Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 44
Kristín Heiða Kristinsdóttir
Undir
broddstaí
böðnls
Á kristnitökuhátíðinni
í júlí var þeirra kvenna
sérstaklega minnst sem
forðum stóðu á barmi Drekkingarhyls og horfðust í
augu við dauðann í vatninu. Minningarathöfnin var
bæði falleg og táknræn og var í höndum þeirra Arn-
fríðar Cuðmundsdóttur lektors í guðfræði, Ingu Huldar
Hákonardóttur sagnfræðings og Elínborgar Sturludóttur guðfræðinema. Athöfnin átti einnig að minna okkur á allar
konur á öllum tímum sem þjáðst hafa eða látið líf sitt fyrir óréttlætis sakir. Þær segja að þetta hafi mælst vel fyrir
og viðbrögð verið góð.
„Það er eins og fólki hafi fundist tími til
kominn að draga þessar konur fram í dags-
ljósið og sýna þeim virðingu. Þær hafa á
vissan hátt staðið í skugganum, m.a. vegna
þess að ímynd Þingvalla er svo rómantísk
og upphafin og þar áttu 19. aldar skáldin
auðvitað stóran þátt. Og okkar ástsæli Kjar-
val dvaldi þar löngum stundum og málaði
ódauðlegar myndir og loks er staðurinn
nátengdur þjóðarstoltinu vegna lýðveldis-
tökunnar. Allt þetta verður til þess að aftaka
kvenna í formi drekkingar mitt í allri nátt-
úrufegurðinni passar ekki nógu vel inn í
myndina. Rétt eins og þagað er yfir þeim
heimildum sem segja frá öllum ólifnaðin-
um, drykkjuskapnum og svallinu sem tíðk-
aðist Þingvöllum."
En einmitt til að berjast gegn því að ör-
lög þessara kvenna verði þöguð í hel þótti
við hæfi að hin vatnsbláa gleym mér ei
væri fléttuð í stóra blómsveiginn úr ís-
lenskum villijurtum sem lagður var við
hylinn. I honum voru líka sóleyjar og
lækningajurtir sem áður voru notaðar til
að lina þjáningar kvenna vegna barnsburð-
ar og tíðaverkja.
„Þar ber hæst Maríustakkinn en soðið
úr honum var svo mikið notað í þessum
tilgangi að hann var stundum kallaður
konublóm. Þessi jurt er kennd við Maríu
hina mildu meyju sem konur hölluðu sér
gjarnan að í þrautum sínum, jafnvel langt
fram yfir lúthersku siðbreytinguna. Við
settum líka Baldursbrá í kransinn, blómið
sem ber nafn goðsins góða og bjarta, hans
Baldurs. Þannig vísar blómsveigurinn í
margar áttir og auk þess er lokaður hring-
ur eilífðartákn."
Ólögmætar barneignir dauðasök
Oneitanlega er það kaldhæðnislegt að það
sem varð öllum þeim konum að falli sem
hlutu drekkingardóm var einmitt sá eigin-
leiki sem hvað mest er dásamaður í fari
kvenna: Hæfileikinn til að geta af sér nýtt
líf. Allar konurnar sem gistu Drekkingarhyl
hlutu dóm sem var til kominn vegna ólög-
mætra barneigna, ýmist vegna sifjaspella,
barneigna utan hjónabands eða fyrir að
bera út börn sín. En hve mörgum konum
var drekkt hér landi?
„Enginn veit með vissu hversu margar
konur létu lífið í drekkingum því skráðar
heimildir segja aldrei alla söguna. Það er
talið að u.þ.b. SO konum hafi verið drekkt
á Islandi. Skráð er að 18 konum hafi verið
drekkt á Þingvöllum en ekki var farið með
alla sakamenn þangað. Það var bæði kostn-
aðarsamt og tímafrekt þannig að þó nokk-
uð af konum var drekkt annars staðar á
landinu, ýmist í hyljum, rennandi vatni eða
jafnvel torfgröfum. En drekkingar þessara
kvenna þóttu svo ógnvænlegar vegna þess
að á Islandi hafði þrátt fyrir allt ætíð verið
borin viss virðing fyrir konum og það
tíðkaðist að þyrma lífi þeirra. Við sjáum
þetta í fornsögunum, konum er boðið að
ganga út í Njálsbrennu. I Evrópu var miklu
meira um aftökur kvenna, t.d. á tímum
galdraofsókna en hér á landi voru mjög
fáar konur brenndar á báli af þeim sökum.
Þær konur sem upp komust í fátæktinni
voru dýrmætar, þær voru mæður margra
barna og héldu utan um heimilið sem var
heilmikið fyrirtæki. Þetta var vafalaust ein
af ástæðum þess að ótrúlega fáar konur
voru í raun líflátnar á Islandi."
Margir karlar voru aftur á móti hengdir
hérlendis fyrir ekki meiri sök en smáþjófn-
að en slíkt henti afar sjaldan konur. Það var
helst að morðkvendi væru tekin af lífi og
þá höggvin. Reyndar var illskárri kostur að
vera drekkt því ekki bitu vopnin alltaf vel
og þetta voru óþverra aftökur. Til eru
margar frásagnir af því og ein er um mann
sem var hálshöggvinn fyrir að geta stjúp-
dóttur sinni börn og gekk það ekki betur
en svo að höfuðið marðist af í 30 höggum.
„Þó var það að vera hálshöggvinn mesti
virðingardauðinn af þessum aftökuaðferð-
um. Það var eitthvað hetjulegt við það,
svolítið eins og að falla í bardaga. Aftur á
móti hafa líka verið uppi hugmyndir um
hreinsun vatnsins, þannig að í drekking-
unni fólst einhver tegund syndaaflausnar
sem hefur vonandi verið einhver huggun
harmi gegn fyrir veslings konurnar því
ofan á allt annað voru þær dysjaðar í
óvígðri mold.“
Eina skrásetta lýsingin sem til er af
drekkingaraftöku hérlendis er frá 1772.
Hún er frá presti á Þingvöllum sem sagði
erlendum ferðamanni hvernig aftakan fór
fram: „Sökudólgurinn var bundinn í poka
sem steypt var yfir höfuð honum og tók
niður á miðjan legg. Reipi sem böðullinn
hélt í handan hylsins var bundið um kon-
una. Eftir að hún hafði staðið þannig um
stund var henni kippt í vatnið og haldið
niðri með stöng uns hún var dauð.“
Að elskast ekki nema í hjónasæng
Stóridómur var settur hér á Islandi árið
1564 en var ekki framfylgt af fullri hörku
fyrr en um 1 600. Þó Stóridómur væri mis-
44 • VERA