Vera - 01.08.2000, Qupperneq 55
S K B I E A B U M L Q G E B Æ Ð L
í stofnun, félagsstarfi eða í skólum. Er það
gleðilegt að augu manna skuli loks opnast
fyrir þessu vandamáli en ítrekaðar tilraunir
voru gerðar af hálfu Kvennalistans meðan
hann var og hét til að fá inn í íslensk lög
ákvæði sem brúkleg væru til að sporna gegn
kynferðislegri áreitni.
Ekki síður mikilvægt er ákvæði í 25. gr.
laganna en þar segir m.a. að atvinnurekandi
skuli jafnframt gæta þess að starfsmaður
verði ekki beittur óréttlæti í starfi á grund-
velli þess að hafa kært kynferðislega áreitni
eða kynjamismunun. Þetta ákvæði
styrkir stöðu þeirra sem verða fyr-
ir mismunun mjög, því margar
konur hafa hikað við að kæra
vinnuveitanda sinn vegna ótta
um að vera látin gjalda þess
í vinnunni.
I lögunum er að finna
nýtt ákvæði um samræm-
ingu fjölskyldu- og at-
vinnulífs. Þar er sú skylda
lögð á atvinnurekendur að
þeir geri nauðsynlegar
ráðstafanir til að gera kon-
um og körlum kleift að sam-
ræma starfsskyldur sínar og
skyldur gagnvart fjölskyldu. Ráð-
stafanir þessar skulu m.a. miða
að því að auka sveigjanleika í
skipulagningu vinnu og vinnu-
tíma þannig að tekið sé tillit til
þarfa atvinnulífs og fjölskylduað-
stæðna starfsmanns. Enda þótt
ákvæðið sé ákaflega óljóst og
erfitt að byggja einhvern rétt á
því er þó mikilvægt að fá þessi atriði
inn í lögin. Það má því segja að samræming
fjölskyldu- og atvinnulífs sé komin á dagskrá
hjá stjórnvöldum.
Fiutningur Jafnréttisstofu til Akureyrar
Umræðan um hin nýju lög hefur hins vegar
ekki nema að litlu leyti snúist um efnisinni-
hald þeirra, heldur miklu fremur flutning
hinnar nýju Jafnréttisstofu til Akureyrar. í
frumvarpi að lögunum sem sent var út til
umsagnar ýmissa aðila, þ.á.m. fjármálaráðu-
neytis svo sem skylt er til að meta kostnað af
frumvarpinu, var þess hvergi getið að til
stæði að flytja stofnunina og því liggur ekki
fyrir hvaða skoðun umsagnaraðilar hafa á
flutningnum. Þegar komið var að lokaaf-
greiðslu frumvarpsins á Alþingi og félags-
málanefnd Alþingis lagði fram nefndarálit
sitt, var í því breytingartillaga sem lét lítið
yfir sér en þar sagði: „Ráðherra annast stað-
setningu Jafnréttisstofu".
Sem rök fyrir þessu segir í texta nefndará-
litsins að í tillögu til þingsályktunar um
stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998
-2001, sem samþykkt hafi verið á Alþingi á
123. löggjafarþingi, segi í 6. lið að leitast
skuli við að staðsetja nýja starfsemi hins op-
inbera utan höfuðborgarsvæðisins, í þeim
tilgangi að opinberum störfum fjölgi eigi
minna hlutfallslega á landsbyggðinni en á
höfuðborgarsvæðinu. Hin nýja Jafnréttisstofa
gæti rækt hlutverk sitt jafnt á landsbyggðinni
sem höfuðborgarsvæðinu. Nefndin fékk sitt
fram, því í 2. gr. laganna segir: „Ráðherra
ákveður staðsetningu Jafnréttisstofu". Blekið
hafði vart þornað á lögunum þegar ráðherra
lýsti því yfir að hann hyggðist flytja stofnun-
ina út á land. Til þess notaði hann ýmis rök,
m.a. að árangur fyrri stofnunar í Reykjavík
hefði nú ekki verið neitt sérstakur! Enn væri
mikið kynjamisrétti í samfélaginu! Ennfrem-
ur að hin nýja stofnun á Akureyri myndi
njóta sérstaklega nærveru við Háskólann á
Akureyri þar sem samkvæmt nýju lögunum
ætti að leggja aukna áherslu á rannsóknir.
Eitthvað hljómaði þetta nú undarlega í eyrum
margra, einkum og sér í lagi þar sem Rann-
sóknastofa í kvennafræðum er starfrækt við
Háskóla Islands í Reykjavík en ekki á Akur-
eyri. Margir urðu til að mótmæla flutningn-
um en án árangurs. Ymsir, einkum lands-
byggðarfólk, létu þó í ljós ánægju sína með
flutninginn og er það í sjálfu sér skiljanlegt.
Miðað við þá starfsemi sem fram liefur
farið samkvæmt jafnréttislögum, sem var í
grófum dráttum sú sama og Jafnréttisstofa
mun annast, hlýtur mikið óhagræði að skap-
ast af þessari skipan. Stór hluti starfsins á
Skrifstofu jafnréttismála hefur verið hvers
kyns fræðsla og ráðgjöf við stofnanir ríkisins
og stór fyrirtæki, en svo vill til að yftrgnæf-
andi meirihluti þessara stofnana og fyrirtækja
eru starfrækt í Reykjavík og breyta draumar
manna um annað ekki þeirri staðreynd. I
þingsályktunartillögunni sem félagsmála-
nefnd vísar til segir að leitast skuli við að
staðsetja nýja starfsemi hins opinbera utan
höfuðborgarsvæðisins. í þessu tilfelli er alls
ekki um nýja starfsemi að ræða, heldur
gamla starfsemi sem fær nýjar umbúðir. Sam-
kvæmt þessari sömu þingsályktunartillögu er
tilgangur þess að færa nýja starfsemi út á land
að opinberum störfum fjölgi eigi minna
hlutfallslega á landsbyggðinni en höfuð-
borgarsvæðinu. Sú ákvörðun að flytja Jafn-
réttisstofu til Akureyrar gerir það að verkum
að dæmið snýst við, þ.e. að störfum fjölgar
lilutfallslega meira á landsbyggðinni. Þrátt
fyrir vilja flestra til að vinna að jafnvægi í
byggð landsins verður það að teljast hæpin
ráðstöfun að taka vinnuna af sex starfsmönn-
um í Reykjavík í þeim eina tilgangi að láta
fólk annars staðar á landinu fá störf þeirra.
Félagsmálaráðherra hefur engin efnisleg rök
lagt fram máli sínu til stuðnings. Svör hans
hafa því miður einkennst af vanþekkingu á
málafJokknum og þeirri starfsemi sem fram
hefur farið á þessum vettvangi hingað til.
Vissulega mátti mörgu breyta og margt bæta
á Skrifstofu jafnréttismála, eins og svo víða
annars staðar. Endurskoðun er nauðsynleg á
stofnunum sem þessum með reglulegu milli-
bili og ekki er að efa að hin nýja fram-
kvæmdastýra Jafnréttisstofu muni stýra stofn-
uninni með myndarbrag. Breytingar á starf-
semi stofnana verða hins vegar að eiga sér
einhverjar vitrænar forsendur og eiga stoð í
raunveruleikanum, ekki bara vera breytingar
breytinganna sjálfra vegna.
Það er sorglegt til þess að hugsa hversu hönd-
um virðist hafa verið kastað til hinna nýju
laga. Samið var frumvarp í einum hvelli, þar
sem stjórnvöld virðast hafa áttað sig skyndi-
lega á að frumvarpið sem rétt var búið að
leggja fram væri tóm vitleysa og því skyldi
nýtt frumvarp unnið á mettíma. Það var síð-
an lagt fram þegar líða tók á þingið, grund-
vallarbreytingar gerðar samkvæmt tillögu fé-
lagsmálanefndar og málið keyrt í gegn á síð-
ustu dögum þingsins. Það er umhugsunar-
vert að svo þýðingarmikil breyting sem felst
í því að veita ráðherra heimild til að ákveða
staðsetningu stofnunarinnar var gerð án þess
að aflað væri lögbundinnar umsagnar fjár-
málaráðuneytis um kostnað því samfara.
Kostnaður við frumvarpið hafði verið met-
inn áður en þessu ákvæði var bætt inn í það.
Það segir sig sjálft að umtalsverður auka-
kostnaður fylgir því að hafa stofnunina á Ak-
ureyri, eigi hún að geta sinnt þeirri starfsemi
sem henni er ætlað.
Mér virðast hin nýju jafnréttislög, þar
með talinn aðdragandinn að setningu þeirra,
vera enn eitt dæmið um hversu mikil nauð-
syn er á að efla rannsóknir á stöðu og högum
kvenna hér á landi. Meðan ekki liggja fyrir
gleggri upplýsingar þar að lútandi eru litlar
líkur á því að sett verði jafnréttislöggjöf sem
tekur raunverulega á því misrétti sem konur
búa við. Hin nýju lög hafa ýmis þörf og góð
ákvæði, en betur má ef duga skal.
VER A •