Vera


Vera - 01.12.1999, Síða 68

Vera - 01.12.1999, Síða 68
stór hluti þeirra er í stöðugri megrun til að vera ánægðari með sjálfsímyndina. í auglýsingum eru konur sýndar sem kyn- þokkafullar, glæsilegar, vel á sig komnar líkam- lega, afslappaðar, sjálfstæðar, uppreisnargjarnar og grannar. Konum er talin trú um að reykingar' séu leiðin að þessari tilbúnu kvenímynd. Þessi ímynd kemur fram meira og minna í fjölmiðlum. Samkvæmt könnun Hagvangs 1998 hefuráróður tóbaksframleiðenda haft áhrif á íslenskar konur á aldrinum 40-49 ára. 32% þeirra reykja sígarettur og virðist ekki fara fækkandi, meðan 26% karla á sama aldri eru að stórminnka reykingar. Ungar stúlkur eiga erfiðara en strákar að standa á móti félagslegum þrýstingi jafningja. Islensk rannsókn hefur sýnt að menntun foreldra og félagsleg staða hefur áhrif á reykingar unglinga. Auknar lík- ur eru á að unglingar hefji frekar reykingar ef for- eldrar þeirra reykja og eru áhrif móður heldur meiri en föður. Einnig skiptir afstaða foreldra til reykinga máli, þ.e. ef foreldrar eru afskiptalaus þá fara unglingarnir frekar að reykja. Oft er fyrsta sígarettan reykt I vinahópi. Auknar líkur eru é að unglíngar byrji að reykja ef þá skortir heilbrigð áhugamál og hafa lítið fyrir stafni annað en sjoppuhangs. Hvers vegna halda konur áfram að reykja ? Komið hefur í Ijós að konur reykja af öðrum ástæðum en karlar. Meðal annars má þar nefna flókna stöðu þeirra í þjóðfélaginu, þær gera oft of miklar kröfur til sjálfra sín og upplifa að standa ekki undir þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar. Konur nota reykingar til að deyfa tilfinningar sín- ar, losa um streitu og draga úr félagslegum þrýst- ingi frá umhverfinu. Einnig nota þær reykingar til að ná betri stjórn á óþægilegum tilfinningum sín- um sem þær óttast að umhverfið samþykki ekki, eins og reiði, pirringi, vonleysi og þeirri tilfinningu að hafa ekki stjórn á eigin lífi. Þess vegna sækja konur í róandi eða sljóvgandi áhrif nikotíns. Kon- ur eru líklegri en karlar til að hafa þörf fyrir að auka félagslegt sjálfsöryggi sitt. Að bjóða sígar- ettu getur virkað eíns og ísbrjótur og athöfnin að reykja gefur konunni eitthvað að gera með hönd- unum. Konur leiða oft hjá sér heilsuspillandi áhrif reykinga. Þær trúa gjarnan að léttari sígarettur séu „betri" en annað hefur komið í Ijós. Viðkom- andi dregur reykinn dýpra niður í lungnapípurnar og heldur reyknum lengur niðri og veldur jafnvel meiri skaða. Að hafa mörg hlutverk veldur oft kvíða og spennu. Margar konur nota reykingar til að draga úr vinnuálagi heima og á vinnustað, t.d. er yfirleitt samþykkt af umhverfinu „að skreppa í reykingapásu". Geta konur ekki hætt að reykja ? Sannfæring margra kvenna að þær séu háðar sígarettunni veldur því að þær reyna ekki að hætta að reykja. Feimni og geðsveiflur eru algengar hjá ungu fólki. Um svipað leyti og þátttaka þess í atvinnu- lífinu er að hefjast eru mörg þeirra einnig að byrja að reykja. Ef ungar konur læra á þeim tíma að sígarettan dugar vel á geðsveiflur og félagslegt ósjálfstæði þá eru meiri líkur á að þær haldi reyk- ingum áfram. Komið hefur í Ijós að almennur áróður gegn reykingum höfðar síður til kvenna en karla. Flest reykingavarnanámskeið eru samin með það fyrir augum að henta báðum kynjum, samt er stigs- munur á körlum og konum. Konum er hættara við að falla þegar þær lenda í erfiðum aðstæðum eins og álagi, deilum, streitu eða sorg. Körlum er aftur á móti hættara víð að falla á reykbindindi við aðstæður þar sem þeir eru að fá tilfinningalega útrás og oft í góðra vina hópi. Samkvæmt reynslu okkar á Reykjalundi hafa reykingavarnanámskeið frekar stuðst við að þátt- takendur lifðu reglubundnu lífi, fengju fræðslu og hræðsluáróður og það þurfi ákveðni og viljastyrk til að hætta. Þessi aðferð hentar ekki konum til að halda reykbindindið. Þær þurfa góðan stuðning frá umhverfinu, t.d. vinum og fjölskyldu, sveigjan- leika vegna barna, heimilis og atvinnu. Þær hugsa fremur um heilsu annarra en sína eigin. Þær nota ákveðnina og viljastyrkinn i að hugsa um heimilið og uppfylla kröfurnar sem til þeirra eru gerðar. Konur þurfa stuðning og skilning til að takast á við fráhvarfseinkenni og brjóta upp reykinga- mynstrið. Þær þurfa að gefa sér tíma til að byggja sig upp andlega og líkamlega. Einnig þurfa þær að sjá sig sem mikilvæga fyrirmynd í sínu nánasta umhverfi. Það er nauðsynlegt fyrir konur að byggja upp sjálfsöryggi sitt og ákveðni með stuðningi frá öðrum konum til að stuðla að ár- angursríku og viðvarandi reykbindindi. Elfa Dröfn Ingólfsdóttir Guðbjörg Pétursdóttir Rósa Friðriksdóttir Rósa Maria Guðmundsdóttir Höfundar eru hjúkrunarfræðingar við Reykjalund, endurhæfingarmiðstöð. Orkuveita Reykjavíkur KVENNA SÖGUSAFN ÍSLANDS ARNGRÍMS GÖTU3 68 • VERA / munninn rm NICDRETTE 2 Resoribletter - mm m*. *•••* NCaMETT6 l! Undir tunguna Milli fingranna á húöina NICORETTE Hjálpar þér að ná takmarkinu! Hjálpurlæki sem innihcldur nikótín sem kemur í stað nikótíns við reykingar og dregur þannig úr fráhvarfseinkennum og auðveldar fólki að hætta að reykja eða draga úr rcykingum. Gæta vcrður varúðar við notkun lyljanna hjá sjúklingum með alvarlcga hiarta- og æðasjúkdoma. Reykingar gcta aukið liættu á blóðtapnamyndun og það sama á við ef nikotínlyf eru notuð sumtímis lyljum sem innihalda gcstagen-östrogen (t.d. getnaðarvarnatöflur). Þungaðar konur og konur með barn á brjósti ættu ekki að nota nikótínlyf. Þeir sem eru með sykursýki, ofstarfsemi skjaldkirtils eða krómfíklaæxli eiga að fara varlega í að nota Nieorette tungurótartönur. Lylið crekki ætlað börnuin yngri en 15 ára ncma í samráði við lækni. Nieorettc er til sem tyggigúmmí, forðaplástur sem er límdur á húð, töflur scm settar eru undir tungu og sem sogrör. Skömmtun lyljunna er einstaklingsbundin. Leiðbciningar um rétta notkun eru í fylgiseðli með lyflunum. Brýnt er að lyfið sé notuð rétl og í tilætlaðan líma til að sem bestur árangur náist. Mcð hverri pakkningu lyfsins er fylgiscðill með nákvæmum upplýsingum um hvernig nota á lyfin, hvaöa aukaverkanir þau geta naft og fleira. Lestu fylgiscðilinn vundlega áðuren þtí byrjarað nota lyflð. Markaðsleyflshafi: Pharmaeia & UPjohn AS, Danmörk - Innflytjanui: Pharmaco hf. Hörgutúni 2, 210 Gurðabær.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.