Vera - 01.08.2000, Qupperneq 3
1 E I Ð A E L
Nýtt útgáfufélag um Veru
Undanfarnir mánuðir hafa verið gerjunartímar hvað varðar framtíð tímaritsins
Veru. Að mörgu leyti er það táknrænt að þessi gerjun eigi sér stað á aldamótaár-
inu — árinu sem skiptar skoðanir eru um hvort teljast eigi til 20. aldarinnar eða
þeirrar 21. Allt er að breytast og stundum finnst okkur tíminn líða svo hratt að
við vitum varla hvert stefnir. Fjölmiðlar koma inn í líf fólks úr öllum áttum — nú
þarf bara að setjast fyrir framan tölvuna til að kíkja í blöðin, rásunum í sjónvarp-
inu fjölgar stöðugt og pósturinn ber til okkur margskonar efni sem við höfum
ekki einu sinni óskað eftir. I þessum veruleika lifa tímaritin, prentuð á pappír og
krefjast tíma og næðis til lesturs.
Við hér á Veru erum meðvitaðar um þessar staðreyndir en við trúum enn á til-
verurétt tímarits um konur og kvenfrelsi. 24. september sl. var stofnað einka-
hlutafélag um reksturVeru og koma að félaginu álrugasamar konur sem vilja
vinna saman að því að gefa blaðið út og laga það að breyttum tímum. I stjórn
félagsins sitja: Auður EirVilhjálmsdóttir frá Kvennakirkjunni, Olafia B. Rafnsdóttir
frá Kvenréttindafélagi Islands, Irma ]. Erlingsdóttir frá Rannsóknastofu í kvenna-
fræðum, Tinna B. Arnardóttir frá Bríeti, félagi ungra feminista og Svala Jónsdóttir
jafnréttisráðgjafi í Hafnarfirði sem á sæti í framkvæmdaráði Kvennalistans. Næst
á dagskrá er að skipa nýja ritnefnd og verður leitast við að fá í hana áhugasamt
fólk um jafnréttismál á breiðum grunni.
Blaðið sem nú kemur út endurspeglar ekki þær breytingar sem fyrirhugaðar eru
áVeru. Næsta blað mun marka upphaf þeirra. Með þessu blaði fylgir lesenda-
könnun sem við biðjum ykkur vinsamlega um að taka þátt í til þess að hægt
verði að hafa skoðanir lesenda til hliðsjónar þegar nýjar línur verða lagðar.
Einnig eru allar ábendingar um efni og efnistök vel þegnar. Þær má senda á net-
föngin okkar eða í Pósthólf 1685, 121 Reykjavík.
Nýleg skipan dómara í Hæstarétt, flutningur Jafnréttisstofu, mismunur á launum
karla og kvenna, einhæf kvenímynd sem haldið er að ungum stúlkum - þetta
eru aðeins örfá dæmi um að við getum ekki lagt niður baráttuna fyrir jöfnum
rétti karla og kvenna. I hringborðsumræðunum í blaðinu undir yfirskriftinni:
Hvert stefnum við? Hvar stöndum við? kemur margt athyglisvert fram sem vinna
þarf að á næstu árum — fyrstu árum nýja árþúsundsins — fyrir börnin sem eiga
alla öldina framundan.
Hver hafa lagt sitt á vogarskálar jafnréttis?
Hver hafa unnið jafnréttisbaráttunni gagn og hver cr
Sendu Veru ábendingar
agn?
L Ú S
Ingibjörg Sigurðardóttir
sem synti nýlega Viðeyjarsund, fyrst kvenna.
Ekki nóg með það, heldur sigraði hún karlana
sem tóku þátt í sundinu en þeir voru allir
lögrelgumenn. Ingibjörg starfaði áður I lögregl-
unni en stundar nú nám ( þyrluflugi.
Háskóli íslands
fyrir að sæma séra Auði Eir Vilhjálmsdóttur
heiðursdoktorsnafnbót við guðfræðideildina.
Tilnefningin er mikil viðurkenning á kvenna-
guðfræðinni sem séra Auður Eir hefur stundað
og skrifað í áratugi og unnið að boðun hennar
og kennslu með stofnun og starfsemi Kvenna-
kirkjunnar.
Reykjavíkurborg
fyrir að styrkja Rannsóknastofu i kvennafræð-
um við Háskóla (slands með fjárframlagi sem
gerir stofunni kleift að ráða framkvæmdastjóra
en Háskólinn greiðir kostnaðinn til helminga á
móti borginni. Með þessu má vænta þess að
kvennarannsóknir verði mikilvægari þáttur í
umræðu og ákvarðanatöku I samfélaginu í
framtíðinni.
í N U S
Félagsmálaráðherra
fyrir fljótfærnislega og ófaglega ákvörðun um
flutning Jafnréttisstofu til Akureyrar. Þó að mik-
ilvægt sé að efla starfsemi hins opinbera á
landsbyggðinni er óviðunandi að heil stofnun
sé lögð niður og þekkingu og reynslu starfs-
fólks Skrifstofu jafnréttismála kastað á glæ
vegna fálmkenndrar byggðastefnu stjórnvalda.
Dómsmálaráðherra
fyrir að ráða eina karlinn sem sótti um starf
hæstaréttardómara þegar þrjár hæfar konur
sóttu um. Samkvæmt jafnréttislögum ber að
ráða einstakling af því kyni sem er ( minnihluta
( viðkomandi starfsgrein, sæki jafnhæft fólk af
báðum kynjum um. Það hlýtur að eiga við um
dómara í Hæstarétti því þar situr aðeins ein
kona.
CK tískuverslun
fyrir að nota heitið MENN yfir verslun sína á
Laugavegi þar sem seld eru karlmannsföt. Orð-
ið menn á bæði við um karla og konur - eða
hvað? Er kannski bara átt við um karla þegar
sagt er: „Menn verða að átta sig á því..."
o.s.frv.?
VERA • 3