Vera


Vera - 01.12.1999, Qupperneq 18

Vera - 01.12.1999, Qupperneq 18
i M I *" 1 til ríkisstjórnar íslands í síðustu VERU var sagt frá ferð hóps kvenna á nektardansstaði í Reykjavík 8. október sl. Hluti hópsins hélt rannsókninni áfram og komst að lokum inn á alla staðina sjö. í framhaldi af því var ákveðið að skrifa ríkis- stjórn (slands opið bréf og spyrja hvort stjórnvöld hyggist ekki gera eitthvað til að setja lög og reglur um rekstur klámstaðanna en almenn lög, t.d. um atvinnu- og dvalarleyfi útlendinga, virðast ekki gilda um þær 1000 erlendu stúlkur sem koma til landsins árlega til að „dansa" naktar og fara með viðskiptavinum inn í búr. Þær Rannveig Jónsdóttir framhaldsskólakennari og Ingibjörg S. Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur fóru í Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu og afhentu Davíð Oddssyni forsætisráðherra bréfið fyrir hönd hópsins. Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um starfsemi nektardansstaða. í skoðanakönnun sem DV gerði í október kom fram að meirihluti þjóðarinnar, eða 75% aðspurðra, er á móti rekstri þessara staða. 87% kvenna og 60% karla voru á þeirri skoðun. Reykjavík, 10. nóvember 1999 Davíð Oddsson Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg Hæstvirtur forsætisráðherra. Við, undirritaðar, erum konur sem fórum í vettvangskönnun á nekt- ardansstaðina í Reykjavík og hófst hún í öndverðum októbermánuði er ráðstefnan Konur og lýðræði var haldin að tilstuðlan ríkisstjórnar íslands. Ástæða könnunarinnar er klémbylgjan sem nú dynur yfir ís- lenska þjóð í mörgum myndum af miklum þunga og eirir engu. Börn og ungmenni eru þar síst undanskilin. Fyrsti nektardansstaðurinn í Reykjavík var opnaður í ársbyrjun 1995, síðan hafa bæst við sex, þar af þrír á þessu ári. Enginn veit hversu margir þessir staðir verða áður en yfir lýkur. Við fórum á nekt- ardansstaðina til þess að sjá með eigin augum hvað þar fer fram.Víð vildum kanna, að því marki sem unnt væri, þann kima klámiðnaðar- ins sem þessir staðir eru og oftar en ekki tengjast vændi, eiturlyfja- sölu og neyslu. Nokkrar okkar heimsóttu alla sjö nektardansstaðina í Reykjavík og eftir þá reynslu teljum við rétt að segja tíðindin þeim sem völdin hafa, handhöfum framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Við sáum engan eðlismun á nektardansstöðunum sjö, þótt sýni- legur munur sé á ytri búnaði þeirra. Hvergi sáum við dansgólf fyrir gestina en hinar svokölluðu listdansmeyjar stigu é pall hver af annarri, fettu sig og brettu við súlurnar um leið og þær tíndu af sér hverja spjör og að lokum sáum við margar þeirra glenna sig með klúr- um tilburðum framan í kúnnana sem sátu næst pallinum. Framganga stúlknanna kom okkur nokkuð á óvart, því satt að segja vissum við ekki fyrirfram að nektardansstaðirnir væru svo grímulausir kjötmark- aðir, þar sem söluvaran er sýnd á palli með súlu sem hjálpartæki, og hver krókur og kimi mannslíkamans er sýndur umbúðalaus. Athæfi stúlknanna virtist okkur niðurlægjandi fyrir þær sem og þá sem á horfðu. Gestir stinga seðlum í skorur nektardansmeyjanna eða undir tiltækar teygjur. Einnig sáum við fáklæddar dansmeyjar hverfa með kúnnum inn í svokallaða einkadansklefa. Hvað þar fór fram var hulið augum okkar, en samkvæmt verðlista á einum staðn- um kostar einn dans kr. 3.000, 20 mínútur kr. 15.000, og 30 mínút- ur kr. 25.000. Á sama stað kostar dýrasta kampavínið kr. 50.000 á meðan sams konar flaska kostar kr. 14.800 hjá umboðinu, en til að dansmeyjar setjist við borð gesta þarf að veita þeim kampavín. Á öðrum nektardansstað urðum við vitni að svokölluðum sófa- dansi sem samkvæmt verðlista staðarins kostar kr. I.000, en þá sat „listakonan" í sófa I kjöltu viðskiptavinarins og ók sér. Þetta gerðist í salnum fyrir allra augum. Á þriðja staðnum sáum við tvær hálfnaktar stúlkur í lostafullum 1 1 18 • VERA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.