Vera - 01.08.2000, Qupperneq 8
tl V A
ir með sér verkum heima fyrir skiptir
meira máli heldur en að fólk taki þátt í op-
inberri umræðu, þótt auðvitað sé hún
mikilvæg. Það hefur orðið til þessi undar-
legi vítahringur: Viðhorfið í samfélaginu er
að það sé ennþá konunnar fyrst og fremst
að sjá um heimili og börn og karlsins að
vera fyrirvinnan. Fyrir vikið þykja konur
slakari vinnukraftur, þar af kemur síðan
launamunurinn, af því leiðir að ef fólk hef-
ur virkilegan áhuga á að skipta jafnt með
sér verkum þegar t.d. nýr fjölskyldumeð-
limur fæðist, þá er alltaf miklu líklegra að
það verði konan sem verði fyrir valinu til
að vera heima, vegna þess að launin eru
lægri, og þannig heldur hringurinn áfram.
Nýju lögin um fæðingarorlofið eru auðvit-
að mikilvægt skref til að rjúfa þennan víta-
hring og það þarf að stuðla að því með öll-
um tiltækum ráðum að fólk nýti sér mögu-
leikana sem í þeim felast. Það snýst bæði
um það að hvetja karlana til að nota þessi
réttindi sín og útskýra fyrir konum að það
er ekki sjálfsagt að þær séu meiripartinn af
tímanum heima.“
Steinunn: „Lagalega rammann og form-
legu réttindin höfum við nú, bæði í orði
og á borði. En við megum ekki gleyma að
það hefur kostað blóð svita og tár að öðl-
ast þau réttindi sem nú eru viðurkennd. Ég
sé fyrir mér að á nýrri öld munum við sjá
breyttar áherslur. Baráttuna fyrir jafnrétti
kynjanna á Islandi nú í seinni tíð hefur
einn stjórnmálaflokkur, Kvennalistinn,
nánast borið uppi. Það hafði það í för með
sér að aðrir aðilar í samfélaginu og aðrir
stjórnmálaflokkar urðu svolítið stikkfrí á
meðan. En ég get alls ekki verið sammála
Ólafi um að mistök hafi verið gerð í upp-
hafi kvennabaráttunnar - að útskýra ekki
málið fyrir körlum. Þeir tímar kröfðust
þess að konur fengju að vera í friði og að
skilgreina sig á eigin forsendum. Þetta var
partur af tíðarandanum, partur af þessum
tíma. Eg held að við búum að reynslu þess-
ara kvenna. Núna fyrst er kominn jarðveg-
ur þannig að við getum farið að vinna
Yngri karlmenn, hvar sem þeir skipuðu sé í flokka, voru meira
samhljóða konum en eldri kynbræðrum sínum. Þetta segir mér
að nú sé þörf og lag fyrir raunhæfa jafnréttisbaráttu.
5 I Q N D L!M V I Ð 2
saman, karlar og konur. Ég held hinsvegar
að það hafi ekki verið neitt í samfélaginu
sem gerði það að verkum að það hefði
gengið fyrir tuttugu eða þrjátíu árum. Þeir
karlar sem höfðu einhvern áhuga á að
skilja, þeir skildu það, sem sést á fylgi
Kvennalistans á þeim tíma. Það eru auðvit-
að ekki bara konur sem kusu hann. En þetta
með þátttöku karla í kvennabaráttu er auð-
vitað eilífðarumræða."
Hugrún: „Þessi spurning er ennþá 1 gangi,
við erum enn að tala um þetta í Bríeti."
Þorgerður: „Ég verð að viðurkenna að það
truflar mig oft hvað andrúmsloft, viðmót
og viðhorf til kvenna virðast á mörgum
sviðum ótrúlega lík í dag og þau voru í
upphafi aldarinnar. Þetta kemur t.d. vel
fram í bókinni um Bríeti Bjarnhéðinsdótt-
ur, Strá í hreiðrið. Ég myndi segja að jafn-
réttisbaráttan núna einkenndist bæði af
stöðnun og grósku. Það er stöðnun í opin-
berri stefnumótun og framkvæmd jafnrétt-
isstefnu. Jafnréttismál eru orðin lögmætur
opinber málaflokkur og það þurfti auðvit-
að langa baráttu til. Stefnan er þó ófók-
useruð og fálmkennd, skilning eða vilja
skortir. Almenn lög og velviljaðar viljayfir-
lýsingar duga skammt ef ekki fylgja tæki
eða fjármagn til að hrinda þeim í fram-
kvæmd. A hinn bóginn er mikil gróska, en
hún er annarsstaðar. Hún er út í mörgum
stofnunum samfélagsins, til dæmis í Há-
skólanum, úti í fyrirtækjum, þar er Eim-
skip gott dæmi, sveitarfélögum, til dæmis
Reykjavíkurborg. En mig langar að koma
aðeins inn á þessi mistök sem Olafur
nefndi. Það er rétt að konur hafa háð sína
baráttu fyir því sem þeim fmnst mikilvægt,
réttinum til að mennta sig, gera sig gild-
andi á vinnumarkaðnum, í þjóðlífinu og
hinu opinbera lífi. Þróun síðustu áratuga
einkennist af aukinni skilnaðartíðni, aukn-
um margbreytileika fjölskylduforma, þar
sem t.d. einhleypingum og einstæðum for-
eldrum fjölgar. Síðustu ár höfum við lækk-
andi fæðingartíðni allsstaðar í heiminum.
Ég held þetta sé merki um að konurnar
hafa farið út af heimilunum en karlarnir
hafa ekki endurskilgreint sitt hlutverk og
komið þar inn. Og þegar þú segir mistök í
jafnréttisbaráttunni þá finnst mér svolítið
verið að segja að það sé í raun á ábyrgð
kvenna að ala karlmenn upp aftur. Er þetta
með fjölskyldu og börn þá ekki eftirsókn-
arverðara en það?
Olafur: „Ég talaði reyndar ekki um mistök
kvenna, heldur mistök í jafnréttisbaráttu
yfirleitt. Við erum náttúrulega öll alveg
dæmalaust samfélagslega skilyrt. Við höf-
um ótal dæmi þess að körlum hafi verið
gert erfitt fyrir sem hafa reynt að helga sig
fjölskyldu og heimili. Menn hafa verið
taldir galnir, vitlausir, einskis nýtir og ónot-
hæfir í vinnu. Bæði af konum og körlum.
Við sjáum bara hvernig forsjá barna er yf-
irleitt fyrirkomið af hálfu hins opinbera
við skilnað. Það er í langflestum tilfellum
móðirin sem fær forsjá barnanna. Við sjá-
um það jafnvel á námskeiðum fyrir verð-
andi foreldra þar sem ungir karlar eru að
tjá sig í sínum hópi um væntingar sínar til
föðurhlutverksins. Þeir eru ekki vissir um
hversu langt þeir megi ganga í að helga sig
barni og heimili, ekki vissir um að konan
verði sátt við það. Það er búið að búa til
alls konar stöðluð hlutverk sem karlar telja
sig þurfa að virða, ekki síður en konur."
Hugrún: „Auðvitað halda þessi skilgreindu
hlutverk konunum líka í skefjum. Þetta er
eitthvað sem við þurfum að opna umræðu
um. Ég held að það sé fullt af konum og
körlum sem eiga börn sem bæði eru ósátt
við stöðuna. Karlmaðurinn er hræddur við
að taka meiri þátt og konan hrædd við að
ýta honum út í það. Hugmyndin um móð-
urhlutverkið og móðurást er kannski svo-
lítið öfgakennd í samfélaginu ennþá. Ég er
ekkert viss um að mæður standi undir
þeirri ímynd. Við þurfum aðeins að slaka á
pressunni. Eins og er þora konur það ekki
af því þá eru þær vondar mömmur."
8 • VER A