Vera


Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 43

Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 43
Venjulegur meðaljón fer því létt með að eyða drjúgum hluta af matarpeningum mánaðarins á einni kvöldstund. Enginn hörgull virðist þó vera á viðskiptavinum, enda karlmannlegt að geta boð- ið erlendum konum drykk og upp í dans - ein- hverstaðar í öllum herlegheitunum situr einhver og malar gull. Islenskt „þorpssamfélag" þolir þó ekki enn viðvarandi og sýnilega stétt kynlífsverkafólks. (Hér er ég að þýða enska orðið sex workers sem nær yfir alla þá sem vinna í einhverskonar kyn- lífstengdum iðnaði, allt frá topplausum börum og yfír í götuvændi.) Súludansstaðirnir eru því reknir með farandvinnuafli, nýjar stúlkur koma og gaml- ar fara, svo hratt að þær ná aldrei að verða sýni- legir einstaklingar í þjóðfélaginu með andlit og nafn. Engum dettur í hug að kenna þeim íslensku, sýna þeim Þingvelli, Gullfoss og Geysi eða bjóða þeim upp á hákarl og brennivín, eins og þó þykir jafnan hæfa að gera við útlenda gesti. En þó nöfn og andlit stúlknanna renni saman í eitt, hafa líkamar þeirra og tilvist valdið miklu fjaðrafoki hjá þjóðinni. Stjórnvöldum og sóma- kærum borgurum stendur stuggur af nýrri ásýnd höfuðborgarinnar og fáir Akureyringar eru stoltir af vafasömu heimsmeti. Innlendir og erlendir kvenskörungar hafa hinsvegar áhyggjur af velferð og aðbúnaði hinna erlendu stúlkna. Þær sem hafa nefnt vændi sem mögulegan fylgifisk þessarar nýju dansmenningar hafa verið úthrópaðar sem nornaveiðarar og þeim borið á brýn að vilja raska lögmáli hins frjálsa markaðar með slíkum aðdrótt- unum. í öllu hafaríinu veit enginn hvað skal halda um blessaðar stúlkurnar. Eru þær fórnarlömb fá- tæktar og óprúttinna „þrælasala" sem nota sér eymd og hremmingar heima fyrir? Eða eru þær óskammfeilnar stúlkukindur sem kinnroðalaust berstrípa Kkama sína og hverfa síðan af landi brott með vasana fulla af þjóðartekjum Islend- inga? Það væri tímanna tákn ef jólasveinar og erótískar dansmeyjar tækju höndum saman við æsku landsins um þessi jól og gengju í kringum einiberjarunn til móts við nýja öld. Telag um Maríusetur Félag um Maríusetur verður stofnað í Þjóðleikhús- kjallaranum mánudaginn 27. desember kl. 20. Góð skemmtiatriði og góðar fréttir. Munið að þetta er setur allra kvenna. Kosið verður tólf kvenna ráð til að stjórna félaginu og lög verða samþykkt. Mætum allar. Nefndin. Gefum okkur Öllum betri framtíð wm Ert þú aflögufær? Hjálparstarf kirkjunnar beinir söfnunarfé • til bágstaddra íslendinga • til fólks sem býr við örbirgð í þriðja heiminum • á átaka- og hamfarasvæði um allan heim KEJ HJÁLPARSTARF KIRKJUNNAR Gíróseðlar liggja frammi í öllum bönkum, sparisjóðum og á pósthúsum. Þú getur þakkað fyrir þitt hlutskipti VERA • 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.