Vera - 01.08.2000, Qupperneq 24

Vera - 01.08.2000, Qupperneq 24
D A G B Q& £____E____M_____I___N____I___S____I____A. Úlfhildur Dagsdóttir Potter og pönnur í nótt dreymdi mig enn einn Harry Potter drauminn. Ég var aó skoða bíósiðurnar í dag- blaði og myndirnir hreyfðust og sýndu senur úr kvikmyndinm. Ég er nefnilega með Potter á heilanum um þessar mundir og ræði bækurnar ákaft við hvern sem hafa vill. Eitt af því fyrsta sem kemur upp í umræðum um Potter er feminisminn. Er Potter andfemínískur? Það er ekki mitt hlutverk hér að gera bókmennta- lega úttekt á Potter, og því langaði mig að velta svona dálítið almennt upp þessum spurningum um femínisma og andfemínisma í sambandi við barnabækur og afþreyingarmenningu — og reyndar menningu almennt. Okkar menning, vestræn og kristin, er karlmiðjuð, um það efast enginn. Þetta kemur meðal annars fram í því að mikill meginhluti skáldverka, kvikmynda og ævisagna, höfunda, leikstjóra og söguhetja, er karlkyns (eins og Harry Potter). Þetta er ákveðið vandamál, afskaplega þreytandi, takmarkað og tak- markandi, og allt það: en er þetta nóg til að hafna bók með enn einni karlhetjunni sem andfemínískri? Við erum vonandi komnar framúr slíkum gettógildrum. Sagan/urnar taka mið af mjög greinilegri strákahefð í ævintýra- bókum, allt frá Pétri Pan til Bróður míns Ljónshjarta og Hringadrótt- inssögu; en þær eru líka undir áhrifum frá Lísu í Undralandi (eftir karlhöfund um stúlku (hann hefur verið sakaður um pedófilíu, þetta er vandratað)), Galdramanni Ursulu Le Guin (eftir konu, með karlhetju í fyrstu þremur og konu í síðustu bókinni þegar hún uppgötvaði að hetjan hafði alltaf verið karl), og Discworld fantasí- um Terry Pratchett (þarsem ekki aðeins konur eru oft og iðulega aðalhetjur heldur er hann svo ofboðslega meðvitaður um pólitíska rétthugsun að fólk af öllum hugsanlegum kynþáttum, drekar, dvergar, risar, varúlfar og gólemar, svo ekki sé talað um sjálfan dauðann og jólasveininn, eru iðulega í stórum hlutverkum). Annað atriði sem ég hef heyrt gagnrýnt er hvað kvenhlutverk- in eru neikvæð og þá sérstaklega helsta vinkona Potters, Hermione. Hermione er kúristi, besti nemandinn sem réttir alltaf fyrst upp höndina og les stöðugt bækur. Jóhanna Rowling hefur lýst henni sem útgáfu af sjálfri sér. Vissulega virkar Hermione nei- kvæð í byrjun fyrstu bókarinnar en eftir á að hyggja þá spyr ég mig af hverju mér fannst hún svo neikvæð? Er það ekki bara vegna þess að það er hefð fyrir því í (barna)bókum að slíkar alvitrar per- sónur séu neikvæðar? Hefð sem Rowling snýr upp með því að hafa Hermione sem eina aðalpersónuna, jákvæða, aðlaðandi og skemmtilega, og þá sem iðulega á mestan heiðurinn af því að bjarga málunum? Því þetta er einmitt málið: hvernig unnið er með klisjur og kunnugleg minni. Mikill hluti afþreyingarmenningar er ákaflega hefðbundinn í grunnatriðum en það er hrein blindni að hafna þessu efni og afskrifa það þar með. Því það er í afkimum þessarar afþreyingarmenningar sem ýmiskonar andspyrna þrífst; á yfirborðinu getur allt virst slétt og fellt en þegar betur er að gáð er sitthvað rotið í veldi Dana. Persónurnar í Harry Potter eru vissulega ster- eotýpískar og á tímum ansi einlitar en það kemur ekki í veg fyrir að grunnhugsun og boðskapur bókanna er gagnrýni á fordóma og þröngsýni gagnvart því sem öðruvísi er; Rowling blammerar jafnt kynþáttamisrétti, smáborgarahátt sem stéttaskiptingu, og þrátt fyrir að kynja- misrétti sé aldrei sérlega tekið fyrir þá þarf ekki annað en benda á að í kústa-keppnisliði Potters eru þrjár stelpur en í óvinaliðinu engin! A sínum tíma þóttu Galdramannsbækur Ursulu Le Guin sér- stakar einmitt fyrir svipaðar sakir, að þar var á ferðinni óvenjuleg og ögrandi fantasía sem neitaði að sýna heiminn í svörtu og hvítu. Þegar þríleiknum var lokið fékk Le Guin á sig gagnrýni femínista vegna þess að hetjan í bókunum þremur er alltaf karl- maður og þá skrifaði hún fjórðu bókina með kvenhetju. Sú bók er síst þessara fjögurra, kannski helst vegna þess að lesandinn verður svo meðvitaður um að þarna er verið að rétta af ójafn- vægi og sagan verður flöt. Sömu sögu er að segja af mörgum af þeim femínísku fantasíum sem voru ákaflega vinsælar á áttunda og níunda áratugnum; þær eru einfaldlega of þvingaðar til að virka sem ögrandi og heillandi fantasíur. Fantasían er í eðli sínu róttækt form, að því leyti sem fantasí- an brýtur upp hinn hversdagslega veruleika, brýtur gegn honum og neyðir okkur til að takast á við aðra heima og annarlega hugsun og skoða okkur sjálf í gegnum þessa spéspegla. Ef hún er hamin og tamin um of í þrönga ramma þá tapar hún þessum krafti og róttækni. Péess Og ef einhver efast enn þá þarf ekki annað en að lesa grein eft- ir hinn breska konunglega ævisagnaritara Anthony Holden sem birtist íThe Guardian í júní síðastliðnum, en þar fer hann háð- uglegum orðum um Jóhönnu Rowling og bækur hennar sem hann finnur allt til foráttu. Helst hneykslast hann þó á því að hún hafi villt á sér heimildir sem einstæð móðir í fjár- hagskröggum af því að hún hafi jú eftir allt valið að yfirgefa eig- inmann sinn! Auk þessa er hún menntuð (og þarmeð vel stæð: kannast einhver við þá jöfnu?) en skrifar samt ekki málfræði- lega réttan texta. 24 • VERA

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.