Vera - 01.08.2000, Qupperneq 10

Vera - 01.08.2000, Qupperneq 10
H V 4 Steinunn: „Fólk þekkir ekki rétt sinn." Hugrún: „Það er þessi hugarfarsbreyting sem alltaf er verið að tala um, hún bara tekur svo langan tíma. Það þyrfti að blása þetta þannig upp að það yrði skemmtilega fréttnæmt." Steinunn: „Forsætisráðherra þarf bara að eignast barn, eins og Blair. Ganga á undan með góðu fordæmi." (Almennar jákvæðar undirtektir!) Má ég skjóta hér inn mínum efasemdum? Frumvarpið er rosalega heterosexual fjölskylduvænt. Einstæðar mæður fá bara strípaða sex mánuði. Samkynhneigðir hafa rétt marið það í gegn að fá að stjúpættleiða börn og í fæðingarorlofs- frumvarpinu er tekið fram að rétturinn sé bundinn við kynforeldra. Hugrún: „Já það er sorglegt, sérstaklega þar sem fjölskyldumynstrið hefur breyst svo mikið á undanförnum árum. Það er svolítið grimmt. Roald: „Við ættum að líta á bæði stjúpætt- leiðingu samkynhneigðra og fæðingaror- lofið sem byrjunarreit. Hinsvegar er ég bjartsýnn á að bæði frumvörpin muni leiða til mikilla breytinga og vonandi mun ekki líða á löngu þar til samkynhneigðir geta ættleitt börn og aðrir foreldrar en líf- fræðilegir nýtt sér fæðingarorlof." Olafur: „Það er alveg hægt að vera sam- mála þessu, einkum hvað varðar fólk í samkynhneigðum samböndum. Hvað hitt varðar, þetta að ákveða að eiga barnið sitt ein og sjálf, þá er það ekki alveg svona ein- falt. Það eiga öll börn pabba. Eigum við ekki að vera svo bjartsýn að vona að þessi skipan mála, að binda hluta orlofsins við föðurinn, verði hugsanlega til þess að ein- hverjir fjarlægir feður axli meiri ábyrgð? Þorgerður: „Einstæðir foreldar eru Það er ekkert virkilega kraftmikið í gangi, ekkert eins og ég upp- lifði sem krakki í kringum kvennafrídaginn. Núna er ekkert sem brennur eins mikið á, af því þetta lagalega og formlega er í höfn. 5 T D N. D U IVL V I Ð 2 kannski það fólk sem hefur minnstar for- sendur til að ræða saman og ráða sameig- inlega fram úr þessum málum. Eg skil hugsunina að baki en fmnst hún svolítið útópísk og ég hef grun um að það bitni á þeim sem síst skyldi. Það er synd að hall- elúja stemningin í kringum frumvarpið varð til þess að enginn sagði neitt. Fólk var hrætt um að minnsta gagnrýni yrði til að allt væri dregið til baka. Talandi um efa- semdir má nefna að sænsk fræðikona sem rannsakað hefur fólk í fæðingarorlofi held- ur því fram að fæðingarorlof karla þurfi ekki að leiða til jafnréttis heldur geti aukið vald karla yfir konum. Karlarnir hafa svo góða samningsstöðu, þeir geta valið úr og allt sem þeir gera er þakkarvert. Þannig geti þeir fært fram vígstöðu sína á heimilinu á kostnað konunnar sem sitji uppi með skít- verkin. Mín könnun, eins og raunar fleiri, bendir líka til þess að margir karlar velji gjarnan úr bestu bitana þegar barnastúss og heimilishald er annars vegar. En ég reyndi að túlka þetta jákvætt, að karlarnir færu flatt á að tileinka sér ekki þessa heild- arhyggju mæðranna frekar en að það færði þeim völd.“ Steinunn: „Þú vitnar í rannsóknina sem þú gerðir fyrir Reykjavíkurborg um karla í fæðingarorlofi. Það sem sat eftir í mér var einmitt að allt sem þeir gerðu var talið þeim til tekna. Þeir voru að gera eitthvað sem aðrir gerðu ekki og voru svona góðu gæjarnir. Þetta vakti mikla athygli í fjöl- skyldum, á vinnustöðum og allsstaðar og kom þeim til góða. Inn á heimilinu tóku þeir svolítið út það sem þeim fannst skemmtilegast. Það var sjálfsagt af því þeir voru að taka fæðingaorlof einhvernveginn svona fyrir konuna." Þorgerður: „Þetta skiptist reyndar í tvennt. Einn hópur karla gengur í þetta eins og konur, með þessa heildarhyggju. Það voru til fullkomlega jafnréttissinnuð pör, ef svo má segja, sem pældu ekki í hver gerir hvað, þau stóðu alveg jafnt að vígi.“ Ólafur: „Hættan er kannski sú að konur verði aldrei til í að gefa eftir það sem marg- ar líta á að sé eina vígið sem þær eiga al- veg, börnin og heimilið. Pabbinn verði alltaf „marginaliseraður" - settur út á jað- arinn. Jafnvel hjá fullkomlega jafnréttis- sinnuðum pörum er hætt við að samfélag- ið gíri mann inn á eitthvað sem maður ætl- ar sér ekki í upphafi. I þessari aðgerðaáætl- un sem þarf að verða til í framhaldi af fæð- ingarorlofslögunum, þarf að fá fólk til að ræða þessa hluti þegar það er að stofna til sambands eða ákveða að eignast börn. Hvernig ætlum við að skipta hlutverkun- um? Hver ætlar að axla megin ábyrgðina á heimili, börnum og tekjuöflun? Ætlum við að hafa þetta jafnt eða einhvern veginn öðruvísi? Oft kemur í ljós að þetta var ekki rætt nógu vel og það sem ræður er hefðin og gömlu fyrirmyndirnar. Það þurfa allir mögulegir að koma að, ríkisvald, fyrirtæki, kirkja, sveitarfélög. Aðstoða fólk við að fóta sig í nýjum aðstæðum þar sem valið getur verið fullkomlega frjálst og okkar eigið. Að við látum ekki stýrast af gömlum kredd- um, gildum og viðhorfum." Hugrún: „Auðvitað er þetta erfitt. En sam- bönd byggjast á endalausum málamiðlun- um, annars gengur þetta ekki upp. I dag finna flestir fyrir því ef eitthvað er ekki rétt og vilja tala um það. Það er ekki lengur þessi feimni, að sætta sig bara við og harka af sér. Eg held að það sé ekki jafn algengt hjá minni kynslóð og kannski kynslóð for- eldra okkar." Ólafur: „Kynslóð foreldra minna þurfti ekki að ræða þetta, það var ákveðið fyrir þau.“ Steinunn: „Má ég kannski skjóta inn varð- andi réttindi samkynhneigðra. Ég var hissa á allri umræðunni í kringum stjúpættleið- ingarmál samkynhneigðra þar sem talað var um þetta sem svo stórkostlega réttarbót að annað eins hefði ekki sést á Islandi. Auð- vitað er þetta réttarbót en þetta er ekki

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.