Vera - 01.08.2000, Síða 51

Vera - 01.08.2000, Síða 51
band og fjölskyldulíf. Annað foreldrið þarf að vera heimavinnandi og öflun tekna lendir því alfarið á hinu. Oft verða systkini veikra barna afbrýðisöm og erfið viður- eignar. í starfi sínu eyða þær Fjóla og Guð- rún miklum tíma í að hlusta á aðstandend- ur sjúklinga. Þær segjast óhjákvæmilega lenda í hlutverki félagsráðgjafa. Þegar kom- ið sé reglulega inn á lreimili kynnist þær auðvitað aðstandendum. Margir foreldrar bjóði alltaf upp á kaffisopa og telji spjall tilheyra heimsóknini. Þær segja að oftast sinni móðirin sjúka barninu. Hún búi iðulega við einangrun og komist lítið út. Sumar kvennanna segja þær virkilega illa farnar af vöðvabólgu og þreytu. Augljóslega er afar þrúgandi að vera bundin í báða skó vegna langveiks barns. Guðrún og Fjóla finna mikla þörf fyrir stofnun hjúkrunarheimilis fyrir langveik börn svo létta megi slíku lagi af fjölskyld- um. Fjóla og Guðrún sjá fyrir sér hjúkrun- arheimili þar sem vista mætti langveik börn í viku eða nokkra daga í senn til að fjölskyldur þeirra fái hvíld. Þörfina segja þær brýna en að meðaltali þyrftu 30 börn á slíkri vistun að halda. Nokkur vistunar- heimili fyrir fötluð börn eru starfrækt, en þar starfa engir lijúkrunarfræðingar. Sjálfstæðar en í samvinnu við aðrar Hjúkrunarfræðingar við heimahjúkrun eru í raun á vakt allan sólarhringinn, því alltaf má hringja í þær. Auðvitað skiptast þær á að taka frí en alltaf má ná í einhverja þeirra. Þær stöllur liittast reglulega og skipuleggja sína vinnu. Allar þekkja stöðu hvers sjúk- lings og vitja þeirra til skiptis. Guðrún og Fjóla segjast líka oft þurfa að létta á hjarta sínu og segja það óskaplega mikils virði að eiga hvor aðra að. Auðvitað verður fólk í hjúkrunargeiranum að brynja sig, það er nauðsynlegt að vera faglegur en sýna þó samhug. Ég sé á Fjólu og Guðrúnu að stofnun hjúkrunarheimilis er þeim mikið hjartans mál. Þær segja starf sitt gefandi og skemmtilegt þrátt fyrir álagið sem því fylgi. Þær hófu störf við heimahjúkrun því þær fundu þörfina og hefur hún aukist jafnt og þétt. Þeim fmnst gott að vinna sjálfstætt í samvinnu við aðra heilbrigðis- faghópa. Fjóla og Guðrún eru greinilega hugsjónakonur sem vinna þarft starf. Vera óskar þeim og félögum þeirra velfarnaðar í starfi, með von um að hjúkrunarheimili fyrir langveik börn verði reist sem fyrst. VSV i: Otriviri Otrivin nefúðinn er fljótvirkur og áhrifamikill. Það er hægt að halda kvefinu í skefjum, án lyfseðils. næsta apótek og nærð þér í Otrivin neftiða. Úðar einu sinni í hvora nös, allt að þrisvar sinnum á dag. Þá losnar um stíflurnar, þú dregur andann djúpt, vandræðalaust og lætur þér batna. Og nú fœst líka Otrivin menttiol - prófaðu það! getur I ir sem hafa ofnæmi fyrir xýlómetasólin eóa bensalkonklóriði ættu ekki aó nota Otrivin. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu VER A • 51

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.