Vera


Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 47

Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 47
 -t Nú fer hátíð Ijóss og friðar að nálgast, jólin sjálf. Það finnst mér og vonandi sem flestum mikið tilhlökkunarefni. Hluti af jólahátíðinni er mikill og góður matur. Mikið framboð er af mat, kökum og sælgæti allan jólamánuðinn og er það lýsandi dæmi um þá velmegun sem flestir búa við nú til dags. I þessarí grein minni langar mig að fara örfáum orðum um matarneyslu okkar þennan mánuðinn. Auðvitað er það gott og gaman að við skulum vera saman og borða saman eða gera konfekt saman en þetta getur reynst mörg- um erfitt vegna allrar þeirra orku sem gjarnan er innbyrt I tengslum við þess- ar samverustundir. Byrjum á smákökum og konfekti. Með einum kaffibolla geta margir borð- að nokkrar smákökur og/eða konfektmola. I töflunni hér að neðan hef ég tekið saman orkutölur fyrir nokkrar algengar jólasmákökur. Tegund Orka (kkal) í 100 g Orka (kkal) í 1 stk. Vanilluhringir 510 kkal (fita 30%) 50 kkal Sörur 550 kkal (fita 60%) 100 kkal Algeng uppskrift af smákökum 490 kkal (25% fita) 40 kkal Ef ég borða eina af hverri tegund með kaffibollanum mínum fæ ég því u.þ.b. 200 kkal eða um 10% af því sem ég þarf yfir daginn. Margir slíkir „kaffiboll- ar" geta því „kostað" mikið! Einn lítill konfektmoli gefur um 40 kkal. Misjafnt er hvað fólk getur borð- að af konfekti en ég veit um einstaklinga sem fara létt með að borða 10 slíka sama skiptið. I þeim tilfellum erum við komin í 400 kkal en það er 20% af dagsorkuþörf konu á miðjum aldri. Versta tilfelli sem ég veit um er ung kona, sem reyndar var að glíma við offituvandann, sem borðaði upp úr einni 5 kílóa Machintosh dós yfir jólin. Það gaf henni um 24.000 kkal af orku sem gæti dugað henni í 10-12 daga ein og sér! Sem betur fer er þetta taumlausa át undantekning en það er ekki óalgengt að einstaklingur geti borðað allt að 1 kg af sælgæti yfir jólin. Næringargildi konfekts er lítið, svo hafa ber í huga að hér er um að ræða „tómar kaloríur" eins og þær eru gjarnan kallaðar. Laufabrauð er tákn jólanna fyrir mér og mörgum öðrum. Það er matur sem maður býr ekki til nema um jólin. Ég ólst upp við að borða laufabrauð með smjöri og það meiru frekar en minna. Ef það gildir um fleiri er hér á ferðinni orkubomba ef ekki er varlega farið. Ein laufabrauðskaka getur inni- haldið um 150 kkal án smjörs. Sé hún smurð með 10 g af smjöri þá er heild- artalan komin I 220 kkal á hverja köku. Algengustu kjöttegundirnar sem við höfum um jólin eru hamborgara- hryggur, rjúpa, kalkúnn, hangikjöt jafnvel hreindýr. Berum þessar kjötteg- undir saman með tilliti til orkuinnihalds: Tegund Hangikjöt Hamborgarahryggur Gæs án skinns Kalkúnn án skinns Rjúpur/hreindýr Orka (kkal) í 100 g 140-330 215 160 110 110 Fita grömm í 100 g 6-30 g 17 g 7.1 g 2.2 g 2,0 g Af þessu má sjá að fuglakjötið og hreindýrakjötið er einna hitaeiningaminnst og þá einnig fituminnst. Nautasteik er það einnig þó hún sé ekki meðtalin í töflunni. Hamborgarahryggur og hangikjöt er einna orkumest þó er fituinni- hald mjög háð því hvaðan af skepnunni kjötið er. Þetta eru svo sem ekkert sérlega háar tölur svona einar og sér. Þær hækka hratt þegar við förum að leggja saman allt það sem borðað er með því. Dæmi um máltíð á aðfangadag er: • Hamborgarahryggur (200 g) • Brúnaðar kartöflur (100 g) • Rauðkál (50 g) ■ Waldorfsalat (50 g) ■ Rjómasósa (100 g) ■ Laufabrauð án smjörs ■ Jólaöl (eitt glas) Þessi máltíð gefur nálægt 1200 kkal, eða um 50-60% af ráðlögðum dags- skammti miðaldra konu. Þá er ótalinn forréttur og eftirréttur ef einhver er. Um kvöldið eru gjarnan kökur og konfekt svo talan hækkar enn við það. Víst er að það er ekkert stórmál að neyta einnar slíkrar máltíðar en verði margar slíkar jólamáltíðir þá er ég hrædd um að nálin á voginni eigi eftir að rísa á mörgum stöðum og eitt er vist að það er flestum til mikilla leiðinda og í sumum tilfellum vandræða. Ég vona, þrátt fyrir þessa samantekt mína, að sem flestir geti notið góðs matar yfir jólahátiðarnar en munum að gæta hófs og skynsemi og njóta sam- verustundanna með skyldfólki um leið og við meðtökum boðskap jólahátfð- arinnar. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og gleðilegs nýs árs. 4 7 VER A •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.