Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 25
A Ð.
11 I A hL
Tarja Halonen
forseti og takn
„Get ég núna orðið forseti einhvern tima?“ spurði
litil dóttir vinkonu minnar eftir að Tarja Halonen,
fyrsti kvenforseti Finnlands, hafði verið kjörin til
að gegna embætti i febrúar siðastliðnum. Tarja
Halonen er friðarsinni. Hún var eitt sinn formaður
frjálsra félagasamtaka sem börðust fyrir réttindum
homma og lesbía. Hún hefur einnig verið virk i
öðrum frjálsum félagasamtökum: Hún hefur barist
fyrir því að lýðræði verði komið á fót i Chile og fyrir bættum kjörum þjóðarbrota í Finnlandi, svo eitthvað
sé nefnt. Hún vann sem lögfræðingur verkalýðssamtaka, síðar varð hún þingkona Sósialdemókrataflokksins
og loks ráóherra félags-og heilbrigðismála.
Það er eftirtektarvert að fortíð Halonen er ólík bakgrunni fyrir-
rennara hennar. Fyrir kjörið gegndi hún starfi utanríkisráðherra. I
embætti forseta vill Tarja Halonen vera jafn virk í umræðum og
samstarfi um innanríkis- og utanríkismál. Hún er mótfallin niður-
skurði á norræna velferðarkerfinu. Hún er formælandi jafnréttis
og réttlætis öllum til handa. I utanríkismálum er hún fulltrúi
mannréttinda og hefur jafnan alheimssýn að leiðarljósi.
„Þó svo að lögin tryggi nú þegar öllum mannréttindi er ekki
jafnrétti í reynd: konur og stúlkur um allan heim eru sífellt beitt-
ar misrétti. Fjárhagsstaða þeirra er verri en karla og ýmsir menn-
ingar- og hagfræðilegir þættir koma í veg fyrir að konur fái notið
réttinda sinna. Frjáls félagasamtök gegna afar miklvægu hlutverki
við að tryggja konum og stúlkum mannréttindi," sagði Halonen á
ráðstefnu um konur á Eystrasaltssvæðinu í mars síðastliðnum.
Feðraveldið tapaði
Halonen fékk 52% atkvæða í forsetakosningunum, fjórum pró-
sentum meira en Esko Aho, forsetaefni Miðflokksins sem er
bændaflokkur, en Aho er karlmaður.
I kosningabaráttunni tíundaði Aho gildi hefðbundins fjöl-
skyldulífs og lúterstrúar en hann reyndi enn fremur að höfða til
borgarbúa í Finnlandi. Halonen er einstæð móðir. Hún hefur ver-
ið róttæk um dagana og málefni er varða umheiminn eru henni
hjartfólgin. Hún er ekki í lútersku kirkjunni, en það eru hins veg-
ar 85% Finna.
Hvernig tókst róttækri konu sem er sósíalisti að verða forseti í
landi þar sem mið- og hægri flokkar eiga meirihluta þingsæta?
Auk atkvæðanna sem hún hlaut frá vinstrissinnum kusu hægri-
sinnaðar konur hana, því þær vildu fá konu sem forseta. Það voru
einkum ungar konur í borgum sem kusu Halonen: þær kæra sig
kollóttar um hægri og vinstri í stjórnmálum og kunna að meta
hreinskilni Halonen. Esko Aho skýldi sér hins vegar bak við grímu
stjórnmálamannsins í kosningabaráttunni.
Jafnrétti en þó misrétti
Jafnan er talið að staða kvenna sé hvergi betri en á Norðurlöndun-
um. Finnskar konur fengu fyrstar kvenna kosningarétt og voru
kjörgengar á þing árið 1906. I dag vinna 92,5% fmnskra kvenna
utan heimilis. Barnagæsla er til fyrirmyndar í Finnlandi og það er
víða kvóti fyrir konur, til dæmis í ríkisstjórninni. Sem stendur eru
44% ráðherra í Finnlandi konur.
Halonen segir að þrátt fyrir þessa staðreynd sé enn langt í land
varðandi raunverulegt jafnrétti. Til að mynda eru laun kvenna
lægri en karla, yfirmenn flestra stórfyrirtækja eru karlar og refs-
ingar fyrir kynferðisafbrot gegn konum eru vægar.
Litlar telpur alast upp við að þær geti orðið forsetar
í ár fékk Finnland nýja stjórnarskrá sem dró úr valdi forsetans en
jók vald ríkisstjórnarinnar. Forsetinn ræður núorðið engu um inn-
anríkismál og áhrif hans í utanríkismálum eru takmarkaðari en
áður. Nú stýrir forsetinn utanríkismálum ásamt forsætisráðherra.
Sumir gætu sagt að nú fyrst hafi konur eygt möguleika á að ná
kosningu í stöðu forseta því að völd hans hafa minnkað.
Það getur reynst konum erfitt að öðlast völd í feðraveldi en
staða Halonen sem fyrsta kvenforsetans hefur mjög táknrænt gildi
í Finnlandi. Ekki aðeins vegna kyns hennar, einnig vegna þess að
hún er meðvituð um sérstöðu kvenna og ber mikla virðingu fyrir
mannréttindum. Hún er líka hæf og fús til viðræðna um breyting-
ar á umheiminum.
„Já, nú verður auðveldara fyrir þig að ná kjöri sem forseti síð-
ar meir“, svaraði ég litlu dóttur vinkonu minnar.
Anna Kekaalainen,
finnskur femínisti og blaðakona.
Lola Press / J)ýð. VSV
VER A •
25