Vera - 01.08.2000, Qupperneq 23
JAFNRÉTTISBLAÐ
f y r i r u n g t f ó Lk.
Samasem er heiti á
masem
timariti sem kemur út i
haust. Blaðió er jafnrétt-
isblað fyrir ungt fólk og
er gefið út af fjórum
ungmennum en þau
heita Eíryndis Nielsen,
Ragnar isleifur Bragason,
Ragnhildur Thorlacius og
Sigurlina Valgerður Ingv-
arsdóttir. Hópurinn hefur
vinnuaöstöðu í Hinu Hús-
inu og fær styrk frá
iprótta- og tómstunda-
ráói Reykjavíkur til þess
aö vinna að blaðinu.
Samasem verður dreift
til allra ungmenna á aldrinum 19-23 ára í Reykjavik og verið er að leita styrkja til að dreifa blaðinu
um allt land. Blaðamaður hitti einn meðlim hópsins, Ragnhildi Thorlacius, og fékk hana til að segja
sér eitt og annað um væntanlegt blað.
Hver er tilgangur með útgáfu Samasem?
„Upphafleg hugmynd kom frá Bryndísi Nielsen og hún hafði
svo samband við okkur hin en við þekktumst öll fyrir. Við
erum samt ekki einsleitur hópur því það er langt í frá að við
séum sammála og pólitískt séð þá erum við ekki á sama báti.
Við höfum öll áhuga á jafnréttismálum og okkur finnst sorg-
legt hvað fáir vilja bendla sig við jafnrétti, sérstaklega miðað
við hve miklu það hefur skilað. Hugtakið er orðið svo nei-
kvætt. Það er sjaldgæft að stelpur segist vera jafnréttissinnað-
ar eða femínistar þó þær séu það í raun og telji að karlar og
konur eigi að fá jöfn tækifæri. Það er alltof algengt að stelp-
ur vilji ekki láta á sér bera á neinn hátt og séu hræddar við að
taka afstöðu, hvað þá ef hún er róttæk.
Mörgum strákum finnst jafnrétti líka vera óspennandi og
því teljum við ekki síður mikilvægt að ná til þeirra. Einnig er
það algengur misskilningur hjá strákum að konur sem eru
jafnréttissinnaðar séu andsnúnar karlmönnum. Það er nátt-
úrulega algjör vitleysa en veldur því kannski enn frekar að
stelpur viðurkenna ekki að þær hafi áhuga á jafnrétti. Það er
hins vegar deginum ljósara að við náum aldrei settu marki án
samvinnu við karlmenn. Okkur langar til að sýna að jafnrétt-
isbaráttan er ennþá þörf og margt óunnið í þeim málum.
Markmiðið með Samasem er að taka á málunum með aðeins
öðruvísi aðferð en hingað til hefur verið beitt.
Markhópurinn er ungt fólk og við höfum aldurshópinn
19—23 ára sérstaklega í huga. Annars vegar vegna þess að við
erum á þessum aldri og okkur finnst eðlilegt að við reynum
að ná til þeirra sem við samsömum okkur með en það á
kannski síður við um fólk sem er mikið eldra eða yngra. Hins
vegar vegna þess að fólk á þessum aldri er að stíga sín fyrstu
spor í lífmu sem sjálfstæðir einstaklingar og fer að finna fyr-
ir ýmsu sem það hafði kannski ekki áttað sig á að viðgengist
í þjóðfélaginu."
Hvernig verða efnistökin í blaðinu?
„í raun og veru erum við ekki að tala um stóru rnálin, s.s. það
sem tekið er fyrir á Alþingi. Við viljum taka á þessum málum
almennt og sýna að það er margt þarft að gerast í jafnréttis-
málum. Við erum ungt fólk að skrifa fyrir ungt fólk þannig
að þetta blað er kannski ólíkt því sem áður hefur sést í þess-
um málaflokki. Það koma heilmargir að gerð Samasem fyrir
utan okkur í ritstjórninni. Við tókum þann pólinn í hæðina
að fá sem flesta til að skrifa greinar í blaðið, bæði til að virk-
ja fólk og til að ná inn ólíkum sjónarmiðum. Við erum m.a.
með umfjöllun urn íþróttamál, ofurkonuna, jafnrétti til
náms, auglýsingagerð og viðtöl við ungt fólk sem fer sínar
eigin leiðir, svo eitthvað sé nefnt. Inn milli er svo léttmeti
sem tengist áhugamálum ungs fólks.Við leggjum talsvert upp
úr útlitinu því við viljum að blaðið nái að grípa athygli les-
andans. Það er hugsun hjá okkur að fólk átti sig janfvel ekki
á því fyrr en það hefur lesið allt blaðið að það hafi verið að
lesa um jafnréttismál.
RH
VERA • 23