Vera


Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 64

Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 64
Ég vil segja við allar konur og ungar stúlkur: Byrjið aldrei að búa með manni sem slær ykkur. Ef hann gerir það einu segja við allar konur og ungar stúlkur: Byrjið aldrei að búa með manni sem slær ykkur. Ef hann gerir það einu sinni gerir hann það aftur. Auðvitað hef ég líka verið erfið og hleypt þeim upp. En stelpur - við fyrsta högg, út með þá! Svo skildu fósturforeldrar drengjanna minna og þeir urðu þara börn einstæðrar „móður" aftur. En fósturfaðir þeirra, sem sveik þá og konuna sína með- an hún var úti á landi við jarðarför föður síns, var mér sagt, hann fær að um- gangast þá aðra hverja helgi. Hann var þó aðeins búinn að vera með þeim í tvö ár. En ég var búin að ganga með þá og fæða þá, vaka yfir þeim veikum og gleðjast með þeim glöðum öll þeirra fyrstu og við- kvæmustu ár. Ef þetta er réttlátt, hvað er þá órétt- látt? Og hvað hyggstu nú fyrir? „Ég lifi alltaf í voninni um að mér takist að hætta í óreglunni. Ég er að fara í meðferð og nú ætla ég að leggja mig alla fram svo ég geti eignast heimili aftur. Mér finnst að nú sé lífið að byrja að sættast við mig - eða ég við það. Ég hef orð- ið samband við dóttur mína, indæla unga konu og sonur minn og sinni gerir hann það aftur. Auðvitað hef ég líka verið erfið og hleypt þeim upp. En stelpur - við fyrsta högg, út með þá! Rétt áður en litlu drengirnir voru teknir af Rafnhildi. Stóri en þeir litlu ekki. F.v. HaukurÆgir, Rafn Hiimar og Baldur Ævar. ekki geta tengdadóttir eru mér alltaf svo góð. Ég á falleg og efnileg barnabörn og nú er ég búin að fá mér kisu sem ég fæ geymda meðan ég er í meðferðinni. Ég sakna auðvitað alltaf litlu drengjanna minna, en ég vona að við eigum samleið seinna í lífinu. Þó það sé ótrúlegt þá er ég ekki nema fertug manneskja. En um dagínn, þegar pabbi minn dó, þá fannst mér í fyrsta skipti, þegar mesta örvinglunin var um garð gegnin, að sorgin gæti gert mann mildari og þroskaðri. Víð pabbi áttum góðar stundir á hans síðustu árum, kannske höfum víð verið að bæta hvort öðru upp það sem glataðist í bernsku minni. Ég vona líka að við mæðgurnar verðum nánari hér eftir en hingað til. Og ég vona að ég geti loks orðið hlý og góð húsmóðir fyrir börnin mín og barnabörnin þegar þau koma í heimsókn. " Loks brosir Rafnhildur alvöru brosi. „Það var alltaf minn æskudraumur. Vin- konur mínar ætluðu að verða flugfreyjur og snyrtidömur og allt þess háttar. Ég ætlaði að verða húsmóðir, hafa fallegt og bróðirinn vissi það yndislegt í kringum mig og elda og baka. " Og því skyldi sá draumur ræst enn? Við skulum allar vona það með henni. Saga Kötlu og fleiri eldgosa Halla Kjartansdóttir í Þorlákshöfn er meðferðar- fulltrúi á sambýli fyrir fatlaða og kirkjuvörður en hún hefur einnig staðið í bókaútgáfu. Rit um jarð- elda á fslandi er bók sem hún hefur nú endurút- gefið en bókin kom út árið 1880 og er eftir Mark- ús Loftsson á Hjörleifshöfða, afa Höllu. Fyrir nokkrum árum tók Halla saman frásögur eftir föður sinn, Kjartan Leif Markússon, og gaf út í bók sem nefnist Hjörleifshöfði. „Ég rakst á bókina eftir afa minn á fornbókasölu fyrir nokkrum árum og ákvað að endurútgefa hana I upprunalegri mynd, þ.e. hún var ekki sett upp á nýtt heldur voru síðurnar Ijósmyndaðar. f bókinni eru frásagnir af jarðeldum hér á landi frá árinu 884, t.d. Skaftáreldum og Heklugosum en Kötlugos fá mest pláss þar sem Hjörleifshöfði er í næsta nágrenni við eldfjallið. 15 frásagnir eru af gosum eða hlaupum úr Kötlu og einnig er sagt frá bústýrunni í Þykkvabæjarklaustri fyrr á öldum sem hét Katla og fjallið dregur nafn sitt af. Stóra Kötlugosið, 1918, átti sér hins vegar stað eftir að bókin kom út en í hinni bókinni er frásögn föður mlns af því gosi," segir Halla. Oft hafa komið upp vangaveltur um það hvenær Katla muni næst taka upp é því að gjósa og hafa ýmsar jarðhræringar átt sér stað I ná- grenni hennar undanfarið. Tvisvar sinnum hefur komið hlaup I Jökulsá á Sólheimasandi á þessu ári og flóð á Mýrdalssandi geta einnig bent til þess að fjallið sé að bæra á sér. Það var einmitt vegna slíkra flóða sem bærinn á Hjörleifshöfða fór í eyði fyrir seinna stríð en höfðinn stendur á miðjum Mýrdalssandi. Þegar Halla er spurð hvort fólk á Suðurlandi sé meðvitað um hættuna á jarðhrær- ingum eða eldgosi segir hún að svo sé og að fólk hafi áhuga á að kynna sér aðstæður og sögu eld- fjallanna á svæðinu. 64 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.