Vera - 01.08.2000, Page 31

Vera - 01.08.2000, Page 31
ielagsmalarafilierTvi á samfélagsmálun en málefni kynjanna eru órjúfanlegur þáttur þeirra. „Ég heillaðist af konunum sem voru í forsvari fyrir jafnrétt- isumræðunni en ég tók ekki mikinn þátt í jafnréttisbaráttunni sjálf. Ég kynntist starfi Rauðsokkahreyfmgarinnar lítillega enda var ég erlendis þegar mesta gróskan var þar. I lagadeildinni voru lögin aldrei skoð- uð út frá sjónarhorni kvenna. Ég tók t.d. vinnurétt sem valgrein og minnist þess ekki að orðið kona hafi komið þar fyrir, eða að ég hafi gert kröfu um það. Kvennapólitísk hugsun kom nokkru síðar inn í deildina með konum sem voru við nám á eftir mér. Nú er sem betur fer boð- ið upp á kennslu í kvennarétti í lagadeild- inni.“ Aþessum tímamótum er eðlilegt að rifja upp stofnun Jafnréttisráðs og setningu jafnréttislaga. Elsa segir að Svava Jakobsdóttir, þáverandi þingkona Alþýðu- bandalagsins, hafi oft vakið máls á launa- misrétti kynja en hún var fyrsti fulltrúi Is- lands í samstarfsnefnd Norrænu ráðherra- nefndarinnar um málefni kvenna. Elsa tel- ur að Svava hafi átt drýgstan þátt í því að árið 1973 voru sett lög um Jafnlaunaráð sem hafði það verkefni að taka fyrir kærur vegna launamisréttis sem konur væru beittar á vinnumarkaði. Fyrstu lögin um jafnrétti kynja, þar sem kynjamisrétti er bannað en ekki bara launamisrétti, voru síðan sett árið 1976 og segir Elsa að til- komu þeirra laga megi þakka baráttu kvennahreyfmgarinnar með rauðsokkur í fararbroddi. „Það var mikil gróska á þessum tíma. Kvennaáratugur Sameinuðu þjóðanna hófst árið áður og 24. október 1975 lögðu íslenskar konur niður vinnu á eftirminni- legan hátt. Með lögunum er Jafnréttisráð sett á laggirnar, skipað fulltrúum tilnefnd- um af Alþýðusambandi Islands, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Vinnuveitenda- sambandi Islands, einn skipaður af félags- málaráðherra án tilnefningar og formaður tilnefndur af Hæstarétti og skyldi hann hafa lokið embættisprófi í lögum. Með lögunum frá 1985 er fjölgað um tvo í Jafn- réttisráði en þá fá Kvenréttindafélag Islands og Kvenfélagasamband Islands sinn fulltrú- ann hvor. Lögunum er síðan aftur breytt 1991. Þá verður Kærunefnd jafnréttismála til og fellt brott að Hæstiréttur tilnefni for- mann Jafnréttisráðs. Frá þeim tíma hefur formaðurinn verið skipaður af félagsmála- ráðherra án tilnefningar enda fjallar ráðið ekki lengur um kærur. Kærunefndin er skipuð þremur lögfræðingum og eru tveir tilnefndir af Hæstarétti og einn af félags- málaráðherra. Jafnrétti kynja er hápólitískt mál sem sýnir sig best í því að í hvert sinn sem jafn- réttislögin hafa verið endurskoðuð þá fer af stað mikið plott og sterk hagsmunafélög beita sér hart gegn mikilvægum breytinga- tillögum. Sem dæmi má nefna aðdraganda að setningu jafnréttislaganna frá 1985 en þá voru tvö frumvörp til meðferðar í þing- inu, annars vegar frumvarp samið af nefnd sem Svavar Gestsson skipaði þegar hann var félagsmálaráðherra til 1983 og hins vegar frumvarp sem ríkisstjórnin sem þá tók við lét semja. Ég held að það hafi nánast verið samið urn hvert ákvæði frumvarpsins milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Með laga- breytingunni 1985 fékkst hins vegar tvennt mikilvægt fram. Annars vegar ákvæði um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum til fjögurra ára í senn og hins vegar heimild til sérstakra tímabund- inna aðgerða til að bæta stöðu kvenna. Til- lagan um að inn í skilgreiningu laganna í 1. gr. kæmi að sérstaklega skyldi bæta stöðu kvenna til að koma á jafnrétti kynj- anna, náði hins vegar ekki fram fyrr en með lögunum 1991. Þessi setning var hápólitísk, að því er mér var sagt. Þegar Elsa tók við störfum hjá Jafn- réttisráði voru tvö stöðugildi á skrifstof- unni en þau eru nú sex. Hún segir að mála- flokkurinn hafi ekki staðið sterkt á þeim tíma. „Kvennalistakonur tóku vissulega upp mál á þingi en þær höfðu lítið sam- starf og samskipti við okkur. Það er ákveð- inn vandi svona stofnunar að hafa ekki hreyfmgu á bak við sig, sérstaklega ef Jafn- réttisráð og félögin sem eiga aðild að því eru ekki sterk en þau hafa möguleika á grasrótartengingu. “ í fyrstu var starfið aðallega fólgið í því að undirbúa fundi og afgreiða mál Jafnrétt- isráðs. Unnar voru þrjár til fjórar tölfræði- úttektir á ári, gefið út fréttbréf en lítið bol- magn til annars. Starfið hefur síðan eflst mjög og vaxið um leið og pólitískur skiln- ingur á því hefur aukist. Nú sinna þrír há- skólamenntaðir sérfræðingar ýmsum sam- starfsverkefnum, auk þess sem skrifstofan þjónustar Kærunefnd jafnréttismála, Jafn- réttisráð og sinnir verkefnum fyrir félags- málaráðuney tið. „Einn stærsti áfangasigurinn á mínum ferli er skipan Kærunefndar jafnréttismála en með tilkomu hennar fer fyrst að reyna á bann laganna um misrétti gagnvart konum og, í undantekningartilfellum, körlum. Fyrstu 15 árin sem Jafnréttisráð starfaði var farið með tvö mál fyrir dómstóla en frá 1991 höfum við farið með átta mál fyrir dómstóla. Með aðildinni að Evrópska efna- hagssvæðinu 1993 stækkaði lagajafnréttis- heimur okkar og dómar Evrópudómstóls- ins fengu fordæmisgildi hér á landi. Þegar kærum og dómsmálum fjölgar fá atvinnu- rekendur þau skilaboð að þeim beri að huga að jafnrétti kynjanna, annars geti þeir fengið á sig kærur og dóma. Fjársektir eru oft það eina sem atvinnurekendur skilja. Kærunefnd jafnréttismála er aðeins álitsgefandi aðili en ef atvinnurekendur sætta sig ekki við niðurstöðu hennar höf- um við leyft til að fara með máhð fyrir dómstóla, kærandanum að kostnaðarlausu. Kærunefndinni hafa borist að meðaltali 12 til 14 mál á ári en tvö ár skera sig úr, þ.e. V E R A • 31

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.