Vera - 01.08.2000, Page 27
Á Partille Cup í Svíþjóð
í sumar. Helga og annað
starfsfólk EHF með
ungum dómurum
á dómaranámskeiði.
Rúmeníu í desember n.k. þar sem úrslita-
keppni A-landsliða verður haldin."
Að samræma einkalíf og starf
Félagsstörfum fylgir mikil fjarvera frá
heimili og þetta starf hlýtur að krefjast þess
að Helga sé mikið á ferðalögum erlendis.
Hvernig skyldi henni ganga að samræma
einkalíf og starf?
„Fjölskyldan þekkir lítið annað en fjar-
veru mína frá heimilinu vegna æfinga,
keppnisferða o.fl., auk þess er svona fjar-
vera nauðsynleg fyrir hjónabandið og fjöl-
skylduna að mínu mati! Þau hafa mikinn
skilning á þessu því börnin mín þrjú og
eiginmaðurinn hafa öll spilað handbolta
og tvö af börnunum spila í dag með FH.
Það eru þau Hjörtur 24 ára og Hafdís Inga
19 ára, en Heiðar, sá elsti, spilar ekki leng-
ur handbolta. Eg hef alltaf fylgt krökkunum
mikið eftir. Það skiptir mjög miklu máli að
foreldrar séu virkir í að fylgjast með börn-
unum sínum í íþróttum og að þau fái
stuðning að heiman. Þegar sá elsti var að
æfa og spila þá voru fáir foreldrar að fylgj-
ast með og lítið um að mæðurnar mættu á
leiki. í dag hefur þetta þó breyst að miklu
leyti og fleiri foreldrar fylgja börnunum
sínum og taka virkari þátt í unglingastarfi
félaganna."
Lítill áhugi fjölmiðla
Nú hefur það oft komið fram í umræðunni
í þjóðfélaginu að fjárhagslegur stuðningur
við kvennaíþróttir er ekki eins mikill og við
karlaíþróttir. Helga segir að í karlahand-
boltanum séu meiri tekjur, það koma fleiri
að horfa á leiki og fyrirtæki hafa verið
viljugri að styrkja strákana en stelpurnar,
þar með er peningastreymi til þeirra meira.
„Fyrst og fremst skiptir það máli fyrir
konur að hafa konu í stjórnum félaganna til
að hugsa um sín mál, annars vilja kvenna-
flokkarnir gleymast. Það var t.d. ekki fyrr
en árið 1988 sem leikmenn kvennalands-
liðsins þurftu ekki að borga undir sig í
keppnisferð, fram að þeim tíma sáu þær að
mestu leyti sjálfar um kostnaðinn sem
fylgdi. Oft hefur verið sagt að stelpurnar
verði að sýna árangur til þess að fá pen-
inga, en karlarnir fá peninga til að ná ár-
angri. Fjölmiðlar verða að sýna kvenna-
íþróttum meiri áhuga. I ágúst í fyrra náði
20 ára kvennalandsliðið t.d. þeim árangri
að komast í úrslit í heimsmeistarakeppni
kvenna sem fram fór í Kína og er þetta í
fyrsta skipti sem íslenskt kvennalandslið
nær það langt að komast í úrslit í heims-
meistarkeppni. Fjölmiðlar og aðrir sýndu
stelpunum hins vegar ekki mikinn áhuga
og sá enginn fjölmiðill ástæðu til að fara
með í ferðina. Almenningur, fjölmiðlar og
stjórnvöld verða að gera sér grein fyrir því
að íþróttahreyfmgin er besta forvarnarstarf
sem hægt er að hugsa sér og ef ungling-
arnir, sem leggja mikið á sig, fá litla sem
enga umfjöllun um þátttöku sína í íþrótt-
um er hætta á að þau gefist upp. Það er til
skammar hvað krakkarnir fá litla athygli.
Fjölmiðlarnir verða líka að átta sig á því að
börn og unglingar eiga foreldra sem vilja
lesa um þau í blöðum, sjá myndir af þeim
og horfa á þau í sjónvarpi og þessir foreldr-
ar eru þeir sem borga áskriftirnar."
Hvað telur Helga að hægt sé að gera til
að fá fólk til að koma og horfa kvenna-
handboltann?
„Kvennaboltinn er á uppleið, sérstaklega
undanfarin tvö ár, enda er fleira fólk á leikj-
um en oft áður. Umfjöllun hefur verið að
aukast þó hún sé lítil ennþá og hefur RUV
gert átak í að sýna meira frá kvennahand-
boltanum en áður. Það er undantekning ef
Stöð 2 sýnir yfirhöfuð frá kvennaboltan-
um. Eg teldi líka nauðsynlegt að blað eins
og Vera væri með fasta íþróttasíðu fyrir
konur, og önnur dagblöð einnig. Danir
sömdu t.d. við Berlinske tidende um að
hafa dálk einu sinni í viku, svokallað
Kvennahorn, þar sem konur skrifuðu um
kvennaíþróttir. Þetta var liður í eflingu og
umfjöllun um kvennaíþróttir í Danmörku
og í framhaldinu varð mikil vakning. Það
þarf einnig að breyta umgjörð leikja, gera
leikina meira fyrir augað og eyrað, t.d.
með tónlist eins og þekkist víða erlendis,
auglýsa betur upp leiki og síðast en ekki
síst að reyna að fá fleiri erlend kvennalið til
að koma og spila við stelpurnar. Við kon-
urnar verðum líka að leggja okkar af mörk-
um til að gera leiki skemmtilega á að horfa,
því með betri árangri koma fleiri á leiki."
Kvennahandboltadagur
Helga hefur spilað og fylgst með kvenna-
handbolta í mörg ár, en hvaða handbolta-
kona fmnst henni skara framúr í dag?
„Þetta er erfið spurning því í dag höfum
við fleiri efnilegri leikmenn en nokkurn
tímann fyrr — framtíðin er björt. En varð-
andi hver skarar framúr þá vil ég nefna
nöfn sem mér finnst hafa staðið uppúr í
gegnum tíðina, eins og Guðríði Guðjóns-
dóttur og Kolbrúnu Jóhannsdóttur. Annars
hefur verið fullt af góðum handboltakon-
um í gegnum tíðina og ég er nú reyndar
frekar hlutdræg í vali mínu. Varðandi yngri
stelpurnar, þá get ég ekki gert upp á milli."
I upphafi viðtalsins kom fram að Helga
VERA • 27