Vera


Vera - 01.12.1999, Síða 14

Vera - 01.12.1999, Síða 14
Þarna skapast því ákveðinn vítahringur sem væri gott að komast út úr. Fólk skapar sér sinn eigin raunveruleika með viðhorfi sínu." Alltaf hægt að gera betur Fjölprent hefur þróast og vaxið töluvert síðan Ólöf tók við þv(, en fyrirtækið er elsta silkiprent lands- ins, stofnað 1955. Þriðja stærsta fánaverksmiðja í Hollandi, Van Straaten Vlaggen b.v., gerðist svo meðeigandi að Fjölprenti á síðasta ári, eftir 18 mánaða samvinnu. „Ég vann þarna í rúmt ár áður en ég tók við skuldum fyrirtækisins, sem átti þá engar eignir eða vélar, aðeins kunnáttu tveggja starfsmanna. Hjá fyrirtækinu vinna nú 6-10 starfsmenn, árs- tíðabundið, og veltan hefur aukist töluvert á hverju ári. Eiginfjárstaða fyrirtækisins er mjög góð í dag og ég er nú að stækka við mig, tvöfalda húsnæðið og auka við starfsfólk með sérþekk- ingu. Ég er því að fara út í töluverðan stofnkostn- að og þarf að standa eða falla með því næsta árið." Er Ólöf er spurð að því hvort ekki hafi verið stór ákvörðun að fara út í rekstur fyrirtækis segist hún hafa tekið snögga ákvörðun. „Ég átti mjög fatlaða dóttur þegar ég tók við fyrirtækinu og enginn vildi ráða mig í vinnu vegna þess. Til þess að geta séð henni farborða varð ég (raun að gera þetta og það var .upphafið að öllu saman. Þegar maður á veikt og fatlað barn berst maður eins og Ijónynja. Svo lést dóttirin fyrir fjórum árum. Þá sökkti ég mér í fyrirtækið, gaf allt mitt í það. Það er ákveðin þrjóska sem rekur mig áfram. Þörf til að sýna að kona geti gert jafn vel og maður og sýna að kona sem lent hefur I erfiðleikum geti rétt úr kútnum og komist áfram. Ég var til dæmis komín út í töluverða óreglu á yngri árum en mér tókst að snúa við blaðinu og verða eitthvað. Þannig að ég er í og með að sýna og sanna þjóð- félaginu að það er sama hvað hefur dunið á í llfi manns, það er alltaf hægt að finna leíðir og gera betur." N N U L í F 1 N u _________________________________ líiuS>léreft Bankastræti 10 - Sími 561 1717 Kringlan - Sími 588 2424 14 • VER A

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.