar þessar til- finningar. Þunglyndinu lýsir hún líka á mjög trú- verðugan hátt með þeim doða sem einkennir það, svo og þjáningu sem veldur þvi að eini kost- urinn virðist vera að svipta sig lífi. En söknuðurinn eftir hæðunum situr líka eftir þegar jafnlyndið verður blæbrigðalítið og dauft. Það er ekki heldur tekið út með sældinni að sætta sig við það að vera báðum megin við borðið hvað varðar geð- sjúkdóma, ýmsa þætti verður að yfirstíga, svo sem hverjum ætlar þú að segja frá sjúkdómnum, ætl- ar þú yfirleitt að tala um hann opinberlega og hvernig ætlar þú að ráðast gegn þínum eigin for- dómum? Kay lýsir því ágætlega hvernig sjúkdóm- urinn hefur áhrif á þá vinnufélaga sem vita af sjúkdómnum, hvernig hann hefur áhrif á starf, vináttu og ástarsambönd. En hún virðist vera sér- staklega heppin með meðferðaraðila, vini, ást- menn og vinnuumhverfi. Það er með ólíkindum hve lítið sjúkdómurinn hefur áhrif á vinnuframlag hennar og hversu veik hún er án þess að vera lögð inn gegn vilja sínum. Hún útskýrir það þó á einum stað með sveigjanlegri löggjöf Kaliforníu- ríkis og umburðarlyndi háskólaumhverfis hennar virðist vera meira en margur hefur reynt í hinum akademíska heimi hérlendis. Getur það verið að hin leiftrandi greind henn- ar, gott félagslegt net, lyfin og siðast en ekki slst ástin, sem hún lýsir sem miklum lækningarmætti, hafi haft það úrslitavald að hún hefur náð tökum á sjúkdómi sem veldur svo mörgum ævarandi fötlun og félagslegri einangrun? Hún segir í eftirmála að hún hefði þrátt fyrir allt kosið að þjást af geðhvarfasýki hefði hún átt þess kost að ráða því. Það er óvenjuleg en vissu- lega áhugaverð afstaða sem skýrist þó við lestur bókarinnnar. Þetta er mikilvæg bók og tímabær. Hún er mjög læsileg, fróðleg fyrir almenning og vekur margar spurningar, sem þeir sem eiga við sjúk- dóminn að stríða eru þetur í stakk búnir að svara, og hún er vel til þess fallin að koma á fót umræðu um sjúkdóminn. Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur forstöðukona í Vin, athvarfi fyrir geðfatlaða. Augliti til auglitis c*& UQliliUlauglLlls inuganlr Iwiúi hmniii Ihugun fyrir konur er efni bókar sem sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir hefur skrifað og heitir Augliti til auglitis. Myndlistarkonan Kristín Arngríms- dóttir myndskreytir bókina. ( bókinní er að finna nítján íhuganir fyrir konur í ýmsum aðstæðum lífsins og fjórar Biblíulegar íhuganir. Fremst er inn- gangur með almennri umfjöllun um ihugun og leiðbeiningum um hvernig hægt sé að ástunda hana Sr. Solveig Lára segir að kveikjan að bókinni hafi verið reynsla hennar sem sálusorgari kvenna. Það sé reynsla henn- ar að ekkert geti hjálpað konum jafn vel út úr erfiðleikum og bænin og kristin íhugun. Síðastliðinn vetur stundaði hún nám i kristilegri íhugun og sálgæslu í Þýskalandi þar sem hún kynnti sér einnig störf kyrrðarsetra. Meðal kafla I bókinni má nefna: Ihug- un fyrir unga konu, fyrir konu með barni, fyrir konu sem býr við falið ofbeldi, fyrir konu með samviskubit, fyrir konu sem býr við vímuvandamál og fyrir konu sem á við offitu að glíma. Útgefandi bókarinnar er Skálholtsút- gáfan, útgáfufélag þjóðkirkjunnar. 72 VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.