Vera - 01.08.2000, Qupperneq 54

Vera - 01.08.2000, Qupperneq 54
RRYNHILDIIR £L Q V E N Z Hraðsoðin jafnréttislög Síðastliðið vor samþykkti Alþingi ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Ný jafnréttislög höfðu verið á döfinni um nokkurt skeið og vorið 1999 lagði félagsmálaráðherra ffam frumvarp á Alþingi sem unnið hafði verið af nefnd sem ráðherrann hafði skipað í því skyni, en því miður lauk afgreiðslu þess ekki fyrir þinglok í það skiptið. Á síðastliðnu ári skipaði ráð- herrann aftur nefnd til að semja nýtt frumvarp til jafnréttislaga. Á grundvelli starfs þeirrar nefndar lagði félagsmála- ráðherra síðan fram nýtt frumvarp síð- astliðinn vetur sem var í veigamiklum atriðum frábrugðið fyrra frumvarpinu. Hver orsök þess var að ráðherrann skipti svo fljótt um skoðun á fyrirkomulagi jafnréttis- mála sem raun varð á, er ekki ljóst. Hitt er nokkuð ljóst að hið nýja frumvarp sem nú er orðið að lögum, með smávægilegum breyt- ingum þó, gengur mun skemmra í að tryggja réttindi kvenna en hið fyrra. Hér á eftir ætla ég að gera nokkra grein fyrir helstu atriðum í hinum nýju lögum sem ég tel áhugaverð. Hér er ekki um neina tæmandi úttekt að ræða og ýmis mikilvæg atriði laganna er ekki fjall- að um. Samkvæmt lögunum verður sett á stofn ný stofnun, Jafnréttisstofa, sem hefur að mörgu leyti sama hlutverk og Jafnréttisráð og Skrif- stofa jafnréttismála höfðu áður. Hlutverk Jafnréttisráðs er hins vegar gjörbreytt og verulega dregið úr vægi þess. Nú er hlutverk þess eingöngu bundið við málefni er varða vinnumarkaðinn. Skipun í ráðið er einnig breytt. Nú skulu eiga þar sæti fulltrúar Kven- réttindafélags íslands, Kvenfélagasambands íslands, ASI, BSRB, fjármálaráðuneytis, Sam- taka atvinnulífsins, Háskóla Islands og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Loks skipar fé- lagsmálaráðherra formann ráðsins án tilnefn- ingar. Fulltrúar beggja kynja I nýju lögunum er kveðið á um að þau sem tilnefna í Jafnréttisráð skuli tilnefna tvo full- trúa hver, eina konu og einn karl, til setu í ráðinu og skal þess gætt að kynjaskipting verði sem jöfnust í því. Konur hafa lengi barist fyrir því að þessi regla verði lögfest um nefndir og ráð á vegum hins opinbera og víðar, þ.e. að tilnefningaraðilar tilnefni ávallt fulltrúa af báðum kynjum, svo framarlega sem því verður við komið. Kvennalistinn lagði m.a. mikla áherslu á þetta atriði meðan fulltrúar hans sátu á þingi. Þessu hefur hins vegar ávallt verið hafnað þar til í fyrra jafn- réttislagafrumvarpinu, en þar var gert ráð fyrir þessari skipan. í síðara frumvarpinu, sem nú er orðið að lögum, var þessu því miður aftur breytt til fyrra horfs. Samkvæmt 20. gr. núgildandi laga skulu í nefndum, ráð- um og stjórnum á vegum ríkis og sveitarfé- Iaga, þar sem því verður við komið, sitja sem næst jafnmargar konur og karlar og skal ávallt á það minnt þegar óskað er tilnefningar í hlutaðeigandi nefndir, ráð og stjórnir. Engin skylda hvílir hins vegar á tilnefningaraðilum að tilnefna bæði kynin. Eru þetta mikil von- brigði því samkvæmt upplýsingum um hlut- fall kynja í ráðum og nefndum sem aflað hef- ur verið á Skrifstofu jafnréttismála (sem reyndar er ekki til lengur), fer því fjarri að stjórnvöld fari að þessum ákvæðum jafnrétt- islaga. Þetta misrétti hefði auðveldlega verið hægt að Ieysa á skjótan og góðan hátt hefðu menn raunverulega viljað jafnrétti hvað þetta varðar. Það skýtur því nokkuð skökku við að þeg- ar skipa á í Jafnréttisráð verður skyndilega mikil þörf fyrir þessa reglu og gera lögin kröfu um að þau sem tilnefna í Jafnréttisráð tilnefni tvo fulltrúa, eina konu og einn karl, sem félagsmálaráðherra velur síðan í milli m.t.t. jafnræðis kynjanna. Jafnréttisráð virðist því vera eina ráðið í allri stjórnsýslunni þar sem tilnefningaraðilum er gert skylt að til- nefna bæði kynin. Erfitt er að sjá hvernig Kvenréttindafélag íslands og Kvenfélagasam- band Islands geti tilnefnt karlmann sem full- trúa sinn. Það er að mínu mati með ólíkind- um að konur á Alþingi Islands skuli hafa lát- ið bjóða sér þetta. Staða kynjanna á Islandi er ekki jöfn og þar hallar fyrst og fremst á kon- ur en ekki karla, enda þótt svo kunni að vera á einstökum sviðum samfélagsins. Því er það allt að því móðgun við konur að taka út úr það ráð sem fjalla skal um stöðu kvenna á vinnumarkaðinum og gera kröfu um að þar sitji karlar til jafns við konur. En fyrst tók þó steininn úr þegar skipað var í Kærunefnd jafnréttismála nú nýverið en þar sitja nú, eins og reyndar í síðustu Kæru- nefnd, þrír lögfræðingar, tveir karlar og ein kona! Þessi skipan undirstrikar ennþá einu sinni afstöðu íslenskra stjórnvalda til kvenna, þ.e. að þær skuli þurfa að sætta sig við að um mál þeirra, sem snerta mismunun sem þær telja sig hafa orðið fyrir vegna kynferðis síns, fjalli að meirihluta karlar. Vitaskuld felst ekki í þessu neinn dómur um þá einstaklinga sem í nefndinni sitja hverju sinni, en trúverðug- leiki nefndarinnar verður alls ekki hinn sami. Þau ákvæði hinna nýju laga er varða Kærunefnd jafnréttismála eru mikil vonbrigði þeim sem vildu efla Kærunefndina og gefa henni eitthvert vægi. Samkvæmt gömlu lögunum voru niður- stöður hennar einungis álit sem var á engan hátt bind- andi fyrir aðila málsins. Var því mikil ánægja þegar fyrra jafnréttislagafrumvarpið kom fram fyrir rúmu ári, en þar var gert ráð fyrir að nið- urstöður nefndarinnar væru úrskurðir sem væru bindandi. En stjórnvöld skiptu einnig um skoðun á þessu milli þinga og samkvæmt nýju lögunum eru niðurstöður nefndar- innar einungis álit eins og áður var. Vandséð er hvaða gagn er að slíkri nefnd sem hefur livort sem er ekk- ert vægi, einkum með tilliti til þess að mikil vinna hefur hingað til ver- ið lögð í álitsgerðir Kærunefndar. Vera má að vænlegra sé að nota það fjármagn sem fer í rekstur Kærunefndar til að styrkja konur til að fara með mál sín beint til dóm- stóla. Mörg ákvæði til bóta Hin nýju lög eru þó ekki alslæm eins og ætla má af því sem skrifað er hér að framan! Stærsta framfarasporið er að mínu viti ákvæði um kynferðislega áreitni. I eldri lög- um var ekkert getið um kynferðislega áreitni og var það mjög til baga. Kærunefndin hafði hins vegar túlkað ákvæði þeirra laga um bann við mismunun hvað varðar vinnuaðstæður og vinnuskilyrði þannig að kynferðisleg áreitni félli þar undir. Nýju lögin taka hins vegar alveg af skarið hvað þetta snertir og samkvæmt 17. gr. þeirra skulu atvinnurek- endur og yfirmenn stofnana og félagsstarfs gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað, 54 • VERA

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.