Vera - 01.08.2000, Side 50
Heima er best
+
- heimahjúkrun barna og unglinga
Ekkert barn er svo heppió aó komast alveg hjá veik-
indum i þessari jarövist. Þegar barn veikist parfnast
paó meiri umönnunar og alúðar en endranær. For-
eldrar eru sem betur fer oftast i stakk búnir til aö
sinna þeim. Margir uppalendur muna andvökur og
áhyggjur sem fylgja veikindum, en sem betur fer
fæðast flest börn hraust og eftir skammvinn veik-
indi birtir á ný. Þvi mióur fæðast ekki öll börn
heilsuhraust, sum veikjast alvarlega fyrstu árin eóa
lenda i slysum. Mörg þeirra eiga vió langvinn veik-
indi aö stríða og sum ná aldrei fullum bata. Und-
ir slíkum kringumstæðum þurfa foreldrar aó leita
á náóir sérfræðínga. Börnin eiga viö sjúkdóm aó
striða en öll fjölskyldan veröur veik fyrir vegna álagsins sem veikindum fylgja. Læknar, hjúkrunar-
fræöingar, sjúkraþjálfarar, félagsráógjafar, sálfræóingar og fjármálaráógjafar eru meóal þeirra sem
aóstoóa slikar fjölskyldur.
Fjóla Grimsdóttir og Guðrún Ragnars stunda hjúkrun barna
heimahúsum.
Sjö hjúkrunarfræðingar starfa við
heimahjúkrun barna og unglinga.
Allar eru þær verktakar á vegum
Tryggingastofnunar ríkisins en það
voru m.a. þær Guðrún Ragnars og
Kristín Vigfúsdóttir hjúkrunarfræð-
ingar sem gerðu fyrsta samninginn
við stofnunina, 1989. Læknir eða
hjúkrunarfræðingur þarf að skrifa
beiðni til Tryggingastofnunar um
heimahjúkrun fyrir veikt barn eða
ungling. Hjúkrunin er greidd að fullu
af Tryggingastofnun ríkisins og þetta
skerðir ekki aðrar bætur sem foreldrar
fá vegna barna sinna. Heimahjúkrunar-
fræðingarnir hafa allar að baki langa
starfsreynslu á barnadeildum sjúkrahúsa
og mikla sérþekkingu á þörfum sjúkra
barna. Þær sem stunda heimahjúkrun
fyrir börn og unglinga eru Bára Sigur-
jónsdóttir, Fjóla Grímsdóttir, Guðrún
Ragnars, Halldóra Kristjánsdóttir, Kristín
Vigfúsdóttir, Helga Einarsdóttir og Ingi-
gerður Jónsdóttir. Segja má að heima-
hjúkrun sé eins konar brú milli sjúkra-
húss, heilsugæslu og heimilis og þær
stöllur vinna náið með ýmsum sérfræð-
ingum í heilbrigðisgeiranum. Með þessari
þjónustu næst mikill sparnaður í heil-
brigðiskerfmu því að heimahjúkrun styttir
sjúkrahúsvist og er þrisvar sinnum ódýrari
en innlögn á stofnun. Það er líka til bóta
fyrir sjúkling og fjölskyldur að geta reitt
sig á lítinn hóp hjúkrunarfólks.
Langveik börn geti verið heima
Þær Fjóla Grímsdóttir og Guðrún Ragnars
mættu í viðtal hjá Veru til að kynna starf-
semina. Þær segja að heimahjúkrun feli
ekki bara í sér sparnað, ákveðin hug-
myndafræði liggi að baki starfi þeirra. Það
er mikilvægi þess að veik börn og fjöl-
skyldur þeirra geti lifað sem eðlilegustu lífi
utan stofnana.
Mér leikur forvitni á að vita hvaða börn-
um þær sinni. Þær segja mörkin nokkuð
ljós, þær eigi að sinna langveikum börnum
auk barna sem lent hafa í slysum. Er það
nokkuð víð skilgreining en þær sinna til
dæmis ekki óværum börnum. Börn sem
eru mikið fötluð og auk þess mikið veik
eru stór hluti sjúklinga þeirra. Ymsir fylgi-
kvillar hrjá þessi börn. Vegna þróunar í
læknavísindum er mörgum fyrirburum
bjargað sem ekki hefðu lifað af hér áður
fyrr. Hjúkrunarfræðingarnir hafa einmitt
sérhæft sig í umönnun fyrirbura, en þeir
þurfa oft næringarslöngu og sérstaka um-
önnun fyrstu mánuðina. Vegna glasafrjóvg-
unar fæðast líka fleiri fjölburar nú en áður
fyrr og þeir eru oft mjög litlir við fæðingu.
Þessi börn eiga oft við vanda að stríða
tengdan næringu. Fleiri sjúkdómum er
sinnt í heimahjúkrun, þar má nefna floga-
veiki, hjartasjúkdóma, krabbamein, sykur-
sýki, asthma og meltingarsjúkdóma. Guð-
rún segir frá stóru vandamáli, en það eru
börn og unglingar sem kúka í buxur fram
eftir öllum aldri. Oftast eru þetta félagsleg
vandamál en stundum er um galla í melt-
ingarvegi að ræða. Börnin hafa lent í víta-
hring sem oftast er hægt að rjúfa með nær-
gætni og reglulegu mataræði. Aður fyrr
voru þessi börn lögð inn á spítala, en
þennan vanda er best að leysa inni á heim-
ilunum. Mörg börn með slæmt exem eru
skjólstæðingar heimahjúkrunar en áður
voru slík börn lögð inn á spítala. Hjúkrun-
arfræðingar þurfa iðulega að kenna for-
eldrum að gefa lyftn rétt, því það er auðvit-
að afar mikilvægt. Þær segja allflesta fá bót
meina sinna, sumir nái sér alveg en ekki
verði hjá því komist að stundum deyi börn
sem þær hafa undir sínum verndarvæng.
Álagið mcst á mæðurnar
Veikindi barna eru gífurlegt álag á hjóna-
50 • VEFA