Vera - 01.08.2000, Side 56
Röbb
hjá Rannsóknastofu
í kvennafræðum
á haustmisseri.
5. októbcr
Guðrún Árnadóttir,
MA í sálarfræði.
Hvers vegna mæta konur ekki
í brjóstamyndatöku?
19. október
Hólmfríður Garðarsdóttir,
bókmenntafræðingur.
Tvær greinar af sama meiði:
íslenskar og argentískar
kvennabókmenntir.
2. nóvember
Penelopa Lisi,
menntunarfræðingur.
Konur og stjórnun:
Saga rannsókna á kvenstjórn-
endum í bandaríska mennta-
kerfinu. Hvaða lærdóma má
draga af þessum rannsóknum?
16. nóvember
Hanna Björg Sigurðardóttir,
uppeldis- og menntunarfræðingur
Þroskaheftar / seinfærar mæður
og börn þeirra.
30. nóvember
Guðný Guðbjörnsdóttir,
prófessor í uppeldis- og
menntunarfræðum.
Orðræður um kynferði og völd:
Eigindleg athugun á kven-
stjórnendum í skólakerfinu.
Röbbin verða haldin í Odda,
stofu 201, kl. 12.00—13.00.
Allir velkomnir.
Sú öra þróun serrr hefur átt sér staö í tölvuheiminum undanfarið
hefur vart farið franr hjá neinum. Tölvur finnast nú nánast á hverju
heinrili og sú atvinnugrein varla til serrr ekki krefst einhverskonar
tölvukunnáttu. Allskonar tölvunám er nú á boðstólnum bæði fyrir
byrjendur og lengra komna og datt Veru í hug að kanna hvort
konur stundi þetta nám jafnt og karlar.
Háskólarnir tveir á höfuðborgarsvæðinu
bjóða þriggja ára BS nám í tölvunarfræði
og er skipting kynjanna sem hér segir: Hjá
Háskóla Islands er kynjahlutfallið í tölvun-
arfræði um það bil 20% konur og 80%
karlar og er verkfræði- og náttúrufræði-
deildin eina deildin innan skólans þar sem
konur eru í minnihluta. Meðal kennara í
tölvunarfræðinni er aðeins ein kona fast-
ráðin en það er Edda Þóra Hvannberg dós-
ent, meðal stundakennara hefur verið ein
og ein kona í gegnum tíðina.
Hjá Háskóla Reykjavíkur er hlutfallið
aðeins hærra eða 30% konur og 70% karl-
ar og vekur það athygli að í hinni deild
skólans, viðskiptafræði, er hlutfallið alveg
öfugt eða 70% konur og 30% karlar. Fast-
ráðnir kennarar skólans í tölvunarfræði eru
um 50% konur en séu stundakennarar
meðtaldir breytist hlutfallið í 5 konur á
móti 20 körlum.
Ymiskonar tölvunámskeið eru í boði hjá
skólum víðs vegar um bæinn og virðist
kynjahlutfallið þar mun jafnara. Við kynnt-
um okkur þátttöku kvenna hjá einum slík-
um, Nýja viðskipta- og tölvuskólanum, en
þar er boðið uppá margvísleg tölvutengd
námskeið, t.d. skrifstofu- og tölvunám og
þar eru konur í meirihluta, sölu- og tölvu-
nám sem er meira sótt af körlum og bók-
hald þar sem 99% nemenda eru konur.
Einnig er boðið upp á nám fyrir lengra
komna, s.s grafiska hönnun og forritun og
þar er hlutfallið nokkurn veginn jafnt.
Námskeið fyrir eldri borgara eru jafn mik-
ið sótt af báðum kynjum.
Þegar vinnumarkaðurinn er skoðaður virð-
ast atvinnumöguleikar kynjanna nokkuð
jafnir, þó ekki sé hægt að segja til um
launakjör, og er hlutfallið um það bil 25%
konur hjá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í
tölvugeiranum. Ekki virðist neinn kynja-
munur á notkun einkatölva og internetsins
en erfitt að fá nákvæmar upplýsingar um
það.
Allir sem rætt var við virtust sammála
um að veruleg aukning væri í aðsókn
kvenna í tölvunám og þá sérstaklega styttri
námskeið. Hjá Háskóla Islands er nú í
gangi tveggja ára átaksverkefni um aukinn
hlut kvenna í forystustörfum og fjölbreytt-
ara náms- og starfsval kynjanna. Þetta er
samstarfsverkefni hinna ýmsu aðila og
stefnir meðal annars að því að auka fjölda
kvenna í verkfræðideild og þar með í tölv-
unarfræði.
I vetur verður boðið upp á sérsniðið
tölvu- og upplýsingatækninám fyrir 1 .— 10.
bekk grunnskólanna í samvinnu við Tölvu-
skóla Reykjavíkur, er nefnist Framtíðar-
börn. Þetta námsefni miðar að því að
kenna börnum og unglingum hvernig
tölvan nýtist við lausn ýmissa verkefna og
að undirbúa nemendur sem best undir líf
og starf í tæknivæddu samfélagi. Námsefn-
ið kemur frá Future kids International sem
á rætur sínar að rekja til Los Angeles. Þetta
mun væntanlega stuðla að auknum hlut
kvenna í tölvugeiranum í framtíðinni og
hver veit nema konur verði í meirihluta
tölvudeilda háskólanna eftir nokkur ár?
T.B.A.
5 6 • V E R A